Viðskipti innlent

Bréf Century Aluminum féllu um 5,62 prósent í dag

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 5,62 prósent í viðskiptum upp á rúmar 140 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Á eftir fylgdi gengi Marel Food Systems, sem féll um 4,59 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri um 1,95 prósent og Færeyjabanka um 1,64 prósent.

Viðskipti innlent

Segir hættu á að Íslandi verði sparkað út úr EES

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir á bloggsíðu sinni að línur eru nokkuð að skýrast í Evrópuumræðunni en það er þó einn flötur á málinu sem ekki hefur verið ræddur annars staðar en í pukurherbergjum stjórnarráðsins. Það er sú staðreynd, að eftir að neyðarlögin voru sett í sl. haust, uppfyllir Ísland ekki lengur skuldbindingar sínar á evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Viðskipti innlent

Spáir 11,1% verðbólgu í apríl

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan verði 11,1% í apríl og lækki því um 4,1% frá marsmánuði er hún mældist 15,2%. Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi deildarinnar.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn kemur gjaldeyrislöggu á laggirnar

Seðlabankinn vinnur nú að því að setja upp nýja eftirlitseiningu sem mun fylgjast með að farið sé að settum reglum á gjaldeyrismarkaði og að lögum um gjaldeyrishöft sé framfylgt. Þá er verið að breyta reglum á þann veg að bönkum verði skylt að tilkynna um meint óleyfileg viðskipti á svipaðan hátt og reglur ESB um peningaþvætti kveða á um.

Viðskipti innlent

MP banki enn með SPRON í sigtinu

MP banki ætlar standa við kaup á útibúaneti Spron einungis ef samþykki frá Fjármálaeftirlitinu berst fljótlega. Stefnt er að því að bankinn bjóði alla almenna bankaþjónustu eftir fjórar til sex vikur.

Viðskipti innlent

Gengi bréfa Marel Food Systems falla í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 2,94 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Viðskiptin á bak við gengisþróunina eru sjö talsins upp á 37,4 milljónir króna. Þá hafa ein viðskipti verið með bréf Bakkavarar upp á 270 þúsund krónur.

Viðskipti innlent

Íbúðaverð lækkar meira en áður

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki áður lækkað jafnmikið milli mánaða og gerðist nú í mars frá því byrjað var að reikna vísitölu húsnæðisverðs árið 1994, að því er fram kemur í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka.

Viðskipti innlent

Þriggja mánaða verðbólga í núllið

Gangi eftir verðbólguspá IFS greiningar fyrir aprílmánuð lækkar 12 mánaða verðbólga í 11,5 prósent og hefur þá ekki verið lægri frá í mars í fyrra. Spáin hljóðar upp á 0,1 prósents hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða.

Viðskipti innlent

Hættir við kaup á útibúaneti SPRON

MP banki hefur hætt við kaup sín á útibúaneti SPRON og ríkið verður því af átta hundruð milljónum króna. Margeir Pétursson stjórnarformaður fyrirtækisins segir Nýja Kaupþing hafa unnið orrustuna um SPRON.

Viðskipti innlent

Brýnt fyrir þjóðarbúskapinn að lækka stýrivexti

Brýnt er fyrir þjóðarbúskapinn að stýrivextir verði lækkaðir verulega og peningastefnunefnd hefur þegar stigið fyrstu skrefin í þá átt með stýrivaxtaákvörðunum sínum 19. mars og 8. apríl. Engu að síður eru háir stýrivextir ennþá álitnir nauðsynlegir – þar til gerðar hafa verið ráðstafanir til að tryggja traustari efnahagsgrundvöll.

Viðskipti innlent

Fréttaskýring: Ríkið beitir bolabrögðum gegn MP Banka

Enn liggur ekkert fyrir um samþykki Fjármálaeftirlitsins á kaupum MP Banka á netbanka SPRON og útibúaneti sparisjóðsins. Þetta mál allt er að verða hið einkennilegasta í ljósi þess að Nýja Kaupþing hefur hingað til getað beitt bolabrögðum gegn MP Banka í málinu með fulltingi Seðlabankans og slegið því þannig á frest.

Viðskipti innlent

Marel hækkar áfram

Verð á hlutabréfum Marel héldu áfram að hækka í dag og enduðu 6,2% í plús. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,6% og stendur í rúmum 224 stigum.

Viðskipti innlent

Bankaleynd hérlendis svipuð og í öðrum löndum

Það er niðurstaða nýrrar skýrslu að ákvæði íslenskra laga um trúnaðar- og þagnarskyldu fjármála- og eftirlitsstofnana séu í aðalatriðum sambærileg reglum samanburðarríkjanna. Af niðurstöðu skýrslunnar má ráða að nokkur munur sé á reglum um þagnarskyldu eftirlitsaðila, að því er varðar þá sem miðla má upplýsingum til.

Viðskipti innlent

Reykjanesbær skapar störf fyrir 200 ungmenni

Bæjarráð Reykjanesbæjar tók þá ákvörðun á fundi sínum í gær að fela starfshópi um sumarvinnu ungs fólks frekari útfærslu á verkefnum fyrir samtals 26 milljónir króna til að skapa sumarstörf fyrir allt að 200 einstaklinga í 4 vikur.

Viðskipti innlent

Mesta lækkun íbúðaverðs milli mánaða síðan 1994

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 3,8% milli febrúar og mars samkvæmt upplýsingum sem Fasteignaskrá Íslands hefur birt. Þetta er mesta lækkun á milli mánaða sem orðið hefur á vísitölu húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan byrjað var að reikna vísitöluna árið 1994.

Viðskipti innlent