Viðskipti innlent

Olígarkar tapa gríðarlegum fjárhæðum

Oleg Derioaska er frekar fúll þessa daganna, enda búinn að tapa 17 milljörðum punda.
Oleg Derioaska er frekar fúll þessa daganna, enda búinn að tapa 17 milljörðum punda.

Rússnenskir olígarkar hafa tapað gríðarlegum fjármunum frá því heimskreppan hófst, þó fáir eins miklu og Oleg Deripaska sem er búinn að tapa 17 milljörðum punda.

Fyrir vikið er hann fallinn af lista topp tíu ríkustu Rússanna, en í þeim einkaklúbbi má meðal annars finna fótboltaaðdáandann, Roman Abramovich.

Samkvæmt hinu rússnenska Forbes tímariti þá hefur auður hundrað ríkustu Rússanna rýrnað um 73 prósent, eða um 380 milljarða dollara.

Ríkasti Rússinn er enn þá Mikhail Prokhorov sem hagnaðist síðast gríðarlega á því að selja 25 prósentu hlut í stærsta námufyrirtæki Rússlands rétt fyrir hrun.

Sá sem keypti hlutinn var einmitt Oleg Deripaska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×