Viðskipti innlent

DAMA fyrir íslenska gagnasérfræðinga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rétt meðhöndlun gagna er sögð skipta sköpum fyrir fyrirtæki.
Rétt meðhöndlun gagna er sögð skipta sköpum fyrir fyrirtæki. Getty/Erik Isakson

Stofnuð hafa verið íslensk samtök gagnasérfræðinga, sem bera heitið DAMA Iceland. DAMA stendur fyrir Data Management Association og verða íslensku samtökin undir regnhlíf alþjóðasamtakanna DAMA International. Samtökin starfa í um 30 löndum og standa fyrir ráðstefnum, námskeiðum og „faglegri vottun sérfræðinga,“ eins og það er orðað í orðsendingu frá aðstandendum íslensku samtakanna.

„Gögn og hagnýting þeirra eru mikilvæg fyrir starfsemi fyrirtækja og í lífi fólks. Rétt meðhöndlun gagna getur haft úrslitaáhrif á getu fyrirtækja til að takast á við breytingar í samkeppnisumhverfinu,“ segir aukinheldur í orðsendingunni.

Íslensku samtökununum verður ætlað að halda úti starfshópum um mál sem m.a. snúa að stýringu gagna; eins og viðskiptagreind, vöruhús gagna, gagnagæði og gagnahönnun. Þá er vonast til að samtökin muni starfa náið með systurfélögum sínum erlendis, rétt eins og atvinnulífinu. „Áhersla verður lögð á að styðja félagsmenn til að verða færari í sínu fagi og breiða út þekkingu á sviðinu sem víðast,“ segir í orðsendingunni.

Samtökunum verður formlega ýtt úr vör á fimmtudag og er áhugasömum gagnasérfræðingum bent á vefsíðuna dama.is fyrir frekari upplýsingar. Formaður samtakanna er Höskuldur Hlynsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.