Viðskipti innlent Bréf Century Aluminum féllu um 5,62 prósent í dag Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 5,62 prósent í viðskiptum upp á rúmar 140 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Á eftir fylgdi gengi Marel Food Systems, sem féll um 4,59 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri um 1,95 prósent og Færeyjabanka um 1,64 prósent. Viðskipti innlent 20.4.2009 15:46 Segir hættu á að Íslandi verði sparkað út úr EES Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir á bloggsíðu sinni að línur eru nokkuð að skýrast í Evrópuumræðunni en það er þó einn flötur á málinu sem ekki hefur verið ræddur annars staðar en í pukurherbergjum stjórnarráðsins. Það er sú staðreynd, að eftir að neyðarlögin voru sett í sl. haust, uppfyllir Ísland ekki lengur skuldbindingar sínar á evrópska efnahagssvæðinu (EES). Viðskipti innlent 20.4.2009 14:26 Spáir 11,1% verðbólgu í apríl Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan verði 11,1% í apríl og lækki því um 4,1% frá marsmánuði er hún mældist 15,2%. Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi deildarinnar. Viðskipti innlent 20.4.2009 13:31 Samningar A4 og Pennans kunna að stangast á við lög Samtök iðnaðarins telja að nýir samningar sem fyrirtækin A4 og Penninn vilja einhliða gera við birgja, kunni að stangast á við lög. Málið var rætt á fundi í höfuðstöðvum samtakanna í morgun. Viðskipti innlent 20.4.2009 12:30 Seðlabankinn kemur gjaldeyrislöggu á laggirnar Seðlabankinn vinnur nú að því að setja upp nýja eftirlitseiningu sem mun fylgjast með að farið sé að settum reglum á gjaldeyrismarkaði og að lögum um gjaldeyrishöft sé framfylgt. Þá er verið að breyta reglum á þann veg að bönkum verði skylt að tilkynna um meint óleyfileg viðskipti á svipaðan hátt og reglur ESB um peningaþvætti kveða á um. Viðskipti innlent 20.4.2009 12:07 MP banki enn með SPRON í sigtinu MP banki ætlar standa við kaup á útibúaneti Spron einungis ef samþykki frá Fjármálaeftirlitinu berst fljótlega. Stefnt er að því að bankinn bjóði alla almenna bankaþjónustu eftir fjórar til sex vikur. Viðskipti innlent 20.4.2009 12:06 Mikill áhugi á ríkisbréfum er léttir fyrir stjórnvöld Mikill áhugi fjárfesta í ríkisbréfaútboði síðastliðinn föstudag hlýtur að vera stjórnvöldum nokkur léttir eftir dræmar undirtektir í útboðinu þar á undan. Viðskipti innlent 20.4.2009 11:55 Nýskráningar ökutækja enn í sögulegu lágmarki Þegar skoðaður er fjöldi nýskráninga ökutækja fyrstu 107 daga ársins 2009 og sá fjöldi borin saman við eldri nýskráningar kemur í ljós að enn er fjöldi nýskráninga á árinu 2009 í sögulegu lágmarki. Viðskipti innlent 20.4.2009 11:49 Útlánaspá ÍLS lækkar um allt að 6 milljarða Endurskoðuð áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs (ÍLS) árið 2009 til fjármögnunar nýrra útlána er 33 – 38 milljarðar króna, sem er lækkun um 3 – 6 milljarða frá fyrri tölum. Viðskipti innlent 20.4.2009 11:06 Hluthafafundur Teymis fellst á nauðasamninga Á hluthafafundi í Teymi í morgun var fallist á að leita nauðasamnings við kröfuhafa félagsins til þess að ráða bót á fjárhagslegri stöðu þess og forða félaginu frá gjaldþroti. Viðskipti innlent 20.4.2009 11:02 Gengi bréfa Marel Food Systems falla í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 2,94 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Viðskiptin á bak við gengisþróunina eru sjö talsins upp á 37,4 milljónir króna. Þá hafa ein viðskipti verið með bréf Bakkavarar upp á 270 þúsund krónur. Viðskipti innlent 20.4.2009 10:13 Fjármálaráðherra: Gott að það séu til verðmæti fyrir Icesave „Það er gott að þarna séu verðmæti il staðar en það skiptir miklu hvernig þeim er ráðstaðaf í þágu þjóðarinnar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, um óvænta stöðu sem er kominn upp í Icesave-málinu. Hann segir samningaferlið mjög viðkvæmt í málinu. Viðskipti innlent 19.4.2009 14:03 Icesave skilar allt að 80 prósentum Breska vefritið TimesOnline segir að tugir breskra sveitarfélaga muni skipta með sér allt að 200 milljónum sterlingspunda af fé sem þau áttu inni á Icesave reikningum Landsbankans. Viðskipti innlent 19.4.2009 11:04 Dögg Pálsdóttir: Virðingaverð afsökunarbeiðni, hvað svo? Varaþingmaðurinn og hæstaréttalögmaðurinnm, Dögg Pálsdóttir, segir það virðingavert af nýjum bankastjóra Nýja Landsbankans, Ásmundi Stefánssyni, að hafa beðið þjóðina afsökunar á starfsháttum bankans fyrir hrun. Viðskipti innlent 18.4.2009 23:00 Finnur Sveinbjörnsson: Ekkert hugsað um afsökunarbeiðni Bankastjóri Nýja Kaupþings, Finnur Sveinbjörnsson, hefur ekki velt því fyrir sér hvort hann ætli að biðja þjóðina afsökunar á gjörðum bankans fyrir bankahrun. Viðskipti innlent 18.4.2009 13:54 Bankastjóri biður þjóðina afsökunar Bankastjóri Nýja Landsbankans, Ásmundur Stefánasson, baðst afsökunar á þeim mistökum sem bankinn gerði fyrir hrun í ræðu sem hann flutti á starfsdegi bankans í morgun. Þetta kom fram á fréttavef RÚV. Viðskipti innlent 18.4.2009 12:25 Íbúðaverð lækkar meira en áður Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki áður lækkað jafnmikið milli mánaða og gerðist nú í mars frá því byrjað var að reikna vísitölu húsnæðisverðs árið 1994, að því er fram kemur í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Viðskipti innlent 18.4.2009 04:00 Þriggja mánaða verðbólga í núllið Gangi eftir verðbólguspá IFS greiningar fyrir aprílmánuð lækkar 12 mánaða verðbólga í 11,5 prósent og hefur þá ekki verið lægri frá í mars í fyrra. Spáin hljóðar upp á 0,1 prósents hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða. Viðskipti innlent 18.4.2009 03:00 Olígarkar tapa gríðarlegum fjárhæðum Rússnenskir olígarkar hafa tapað gríðarlegum fjármunum frá því heimskreppan hófst, þó fáir eins miklu og Oleg Deripaska sem er búinn að tapa 17 milljörðum punda. Viðskipti innlent 18.4.2009 00:00 Hættir við kaup á útibúaneti SPRON MP banki hefur hætt við kaup sín á útibúaneti SPRON og ríkið verður því af átta hundruð milljónum króna. Margeir Pétursson stjórnarformaður fyrirtækisins segir Nýja Kaupþing hafa unnið orrustuna um SPRON. Viðskipti innlent 17.4.2009 18:52 Nýi Landsbankinn tekur yfir 60% hlutafjár í Teymi Nýi Landsbankinn tekur yfir hátt í sextíu prósent hlutafjár í Teymi, aðrir bankar taka rest. Skuldir félagsins eru vel á fimmta tug milljarða króna. Þar af eru um þrjátíu milljarðar án veðs. Viðskipti innlent 17.4.2009 18:30 MP Banki opnaði netbanka sinn í dag MP Banki opnaði í dag Netbanka MP þar sem viðskiptavinir bankans geta sinnt fjölbreyttum bankaviðskiptum auk þess að fylgjast með stöðu verðbréfasafna. Viðskipti innlent 17.4.2009 16:56 Brýnt fyrir þjóðarbúskapinn að lækka stýrivexti Brýnt er fyrir þjóðarbúskapinn að stýrivextir verði lækkaðir verulega og peningastefnunefnd hefur þegar stigið fyrstu skrefin í þá átt með stýrivaxtaákvörðunum sínum 19. mars og 8. apríl. Engu að síður eru háir stýrivextir ennþá álitnir nauðsynlegir – þar til gerðar hafa verið ráðstafanir til að tryggja traustari efnahagsgrundvöll. Viðskipti innlent 17.4.2009 16:50 Tap Seðlabankans 8,6 milljarðar í fyrra Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Seðlabanka Íslands nam tap hans á síðasta ári 8,6 milljörðum kr. Ef tapið er skoðað án framlags ríkisins nemur það 52,6 milljörðum kr. Viðskipti innlent 17.4.2009 16:26 Fréttaskýring: Ríkið beitir bolabrögðum gegn MP Banka Enn liggur ekkert fyrir um samþykki Fjármálaeftirlitsins á kaupum MP Banka á netbanka SPRON og útibúaneti sparisjóðsins. Þetta mál allt er að verða hið einkennilegasta í ljósi þess að Nýja Kaupþing hefur hingað til getað beitt bolabrögðum gegn MP Banka í málinu með fulltingi Seðlabankans og slegið því þannig á frest. Viðskipti innlent 17.4.2009 16:05 Marel hækkar áfram Verð á hlutabréfum Marel héldu áfram að hækka í dag og enduðu 6,2% í plús. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,6% og stendur í rúmum 224 stigum. Viðskipti innlent 17.4.2009 15:58 Bankaleynd hérlendis svipuð og í öðrum löndum Það er niðurstaða nýrrar skýrslu að ákvæði íslenskra laga um trúnaðar- og þagnarskyldu fjármála- og eftirlitsstofnana séu í aðalatriðum sambærileg reglum samanburðarríkjanna. Af niðurstöðu skýrslunnar má ráða að nokkur munur sé á reglum um þagnarskyldu eftirlitsaðila, að því er varðar þá sem miðla má upplýsingum til. Viðskipti innlent 17.4.2009 14:29 Bermúda semur við Norðurlönd um upplýsingamiðlun Norðurlöndin hafa nú gengið frá samningi við Bermúda um upplýsingamiðlun sem koma á í veg fyrir skattaundanskot þegna Norðurlandanna á Bermúda. Viðskipti innlent 17.4.2009 14:12 Reykjanesbær skapar störf fyrir 200 ungmenni Bæjarráð Reykjanesbæjar tók þá ákvörðun á fundi sínum í gær að fela starfshópi um sumarvinnu ungs fólks frekari útfærslu á verkefnum fyrir samtals 26 milljónir króna til að skapa sumarstörf fyrir allt að 200 einstaklinga í 4 vikur. Viðskipti innlent 17.4.2009 11:58 Mesta lækkun íbúðaverðs milli mánaða síðan 1994 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 3,8% milli febrúar og mars samkvæmt upplýsingum sem Fasteignaskrá Íslands hefur birt. Þetta er mesta lækkun á milli mánaða sem orðið hefur á vísitölu húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan byrjað var að reikna vísitöluna árið 1994. Viðskipti innlent 17.4.2009 11:48 « ‹ ›
Bréf Century Aluminum féllu um 5,62 prósent í dag Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 5,62 prósent í viðskiptum upp á rúmar 140 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Á eftir fylgdi gengi Marel Food Systems, sem féll um 4,59 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri um 1,95 prósent og Færeyjabanka um 1,64 prósent. Viðskipti innlent 20.4.2009 15:46
Segir hættu á að Íslandi verði sparkað út úr EES Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir á bloggsíðu sinni að línur eru nokkuð að skýrast í Evrópuumræðunni en það er þó einn flötur á málinu sem ekki hefur verið ræddur annars staðar en í pukurherbergjum stjórnarráðsins. Það er sú staðreynd, að eftir að neyðarlögin voru sett í sl. haust, uppfyllir Ísland ekki lengur skuldbindingar sínar á evrópska efnahagssvæðinu (EES). Viðskipti innlent 20.4.2009 14:26
Spáir 11,1% verðbólgu í apríl Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan verði 11,1% í apríl og lækki því um 4,1% frá marsmánuði er hún mældist 15,2%. Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi deildarinnar. Viðskipti innlent 20.4.2009 13:31
Samningar A4 og Pennans kunna að stangast á við lög Samtök iðnaðarins telja að nýir samningar sem fyrirtækin A4 og Penninn vilja einhliða gera við birgja, kunni að stangast á við lög. Málið var rætt á fundi í höfuðstöðvum samtakanna í morgun. Viðskipti innlent 20.4.2009 12:30
Seðlabankinn kemur gjaldeyrislöggu á laggirnar Seðlabankinn vinnur nú að því að setja upp nýja eftirlitseiningu sem mun fylgjast með að farið sé að settum reglum á gjaldeyrismarkaði og að lögum um gjaldeyrishöft sé framfylgt. Þá er verið að breyta reglum á þann veg að bönkum verði skylt að tilkynna um meint óleyfileg viðskipti á svipaðan hátt og reglur ESB um peningaþvætti kveða á um. Viðskipti innlent 20.4.2009 12:07
MP banki enn með SPRON í sigtinu MP banki ætlar standa við kaup á útibúaneti Spron einungis ef samþykki frá Fjármálaeftirlitinu berst fljótlega. Stefnt er að því að bankinn bjóði alla almenna bankaþjónustu eftir fjórar til sex vikur. Viðskipti innlent 20.4.2009 12:06
Mikill áhugi á ríkisbréfum er léttir fyrir stjórnvöld Mikill áhugi fjárfesta í ríkisbréfaútboði síðastliðinn föstudag hlýtur að vera stjórnvöldum nokkur léttir eftir dræmar undirtektir í útboðinu þar á undan. Viðskipti innlent 20.4.2009 11:55
Nýskráningar ökutækja enn í sögulegu lágmarki Þegar skoðaður er fjöldi nýskráninga ökutækja fyrstu 107 daga ársins 2009 og sá fjöldi borin saman við eldri nýskráningar kemur í ljós að enn er fjöldi nýskráninga á árinu 2009 í sögulegu lágmarki. Viðskipti innlent 20.4.2009 11:49
Útlánaspá ÍLS lækkar um allt að 6 milljarða Endurskoðuð áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs (ÍLS) árið 2009 til fjármögnunar nýrra útlána er 33 – 38 milljarðar króna, sem er lækkun um 3 – 6 milljarða frá fyrri tölum. Viðskipti innlent 20.4.2009 11:06
Hluthafafundur Teymis fellst á nauðasamninga Á hluthafafundi í Teymi í morgun var fallist á að leita nauðasamnings við kröfuhafa félagsins til þess að ráða bót á fjárhagslegri stöðu þess og forða félaginu frá gjaldþroti. Viðskipti innlent 20.4.2009 11:02
Gengi bréfa Marel Food Systems falla í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 2,94 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Viðskiptin á bak við gengisþróunina eru sjö talsins upp á 37,4 milljónir króna. Þá hafa ein viðskipti verið með bréf Bakkavarar upp á 270 þúsund krónur. Viðskipti innlent 20.4.2009 10:13
Fjármálaráðherra: Gott að það séu til verðmæti fyrir Icesave „Það er gott að þarna séu verðmæti il staðar en það skiptir miklu hvernig þeim er ráðstaðaf í þágu þjóðarinnar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, um óvænta stöðu sem er kominn upp í Icesave-málinu. Hann segir samningaferlið mjög viðkvæmt í málinu. Viðskipti innlent 19.4.2009 14:03
Icesave skilar allt að 80 prósentum Breska vefritið TimesOnline segir að tugir breskra sveitarfélaga muni skipta með sér allt að 200 milljónum sterlingspunda af fé sem þau áttu inni á Icesave reikningum Landsbankans. Viðskipti innlent 19.4.2009 11:04
Dögg Pálsdóttir: Virðingaverð afsökunarbeiðni, hvað svo? Varaþingmaðurinn og hæstaréttalögmaðurinnm, Dögg Pálsdóttir, segir það virðingavert af nýjum bankastjóra Nýja Landsbankans, Ásmundi Stefánssyni, að hafa beðið þjóðina afsökunar á starfsháttum bankans fyrir hrun. Viðskipti innlent 18.4.2009 23:00
Finnur Sveinbjörnsson: Ekkert hugsað um afsökunarbeiðni Bankastjóri Nýja Kaupþings, Finnur Sveinbjörnsson, hefur ekki velt því fyrir sér hvort hann ætli að biðja þjóðina afsökunar á gjörðum bankans fyrir bankahrun. Viðskipti innlent 18.4.2009 13:54
Bankastjóri biður þjóðina afsökunar Bankastjóri Nýja Landsbankans, Ásmundur Stefánasson, baðst afsökunar á þeim mistökum sem bankinn gerði fyrir hrun í ræðu sem hann flutti á starfsdegi bankans í morgun. Þetta kom fram á fréttavef RÚV. Viðskipti innlent 18.4.2009 12:25
Íbúðaverð lækkar meira en áður Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki áður lækkað jafnmikið milli mánaða og gerðist nú í mars frá því byrjað var að reikna vísitölu húsnæðisverðs árið 1994, að því er fram kemur í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Viðskipti innlent 18.4.2009 04:00
Þriggja mánaða verðbólga í núllið Gangi eftir verðbólguspá IFS greiningar fyrir aprílmánuð lækkar 12 mánaða verðbólga í 11,5 prósent og hefur þá ekki verið lægri frá í mars í fyrra. Spáin hljóðar upp á 0,1 prósents hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða. Viðskipti innlent 18.4.2009 03:00
Olígarkar tapa gríðarlegum fjárhæðum Rússnenskir olígarkar hafa tapað gríðarlegum fjármunum frá því heimskreppan hófst, þó fáir eins miklu og Oleg Deripaska sem er búinn að tapa 17 milljörðum punda. Viðskipti innlent 18.4.2009 00:00
Hættir við kaup á útibúaneti SPRON MP banki hefur hætt við kaup sín á útibúaneti SPRON og ríkið verður því af átta hundruð milljónum króna. Margeir Pétursson stjórnarformaður fyrirtækisins segir Nýja Kaupþing hafa unnið orrustuna um SPRON. Viðskipti innlent 17.4.2009 18:52
Nýi Landsbankinn tekur yfir 60% hlutafjár í Teymi Nýi Landsbankinn tekur yfir hátt í sextíu prósent hlutafjár í Teymi, aðrir bankar taka rest. Skuldir félagsins eru vel á fimmta tug milljarða króna. Þar af eru um þrjátíu milljarðar án veðs. Viðskipti innlent 17.4.2009 18:30
MP Banki opnaði netbanka sinn í dag MP Banki opnaði í dag Netbanka MP þar sem viðskiptavinir bankans geta sinnt fjölbreyttum bankaviðskiptum auk þess að fylgjast með stöðu verðbréfasafna. Viðskipti innlent 17.4.2009 16:56
Brýnt fyrir þjóðarbúskapinn að lækka stýrivexti Brýnt er fyrir þjóðarbúskapinn að stýrivextir verði lækkaðir verulega og peningastefnunefnd hefur þegar stigið fyrstu skrefin í þá átt með stýrivaxtaákvörðunum sínum 19. mars og 8. apríl. Engu að síður eru háir stýrivextir ennþá álitnir nauðsynlegir – þar til gerðar hafa verið ráðstafanir til að tryggja traustari efnahagsgrundvöll. Viðskipti innlent 17.4.2009 16:50
Tap Seðlabankans 8,6 milljarðar í fyrra Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Seðlabanka Íslands nam tap hans á síðasta ári 8,6 milljörðum kr. Ef tapið er skoðað án framlags ríkisins nemur það 52,6 milljörðum kr. Viðskipti innlent 17.4.2009 16:26
Fréttaskýring: Ríkið beitir bolabrögðum gegn MP Banka Enn liggur ekkert fyrir um samþykki Fjármálaeftirlitsins á kaupum MP Banka á netbanka SPRON og útibúaneti sparisjóðsins. Þetta mál allt er að verða hið einkennilegasta í ljósi þess að Nýja Kaupþing hefur hingað til getað beitt bolabrögðum gegn MP Banka í málinu með fulltingi Seðlabankans og slegið því þannig á frest. Viðskipti innlent 17.4.2009 16:05
Marel hækkar áfram Verð á hlutabréfum Marel héldu áfram að hækka í dag og enduðu 6,2% í plús. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,6% og stendur í rúmum 224 stigum. Viðskipti innlent 17.4.2009 15:58
Bankaleynd hérlendis svipuð og í öðrum löndum Það er niðurstaða nýrrar skýrslu að ákvæði íslenskra laga um trúnaðar- og þagnarskyldu fjármála- og eftirlitsstofnana séu í aðalatriðum sambærileg reglum samanburðarríkjanna. Af niðurstöðu skýrslunnar má ráða að nokkur munur sé á reglum um þagnarskyldu eftirlitsaðila, að því er varðar þá sem miðla má upplýsingum til. Viðskipti innlent 17.4.2009 14:29
Bermúda semur við Norðurlönd um upplýsingamiðlun Norðurlöndin hafa nú gengið frá samningi við Bermúda um upplýsingamiðlun sem koma á í veg fyrir skattaundanskot þegna Norðurlandanna á Bermúda. Viðskipti innlent 17.4.2009 14:12
Reykjanesbær skapar störf fyrir 200 ungmenni Bæjarráð Reykjanesbæjar tók þá ákvörðun á fundi sínum í gær að fela starfshópi um sumarvinnu ungs fólks frekari útfærslu á verkefnum fyrir samtals 26 milljónir króna til að skapa sumarstörf fyrir allt að 200 einstaklinga í 4 vikur. Viðskipti innlent 17.4.2009 11:58
Mesta lækkun íbúðaverðs milli mánaða síðan 1994 Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 3,8% milli febrúar og mars samkvæmt upplýsingum sem Fasteignaskrá Íslands hefur birt. Þetta er mesta lækkun á milli mánaða sem orðið hefur á vísitölu húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu síðan byrjað var að reikna vísitöluna árið 1994. Viðskipti innlent 17.4.2009 11:48