Viðskipti innlent

Útlendingar áhugalitlir

Merki gamla Íslandsbanka.
Merki gamla Íslandsbanka.

Útlendingar hafa verið áhugalitlir um útboð ríkisvíxla- og bréfa en áhugi innlendra aðila hefur verið meiri. Þetta kemur fram í samantekt Greiningar Íslandsbanka.

Þar er vísað í yfirlit Seðlabanka Íslands yfir lánamál ríkisins, en þar kemur fram að útlendingar keyptu aðeins um 0,7 milljarða króna í útboði ríkisvíxla um miðjan febrúar, en alls voru 10 milljarðar króna seldir í útboðinu.

Þá héldu erlendir fjárfestar sig alfarið frá útboði tveggja lengstu ríkisskuldabréfaflokkanna, sem er í takti við takmarkaðan áhuga útlendinga á skuldabréfaflokkum með langan líftíma. - bj










Fleiri fréttir

Sjá meira


×