Viðskipti innlent

Icesave skilar allt að 80 prósentum

Óli Tynes skrifar

Breska vefritið TimesOnline segir að tugir breskra sveitarfélaga muni skipta með sér allt að 200 milljónum sterlingspunda af fé sem þau áttu inni á Icesave reikningum Landsbankans. Það eru um 38 milljarðar króna.

Talað er við Paul Carter sveitarstjóra í Kent sem segir að skilanefnd frá Ernst & Young hafi sent frá sér skýrslu þar sem fram komi að innistæðueigendur muni fá 70 til 80 prósent af fé sínu.

Ef markaðsaðstæður verði heppilegar geti það jafnvel orðið meira.

Alls áttu 123 sveitarfélög um 920 milljón sterlingspund á reikningum í Landsbankanum, Glitni og Kaupþingi. Óttast var að það fé hefði allt þurrkast út.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×