Ummæli Gylfa um Icelandair „ógætileg“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2019 16:48 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að ummæli nefndarmanns peningastefnunefndar í morgun hafa verið ógætileg. Vísir/JKJ Eðlilegra hefði verið af Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, að leita upplýsinga hjá Icelandair Group í stað þess að láta „ógætileg“ ummæli falla um stöðu félagsins, að mati Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group. Ólíkt því sem hagfræðiprófessorinn lét í veðri vaka á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun standi Icelandair vel hvað lausafé og eigið fé varðar. Staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd á fundinum í morgun og bað Gylfi fundarmenn að fylgjast með stöðu flugfélagsins. Jafnframt velti prófessorinn upp spurningunni hvenær, eftir áföll síðustu missera, eiginfjárstaða Icelandair væri komin á hættulegt stig.Sjá einnig: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing„Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reiknið fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig,“ spurði Gylfi.Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og meðlimur peningastefnunefndar.vísir/vilhelmFundurinn var opinn fjölmiðlum og var sjónvarpað beint frá honum, bæði á vef Alþingis og Vísis. Ummæli prófessorsins séu því einkar ógætileg að mati Boga, sem segir í samtali við Fréttablaðið Gylfa og aðra „sem fjalla um þessi mál, með þessum hætti og á þessum vettvangi bera mikla ábyrgð og verða að vanda málflutning sinn.“ Bogi segir Gylfa ekki hafa falast eftir upplýsingu um stöðu Icelandair í aðdraganda fundarins, sem hefði eðlilegra að mati forstjórans. Þannig segist Bogi ekki vita hvaða greiningu Gylfi gerði áður en prófessorinn „setti þetta fram með þessum hætti,“ eins og Bogi kemst að orði við Fréttablaðið. Þvert á móti standi Icelandair Group sterkt gagnvart áföllum að sögn Boga, ekki síst vegna stefnu félagsins um að búa ætíð að sterkri lausa- og eiginfjárstöðu. „Við fylgjum þessari stefnu markvisst og í lok júní vorum við með tæplega 30 milljarða króna í lausafé, að meðtöldum óádregnum lánalínum, og yfir 50 milljarða í eigið fé. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við krefjandi aðstæður,“ segir Bogi við Fréttablaðið. Bréf í Icelandair Group féllu um 3,25 prósent í dag í 70 milljón króna viðskiptum. Hvort hinum „óvarlegu“ ummælum Gylfa Zoëga eða áframhaldandi áhyggjum af þróun olíuverðs, sem höfðu áhrif á gengi bréfanna í upphafi vikunnar, sé um að kenna verður þó ósagt látið.Upptöku af fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun má sjá hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Eðlilegra hefði verið af Gylfa Zoëga, nefndarmanni í peningastefnunefnd, að leita upplýsinga hjá Icelandair Group í stað þess að láta „ógætileg“ ummæli falla um stöðu félagsins, að mati Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group. Ólíkt því sem hagfræðiprófessorinn lét í veðri vaka á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun standi Icelandair vel hvað lausafé og eigið fé varðar. Staða ferðaþjónustunnar var sérstaklega rædd á fundinum í morgun og bað Gylfi fundarmenn að fylgjast með stöðu flugfélagsins. Jafnframt velti prófessorinn upp spurningunni hvenær, eftir áföll síðustu missera, eiginfjárstaða Icelandair væri komin á hættulegt stig.Sjá einnig: Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing„Mig langar sérstaklega að beina athygli ykkar að þessu stóra flugfélagi sem að við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef þið reiknið fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig,“ spurði Gylfi.Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði og meðlimur peningastefnunefndar.vísir/vilhelmFundurinn var opinn fjölmiðlum og var sjónvarpað beint frá honum, bæði á vef Alþingis og Vísis. Ummæli prófessorsins séu því einkar ógætileg að mati Boga, sem segir í samtali við Fréttablaðið Gylfa og aðra „sem fjalla um þessi mál, með þessum hætti og á þessum vettvangi bera mikla ábyrgð og verða að vanda málflutning sinn.“ Bogi segir Gylfa ekki hafa falast eftir upplýsingu um stöðu Icelandair í aðdraganda fundarins, sem hefði eðlilegra að mati forstjórans. Þannig segist Bogi ekki vita hvaða greiningu Gylfi gerði áður en prófessorinn „setti þetta fram með þessum hætti,“ eins og Bogi kemst að orði við Fréttablaðið. Þvert á móti standi Icelandair Group sterkt gagnvart áföllum að sögn Boga, ekki síst vegna stefnu félagsins um að búa ætíð að sterkri lausa- og eiginfjárstöðu. „Við fylgjum þessari stefnu markvisst og í lok júní vorum við með tæplega 30 milljarða króna í lausafé, að meðtöldum óádregnum lánalínum, og yfir 50 milljarða í eigið fé. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við krefjandi aðstæður,“ segir Bogi við Fréttablaðið. Bréf í Icelandair Group féllu um 3,25 prósent í dag í 70 milljón króna viðskiptum. Hvort hinum „óvarlegu“ ummælum Gylfa Zoëga eða áframhaldandi áhyggjum af þróun olíuverðs, sem höfðu áhrif á gengi bréfanna í upphafi vikunnar, sé um að kenna verður þó ósagt látið.Upptöku af fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun má sjá hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45 Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bein útsending: Peningastefnunefnd fer yfir fyrri hluta 2019 Efnahags- og viðskiptanefnd heldur opinn fund með peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Fundurinn hefst klukkan níu og stendur til tíu. 19. september 2019 08:45
Má ekki veðja þjóðarbúinu á bætur Icelandair frá Boeing Nefndarmaður í peningastefnunefnd sagði fyrir fundi opnum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að fylgjast þurfi vel með hremmingum í ferðaþjónustunni. 19. september 2019 12:00