Viðskipti innlent

Origo kaupir BusTravel IT

Atli Ísleifsson skrifar
Soffía Kristín Þórðardóttir, forstöðumaður Ferðalausna Origo, og Konráð Örn Skúlason, vörustjóri og fyrrum framkvæmdastjóri BusTravel Iceland.
Soffía Kristín Þórðardóttir, forstöðumaður Ferðalausna Origo, og Konráð Örn Skúlason, vörustjóri og fyrrum framkvæmdastjóri BusTravel Iceland. Origo
Upplýsingatæknifyrirtækið Origo hefur keypt BusTravel IT, sem sérhæfir sig í að þróa umsjónarlausnir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.  Samhliða kaupunum ganga tveir starfsmenn BusTravel IT til liðs við Origo og verða hluti af ferðalausnateymi fyrirtækisins. 

Í tilkynningu segir að markmiðið með kaupunum sé að efla enn frekar vöruframboð Origo fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem leggja áherslu dagsferðir og afþreyingu og styrkja lausnir sem hafa verið þróaðar fyrir sama markað. Ekkert kemur fram um kaupverð.

„BusTravel IT er afleggjari frá ferðaþjónustufyrirtækinu BusTravel Iceland og hefur undanfarin þrjú ár þróað umsjónarkerfi fyrir ferðaskipuleggjendur með það að markmiði að auka skilvirkni í rekstri með sjálfvirkni að leiðarljósi, bæta yfirsýn og upplifun viðskiptavina,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að BusTravel IT sé notaður af nokkrum ferðaþjónustufyrirtækjum, bæði innanlands og erlendis, og hafa yfir 200.000 bókanir farið í gegnum lausnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×