Viðskipti innlent

Ólafur Óskar stýrir vöruþróuninni hjá Meniga

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur Óskar Egilsson.
Ólafur Óskar Egilsson. Meniga
Ólafur Óskar Egilsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Vöruþróunar hjá Meniga (e. VP of Product).

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Ólafur Óskar hafi starfað í vöruþróunarteymi Meniga undanfarin þrjú ár.

„Á þeim tíma hefur hann hann starfað náið með fjármálafyrirtækjum hér heima og erlendis í verkefnum sem miða að því bæta þjónustu sína og ná samkeppnisforskoti með stafrænni bankaþjónustu. Ólafur Óskar er menntaður í hönnun og tölvunarfræði og hefur víðtæka reynslu af vöruþróun og notendamiðaðri hönnun, þar af hefur hann verið um átta ár í fjártæknigeiranum,“ segir í tilkynningunni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,88
79
288.851
EIM
5,23
18
206.601
MAREL
0,83
19
277.776
LEQ
0,69
3
5.340
ICESEA
0,57
5
8.382

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SVN
-1,59
33
57.469
FESTI
-1,25
4
81.316
HAGA
-1,01
4
2.561
SIMINN
-0,79
11
182.467
REGINN
-0,76
2
178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.