Viðskipti innlent

Stýrivextirnir koma til með að bíta víðar

Skortur á erlendu lánsfé kemur til með að þrengja kosti fólks og fyrirtækja á lánamarkaði. Samningar um að erlendir kröfuhafar eignuðust nýju bankana hefðu breytt allri þeirri mynd og líkast til orðið til að styðja við gengi krónu, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Viðskipti innlent

Byr lækkar vexti

Byr sparisjóður mun lækka innláns- og útlánsvexti í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands og tekur breytingin gildi frá og með mánudeginum 11. maí.

Viðskipti innlent

Bakkavör átti daginn í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Bakkavör rauk upp um 27 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkunin. Á eftir fylgdi gengi bréfa Marel Food Systems, sem hækkaði um 4,08 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Færeyjabanka um 3,33 prósent og Össurar um 3,12 prósent.

Viðskipti innlent

Eigið fé Landsafls ehf. er neikvætt

Fyrir liggur að eigið fé félagsins er neikvætt samkvæmt drögum af óendurskoðuðu uppgjöri ársins 2008. Helsta ástæða þessa er að fjármögnun félagsins er að stærstum hluta í erlendum gjaldmiðlum og hefur veiking íslensku krónunnar haft neikvæð áhrif á eigið fé félagsins.

Viðskipti innlent

Brugga bjór á gömlum bóndabæ

Eigendur Ölvisholts brugghúss framleiða 300 þúsund lítra af bjór á ári í gömlu fjárhúsi og hlöðu í Ölvisholti í Árnessýslunni. „Það var búskapur þarna, en við breyttum húsnæðinu og settum upp framleiðslu," segir Bjarni Einarsson,

Viðskipti innlent

Makaskipti orðin helmingur af fasteignaviðskiptum

Tíðni makaskiptasamninga í fasteignaviðskiptum hefur verið að færast í aukana undanfarna mánuði samkvæmt upplýsingum Fasteignaskrár Íslands. Þannig voru um það bil helmingur allra fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í apríl mánuði afgreiddur með makaskiptum og 40% í mars.

Viðskipti innlent

Veltir fyrir sér merkingu orðsins „umtalsvert“

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans sem birt var samhliða ákvörðun hennar um að lækka stýrivexti bankans í gær segir að nefndin vænti þess að stýrivextir verði lækkaðir umtalsvert til viðbótar í júní þegar næsta vaxtaákvörðun nefndarinnar er á dagskrá.

Viðskipti innlent

Tæp 600 fyrirtæki í greiðsluþrot frá áramótum

Fyrstu fjóra mánuði ársins hafa 580 íslensk fyrirtæki farið í greiðsluþrot, þar af hafa 319 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta. Flest fyrirtæki störfuðu í byggingariðnaði eða 151 fyrirtæki. Næstflest fyrirtæki störfuðu á sviði verslunar og þjónustu eða samtals 109 fyrirtæki.

Viðskipti innlent

Stærra skref en við var búist

Stýrivextir eru 13 prósent eftir lækkun. Enn frekari lækkun er boðuð í júní. Ekki er talið að veik króna trufli áframhaldandi hraða hjöðnun verðbólgu. Kallað er á lækkun bankavaxta, helst meiri en nemi stýrivaxtalækkuninni.

Viðskipti innlent

Hætt við kaup Haga á verslunum BT

Hætt hefur verið við kaup Haga á verslunum og viðskiptavild tölvuverslana BT sem gerður var þann 20. nóvember síðastliðin. Það er gert vegna athugasemda sem komu fram að hálfu Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Helga Jóhannessyni hrl. skiptastjóra BT verslana ehf.

Viðskipti innlent

Athugasemd vegna fréttar um Storebrand

Talsmaður Arion safnreiknings vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd vegna fréttar af gengistapi Kaupþings í kauphöllinni í Osló í gær. Þar féllu hlutir í Storebrand um 11,5% í kjölfar lélegs uppgjör félagsins eftir fyrsta ársfjórðung.

Viðskipti innlent