Viðskipti innlent

Útlánaspá ÍLS lækkar um allt að 6 milljarða

Endurskoðuð áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs (ÍLS) árið 2009 til fjármögnunar nýrra útlána er 33 - 38 milljarðar króna, sem er lækkun um 3 - 6 milljarða frá fyrri tölum.

Í tilkynningu segir að Íbúðalánasjóður áætlar að ný útlán sjóðsins verði á bilinu 41 - 47 milljarðar króna á árinu 2009, sem er lækkun um 8 - 10 milljarða kr. frá fyrri áætlun. Þar af er gert ráð fyrir að leiguíbúðalán verði á bilinu 12 - 14 milljarðar króna, sem er lækkun um 2 milljarða frá fyrri áætlun.

Töluverð óvissa ríkir um útlána- og útgáfuáætlanir í ljósi breyttra aðstæðna á fjármála- og fasteignamarkaði. Nákvæmar tölur um áætluð útlán og útgáfu íbúðabréfa er því ekki hægt að gefa upp. Þannig geta einstaka tölur í útboðum færst á milli ársfjórðunga og veltur það á markaðsaðstæðum hverju sinni.

Íbúðalánasjóður áætlar að greiða lánadrottnum sínum á bilinu 59 - 65 milljarða króna árið 2009, sem er lækkun um 2 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×