Viðskipti innlent

Góður gangur hjá Opin kerfi ehf.

Opin kerfi ehf. hafa sent frá sér tilkynningu vegna frétta um Opin Kerfi Group hf. í gærdag. Í tilkynningunni segir að góður gangur sé í rekstri Opinna kerfa ehf. og að reksturinn á fyrsta ársfjórðungi ársins hafi gengið mjög vel.

Viðskipti innlent

Laxeldi Silfurstjörnunnar skilar 380 milljónum í ár

Laxeldi Silfurstjörnunnar mun skila um 380 milljónum kr. í útflutningsverðmæti í ár miðað við það verð sem fæst fyrir laxinn á Evrópumarkaðinum í dag. Benedikt Kristjánsson framkvæmdastjóri Silfurstjörnunnar segir að á næsta ári muni þeir síðan auka framleiðsluna.

Viðskipti innlent

Skráð atvinnuleysi var 8,9% í mars

Skráð atvinnuleysi í mars 2009 var 8,9% eða að meðaltali 14.546 manns og eykst atvinnuleysi um 9,6% að meðaltali frá febrúar eða um 1.270 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.674 manns.

Viðskipti innlent

Enn bólar ekkert á framhaldsláninu frá AGS

Núna eru liðin rétt rúmur mánuður síðan Íslandsleiðangri sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) lauk en niðurstaða sendinefndarinnar liggur enn ekki fyrir og af þeim sökum bíður önnur greiðsla láns AGS að upphæð 155 milljónir dollara enn afgreiðslu.

Viðskipti innlent

Hlutabréf Össurar hækka mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa Össura hefur hækkað um 1,44 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Marel Food Systems um 0,94 prósent. Þetta eru einu hreyfingar dagsins en viðskipti á hlutabréfamarkaði eru fjórtán talsins upp á 67,5 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðir vilja taka þátt í fjármögnun Tónlistarhúss

Landsbankinn veitti þriggja og hálfs milljarðs króna lán til að tryggja áframhaldandi framkvæmdir til Tónlistarhúsið. Vextir af láninu eru næstum tuttugu prósent. Lífeyrissjóðir hafa átt í óformlegum viðræðum við Austurhöfn, eiganda tónlistar og ráðstefnuhússins í Reykjavík, um að taka þátt í fjármögnun verksins.

Viðskipti innlent

Talsverð hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Eimskipi hækkaði um 25 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 24,25 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa á Marel Food Systems um 12,91 prósent. Bréf Össurar fóru upp um 1,01 prósent og Færeyjabanka um 0,4 prósent.

Viðskipti innlent

Tæplega 500 Hollendingar krefjast Icesave borgunnar

Alls hafa 469 Hollendingar, sem áttu yfir 100.000 evrur á Icesave reikningum, sent Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra bréf þar sem þeir krefjast borgunnar á innistæðum sínum. Vilja þeir að forsætisráðherra geri málið að forgangsmáli sínu þrátt fyrir komandi kosningar.

Viðskipti innlent

Hlutabréf Eimskips rjúka upp um 25 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 25 prósent í einum viðskiptum upp á 32 þúsund krónur við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems hækkað um 1,29 prósent og Færeyjabanka um 0,4 prósent.

Viðskipti innlent

Samið um uppbyggingu gagnavera á Íslandi

Greenstone ehf., félag í eigu íslendinga, hollendinga og bandarískra aðila, hefur ritað undir samning við við bandarískt stórfyrirtæki um uppbyggingu gagnavera á Íslandi. Áform eru uppi um að framkvæmdir geti hafist á þessu ári og að fyrstu gagnaverin verði komið í notkun í janúar 2011.

Viðskipti innlent

Gísli Þór Reynisson er látinn

Athafnamaðurinn Gísli Þór Reynisson er látinn. Gísli lést eftir skammvinn veikindi á gjörgæsludeild Landsspítalann við Hringbraut aðfaranótt sunnudags. Gísli sem var 43 ára gamall skilur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Viðskipti innlent