Viðskipti innlent Starfsemi dótturfélaga Straums með eðlilegum hætti Starfsemi dótturfélaga Straums í Evrópu er með eðlilegum hætti þrátt fyrir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum s.l. mánudag. Hinsvegar liggur starfsemi útibús bankans í London, verðbréfamiðlunarinnar Teathers enn niðri að stórum hluta. Viðskipti innlent 11.3.2009 14:32 Seðlabankinn gerði kröfu um leynd á láni til Straums Seðlabankinn gerði þá kröfu á lánveitingu til Straums í desember s.l. að henni yrði haldið leyndri samkvæmt heimildum Fréttastofu. Hér var ekki um 133 milljón evra lánið að ræða sem rætt hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu heldur annað evrulán sem Seðlabankinn veitti Straumi á sama tíma og tilkynnt var um 133 milljónirnar. Viðskipti innlent 11.3.2009 14:15 Byggðastofnun tapaði 528 milljónum í fyrra Tap Byggðastofnunnar á síðasta ári nam 528 milljónum kr. miðað við 179 milljón kr. tap árið 2007. Þetta kemur fram í ársuppgjöri stofnunarinnar. Viðskipti innlent 11.3.2009 13:00 Gjaldþrotabeiðni Mosaic Fashions hf. samþykkt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni Mosaic Fashions hf. um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Jóhannes Karl Sveinsson hrl hefur verið skipaður sem skiptastjóri þrotabúsins. Viðskipti innlent 11.3.2009 12:32 Nýskráningum bíla fækkar um 85% Bílasala hefur ekki farið vel af stað á nýju ári. Fyrstu tvo mánuði ársins voru 296 nýjar bifreiðar nýskráðar en á sama tímabili fyrir ári síðan voru þessar bifreiðar um 2.000 talsins og hefur nýskráningum því fækkað um 85% á milli ára. Viðskipti innlent 11.3.2009 12:19 Tæplega 15.000 heimili með neikvæða eiginfjárstöðu Alls eru 14.600 heimili á landinu með neikvæða eiginfjárstöðu, það er skuldirnar eru meiri en eignirnar. Af þessum fjölda eru 5.000 heimili með neikvæða stöðu upp á yfir fimm milljónir kr. Viðskipti innlent 11.3.2009 12:15 Baugi synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun Baugi Group var í Héraðsdómi Reykjavíkur synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun í þrjár vikur en dómari féllst ekki á kröfu Baugs um áframhald greiðslustöðvunar. Þetta þýðir að gjaldþrot blasir nú við Baugi Group. Viðskipti innlent 11.3.2009 11:57 Skiptir engu hver fer með forræði yfir Baugi Skilanefnd Glitnis segir engu máli skipta hvort Baugur sé undir forræði núverandi eigenda eða skiptastjóra fyrir hönd kröfuhafa. Eins og greint var frá á Vísi í morgun halda forráðamenn Baugs því fram að verði ekki fallist á áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs muni ríkið tapa sjö milljörðum í formi bréfa í Debenhams verslunarkeðjunni sem eru í vörslu breska bankans HSBC. Viðskipti innlent 11.3.2009 11:21 Spáir 16,2% verðbólgu í mars Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan verði 16,2% í mars en hún mældist 17,6% í febrúar. Gangi spáin eftir yrði það annar mánuðurinn í röð sem verðbólgan minnkar. Viðskipti innlent 11.3.2009 11:03 Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 90 milljarða frá áramótum Gjaldeyrisforði Seðlabankans (SÍ) hefur minnkað um tæplega 90 milljarða kr. frá áramótum. Þetta kemur fram í hagtölum bankans. Viðskipti innlent 11.3.2009 10:44 Gengi bréfa Össurar hækka um þrjú prósent Gengi hlutabréfa í Össuri hefur hækkað um 3,01 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 1,87 prósent, Færeyjabanka, sem hefur hækkað um 1,47 prósent og Century Aluminum, sem hefur hækkað um 0,6 prósent. Viðskipti innlent 11.3.2009 10:25 Samkomulag við kröfuhafa bankanna liggi fyrir í apríl Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að íslensk stjórnvöld reikni með að samkomulag við erlenda kröfuhafa stóru bankanna þriggja liggi fyrir í apríl. Og að í framhaldinu verði byrjað að létta á gjaldeyrishöftunum á seinni hluta ársins. Viðskipti innlent 11.3.2009 10:16 Iðnaðarráðherra vill létta á sköttum hjá sprotafyrirtækjum Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra ræddi m.a um skattabreytingar í ávarpi sínu á aðalfundi Marel í gærdag. Össur vill létta skatta á sprotafyrirtæki. Viðskipti innlent 11.3.2009 09:21 Heildarlán ÍLS drógust saman um 6% í febrúar Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) rúmlega 3,3 milljörðum króna í febrúar. Þar af voru tæplega 2,3 milljarðar vegna almennra lána og tæpur 1,1 milljarður vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins drógust því saman um tæp 6% frá fyrra mánuði. Meðallán almennra lána voru um 10,7 milljónir króna í febrúar sem sambærilegt fyrri mánuð. Viðskipti innlent 11.3.2009 09:04 Sjö milljarða tjón ef Baugur fer í þrot Nái beiðni skilanefndar Glitnis fram að ganga að greiðslustöðvun Baugs verði ekki framlengd mun það kosta þjóðina sjö milljarða. Stjórn Baugs og skilanefnd Landsbankans hafa að undanförnu unnið að því að tryggja að verðmætin glatist ekki. Viðskipti innlent 11.3.2009 09:00 Yfirtakan á Straumi hefur ekki fjárhagsleg áhrif á ÍLS Yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi hefur ekki áhrif á fjárhagslega stöðu Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Laust fé sjóðsins hefur einvörðungu verið ávaxtað á innlendum innlánsreikningum og með ríkisverðbréfum frá hruni bankanna í október síðastliðnum. Viðskipti innlent 11.3.2009 08:26 Íslandsbanki býður greiðslujöfnun á erlendum húsnæðislánum Íslandsbanki býður , frá og með deginum í dag, upp á greiðslujöfnun erlendra húsnæðislána, sem getur dregið verulega úr greiðslubyrði. Viðskipti innlent 11.3.2009 08:21 Laun stjórnarmanna Marels lækkuð um 20 prósent Laun stjórnarmanna Marels verða lækkuð um 20 prósent að meðaltali, samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í gær. Þó verður forstjóra heimilt að umbuna æðstu stjórnendum í formi hlutabréfa eða árangurstengdra greiðslna. Viðskipti innlent 11.3.2009 07:20 Ekkert til sölu í bili Ekkert fyrirtæki er í formlegu söluferli hjá viðskiptabönkunum þremur. Viðmælendur Markaðarins segja fyrirtækjasölu í biðstöðu nú um stundir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er þess beðið að umsýslufélög komist á koppinn sem muni sjá um ferlið. Bankarnir hafa allir boðað stofnun slíkra félaga. Viðskipti innlent 11.3.2009 07:00 Skuldir hins opinbera 301 milljarður króna Skuldir ríkis og sveitarfélaga voru um 301 milljarður króna í árslok 2008, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um fjármál hins opinbera. Skuldirnar námu sem svaraði 20,5 prósentum af landsframleiðslu. Í árslok 2007 var hrein peningaleg eign ríkis og sveitarfélaga um 11 milljarðar, og munurinn því 312 milljarðar króna, eða um 21,4 prósent af landsframleiðslu. Viðskipti innlent 11.3.2009 05:15 Útlendingar áhugalitlir Útlendingar hafa verið áhugalitlir um útboð ríkisvíxla- og bréfa en áhugi innlendra aðila hefur verið meiri. Þetta kemur fram í samantekt Greiningar Íslandsbanka. Viðskipti innlent 11.3.2009 04:45 Tvöfaldaðist milli mánaða Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu sex milljörðum króna í febrúar. Veltan var 303 milljónir króna á dag, sem er rúmlega tvöfalt meira en í janúar. Viðskipti innlent 11.3.2009 04:30 Bjartsýn á horfur Teymis „Við höfum lengi vitað af því að ábyrgðin gæti fallið á okkur. Hún kemur ekki á óvart,“ segir Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis, um skuldabréfaflokk upp á 2,7 milljarða króna sem féll á félagið í kjölfar sölu Íslenskrar afþreyingar á Senu í síðustu viku. Viðskipti innlent 11.3.2009 04:00 Litlar upplýsingar um leigumarkað „Það vantar betri upplýsingar um íbúðaleigumarkaðinn,“ segir Svanur Guðmundsson, formaður Félags löggildra leigumiðlara. Samtökin eru rétt farin af stað en þau voru stofnuð fyrir um hálfum mánuði. Viðskipti innlent 11.3.2009 04:00 Dökkar horfur í efnahagsmálum „Við erum í svolítið skrítinni stöðu. Við héldum í byrjun árs að búið væri að grípa til aðgerða sem dygðu til að koma fjármálageiranum fyrir horn. Nú er ljóst að svo var ekki,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, um horfur í efnahagsmálum á heimsvísu. Viðskipti innlent 11.3.2009 00:01 Peningar á leiðinni Svo gæti farið að allt að 192 milljónir evra, jafnvirði um 27,5 milljarða króna, hið minnsta falli í skaut skilanefndar Straums vegna eignasölu bankans upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Viðskipti innlent 11.3.2009 00:01 Traustir Færeyingar bjóða tryggingar Færeyska tryggingafélagið Føroyar, TF, ætlar að hefja starfsemi á íslenskum tryggingamarkaði fyrir lok þessa árs. Félagið hefur einkum áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingafélag og hefur átt viðræður við VÍS, TM og Sjóvá í því skyni. Einnig kemur til greina að opna hér útibú, stofna nýtt tryggingafélag eða hefja beina sölu á tryggingum. Félagið kynnti þessi áform sín í gær. Viðskipti innlent 11.3.2009 00:01 HB Grandi skilar hagnaði Hagnaður HB Granda á síðasta ári nam 16 milljónum evra, jafnvirði 2, milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn var 20 milljónir evra árið 2007. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru 124 milljónir evra á síðasta ári samanborið við 141 milljón árið áður. Viðskipti innlent 10.3.2009 19:35 Íslandsbanki hvetur Baug til að leggja fram gögn Íslandsbanki hvetur Baug Group hf. til að veita almenningi og fjölmiðlum aðgang að þeim gögnum sem lögð voru fram fyrir Héraðsdómi í gærmorgun sé að það vilji forsvarsmanna félagsins að taka af allan vafa um fjárhagsstöðu og málefni þess. Viðskipti innlent 10.3.2009 17:33 FME stendur við ákvörðun sína gagnvart Marel Í ljósi umfjöllunar Marel Food Systems hf. í fjölmiðlum í gær vegna stjórnvaldssektarákvörðunar Fjármálaeftirlitsins (FME) á hendur félaginu þann 4. desember sl., telur Fjármálaeftirlitið nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram. Viðskipti innlent 10.3.2009 16:16 « ‹ ›
Starfsemi dótturfélaga Straums með eðlilegum hætti Starfsemi dótturfélaga Straums í Evrópu er með eðlilegum hætti þrátt fyrir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum s.l. mánudag. Hinsvegar liggur starfsemi útibús bankans í London, verðbréfamiðlunarinnar Teathers enn niðri að stórum hluta. Viðskipti innlent 11.3.2009 14:32
Seðlabankinn gerði kröfu um leynd á láni til Straums Seðlabankinn gerði þá kröfu á lánveitingu til Straums í desember s.l. að henni yrði haldið leyndri samkvæmt heimildum Fréttastofu. Hér var ekki um 133 milljón evra lánið að ræða sem rætt hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu heldur annað evrulán sem Seðlabankinn veitti Straumi á sama tíma og tilkynnt var um 133 milljónirnar. Viðskipti innlent 11.3.2009 14:15
Byggðastofnun tapaði 528 milljónum í fyrra Tap Byggðastofnunnar á síðasta ári nam 528 milljónum kr. miðað við 179 milljón kr. tap árið 2007. Þetta kemur fram í ársuppgjöri stofnunarinnar. Viðskipti innlent 11.3.2009 13:00
Gjaldþrotabeiðni Mosaic Fashions hf. samþykkt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni Mosaic Fashions hf. um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Jóhannes Karl Sveinsson hrl hefur verið skipaður sem skiptastjóri þrotabúsins. Viðskipti innlent 11.3.2009 12:32
Nýskráningum bíla fækkar um 85% Bílasala hefur ekki farið vel af stað á nýju ári. Fyrstu tvo mánuði ársins voru 296 nýjar bifreiðar nýskráðar en á sama tímabili fyrir ári síðan voru þessar bifreiðar um 2.000 talsins og hefur nýskráningum því fækkað um 85% á milli ára. Viðskipti innlent 11.3.2009 12:19
Tæplega 15.000 heimili með neikvæða eiginfjárstöðu Alls eru 14.600 heimili á landinu með neikvæða eiginfjárstöðu, það er skuldirnar eru meiri en eignirnar. Af þessum fjölda eru 5.000 heimili með neikvæða stöðu upp á yfir fimm milljónir kr. Viðskipti innlent 11.3.2009 12:15
Baugi synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun Baugi Group var í Héraðsdómi Reykjavíkur synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun í þrjár vikur en dómari féllst ekki á kröfu Baugs um áframhald greiðslustöðvunar. Þetta þýðir að gjaldþrot blasir nú við Baugi Group. Viðskipti innlent 11.3.2009 11:57
Skiptir engu hver fer með forræði yfir Baugi Skilanefnd Glitnis segir engu máli skipta hvort Baugur sé undir forræði núverandi eigenda eða skiptastjóra fyrir hönd kröfuhafa. Eins og greint var frá á Vísi í morgun halda forráðamenn Baugs því fram að verði ekki fallist á áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs muni ríkið tapa sjö milljörðum í formi bréfa í Debenhams verslunarkeðjunni sem eru í vörslu breska bankans HSBC. Viðskipti innlent 11.3.2009 11:21
Spáir 16,2% verðbólgu í mars Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan verði 16,2% í mars en hún mældist 17,6% í febrúar. Gangi spáin eftir yrði það annar mánuðurinn í röð sem verðbólgan minnkar. Viðskipti innlent 11.3.2009 11:03
Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 90 milljarða frá áramótum Gjaldeyrisforði Seðlabankans (SÍ) hefur minnkað um tæplega 90 milljarða kr. frá áramótum. Þetta kemur fram í hagtölum bankans. Viðskipti innlent 11.3.2009 10:44
Gengi bréfa Össurar hækka um þrjú prósent Gengi hlutabréfa í Össuri hefur hækkað um 3,01 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 1,87 prósent, Færeyjabanka, sem hefur hækkað um 1,47 prósent og Century Aluminum, sem hefur hækkað um 0,6 prósent. Viðskipti innlent 11.3.2009 10:25
Samkomulag við kröfuhafa bankanna liggi fyrir í apríl Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að íslensk stjórnvöld reikni með að samkomulag við erlenda kröfuhafa stóru bankanna þriggja liggi fyrir í apríl. Og að í framhaldinu verði byrjað að létta á gjaldeyrishöftunum á seinni hluta ársins. Viðskipti innlent 11.3.2009 10:16
Iðnaðarráðherra vill létta á sköttum hjá sprotafyrirtækjum Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra ræddi m.a um skattabreytingar í ávarpi sínu á aðalfundi Marel í gærdag. Össur vill létta skatta á sprotafyrirtæki. Viðskipti innlent 11.3.2009 09:21
Heildarlán ÍLS drógust saman um 6% í febrúar Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) rúmlega 3,3 milljörðum króna í febrúar. Þar af voru tæplega 2,3 milljarðar vegna almennra lána og tæpur 1,1 milljarður vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins drógust því saman um tæp 6% frá fyrra mánuði. Meðallán almennra lána voru um 10,7 milljónir króna í febrúar sem sambærilegt fyrri mánuð. Viðskipti innlent 11.3.2009 09:04
Sjö milljarða tjón ef Baugur fer í þrot Nái beiðni skilanefndar Glitnis fram að ganga að greiðslustöðvun Baugs verði ekki framlengd mun það kosta þjóðina sjö milljarða. Stjórn Baugs og skilanefnd Landsbankans hafa að undanförnu unnið að því að tryggja að verðmætin glatist ekki. Viðskipti innlent 11.3.2009 09:00
Yfirtakan á Straumi hefur ekki fjárhagsleg áhrif á ÍLS Yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi hefur ekki áhrif á fjárhagslega stöðu Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Laust fé sjóðsins hefur einvörðungu verið ávaxtað á innlendum innlánsreikningum og með ríkisverðbréfum frá hruni bankanna í október síðastliðnum. Viðskipti innlent 11.3.2009 08:26
Íslandsbanki býður greiðslujöfnun á erlendum húsnæðislánum Íslandsbanki býður , frá og með deginum í dag, upp á greiðslujöfnun erlendra húsnæðislána, sem getur dregið verulega úr greiðslubyrði. Viðskipti innlent 11.3.2009 08:21
Laun stjórnarmanna Marels lækkuð um 20 prósent Laun stjórnarmanna Marels verða lækkuð um 20 prósent að meðaltali, samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í gær. Þó verður forstjóra heimilt að umbuna æðstu stjórnendum í formi hlutabréfa eða árangurstengdra greiðslna. Viðskipti innlent 11.3.2009 07:20
Ekkert til sölu í bili Ekkert fyrirtæki er í formlegu söluferli hjá viðskiptabönkunum þremur. Viðmælendur Markaðarins segja fyrirtækjasölu í biðstöðu nú um stundir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er þess beðið að umsýslufélög komist á koppinn sem muni sjá um ferlið. Bankarnir hafa allir boðað stofnun slíkra félaga. Viðskipti innlent 11.3.2009 07:00
Skuldir hins opinbera 301 milljarður króna Skuldir ríkis og sveitarfélaga voru um 301 milljarður króna í árslok 2008, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um fjármál hins opinbera. Skuldirnar námu sem svaraði 20,5 prósentum af landsframleiðslu. Í árslok 2007 var hrein peningaleg eign ríkis og sveitarfélaga um 11 milljarðar, og munurinn því 312 milljarðar króna, eða um 21,4 prósent af landsframleiðslu. Viðskipti innlent 11.3.2009 05:15
Útlendingar áhugalitlir Útlendingar hafa verið áhugalitlir um útboð ríkisvíxla- og bréfa en áhugi innlendra aðila hefur verið meiri. Þetta kemur fram í samantekt Greiningar Íslandsbanka. Viðskipti innlent 11.3.2009 04:45
Tvöfaldaðist milli mánaða Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu sex milljörðum króna í febrúar. Veltan var 303 milljónir króna á dag, sem er rúmlega tvöfalt meira en í janúar. Viðskipti innlent 11.3.2009 04:30
Bjartsýn á horfur Teymis „Við höfum lengi vitað af því að ábyrgðin gæti fallið á okkur. Hún kemur ekki á óvart,“ segir Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis, um skuldabréfaflokk upp á 2,7 milljarða króna sem féll á félagið í kjölfar sölu Íslenskrar afþreyingar á Senu í síðustu viku. Viðskipti innlent 11.3.2009 04:00
Litlar upplýsingar um leigumarkað „Það vantar betri upplýsingar um íbúðaleigumarkaðinn,“ segir Svanur Guðmundsson, formaður Félags löggildra leigumiðlara. Samtökin eru rétt farin af stað en þau voru stofnuð fyrir um hálfum mánuði. Viðskipti innlent 11.3.2009 04:00
Dökkar horfur í efnahagsmálum „Við erum í svolítið skrítinni stöðu. Við héldum í byrjun árs að búið væri að grípa til aðgerða sem dygðu til að koma fjármálageiranum fyrir horn. Nú er ljóst að svo var ekki,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, um horfur í efnahagsmálum á heimsvísu. Viðskipti innlent 11.3.2009 00:01
Peningar á leiðinni Svo gæti farið að allt að 192 milljónir evra, jafnvirði um 27,5 milljarða króna, hið minnsta falli í skaut skilanefndar Straums vegna eignasölu bankans upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Viðskipti innlent 11.3.2009 00:01
Traustir Færeyingar bjóða tryggingar Færeyska tryggingafélagið Føroyar, TF, ætlar að hefja starfsemi á íslenskum tryggingamarkaði fyrir lok þessa árs. Félagið hefur einkum áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingafélag og hefur átt viðræður við VÍS, TM og Sjóvá í því skyni. Einnig kemur til greina að opna hér útibú, stofna nýtt tryggingafélag eða hefja beina sölu á tryggingum. Félagið kynnti þessi áform sín í gær. Viðskipti innlent 11.3.2009 00:01
HB Grandi skilar hagnaði Hagnaður HB Granda á síðasta ári nam 16 milljónum evra, jafnvirði 2, milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn var 20 milljónir evra árið 2007. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru 124 milljónir evra á síðasta ári samanborið við 141 milljón árið áður. Viðskipti innlent 10.3.2009 19:35
Íslandsbanki hvetur Baug til að leggja fram gögn Íslandsbanki hvetur Baug Group hf. til að veita almenningi og fjölmiðlum aðgang að þeim gögnum sem lögð voru fram fyrir Héraðsdómi í gærmorgun sé að það vilji forsvarsmanna félagsins að taka af allan vafa um fjárhagsstöðu og málefni þess. Viðskipti innlent 10.3.2009 17:33
FME stendur við ákvörðun sína gagnvart Marel Í ljósi umfjöllunar Marel Food Systems hf. í fjölmiðlum í gær vegna stjórnvaldssektarákvörðunar Fjármálaeftirlitsins (FME) á hendur félaginu þann 4. desember sl., telur Fjármálaeftirlitið nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram. Viðskipti innlent 10.3.2009 16:16