Viðskipti innlent

Mentor náði góðum samningi í Svíþjóð

Mentor skrifaði í vikunni undir samning við Örebro í Svíþjóð um að innleiða tölvukerfið InfoMentor í alla grunnskóla sveitarfélagsins. Um er að ræða 47 grunnskóla með rúmlega 15.000 nemendum og 1.000 kennurum. Þetta er stærsti samningur sem Mentor hefur gert enn Örebro er sjöunda stærsta sveitarfélag Svíþjóðar.

Viðskipti innlent

Peningaþvottur í knattspyrnunni?

Knattspyrna er langvinsælasta íþrótt í heimi. Nú er talin hætta á að glæpamenn nýti hana í öðrum tilgangi en þeim sem til er ætlast. Talið er að glæpamenn sem stunda peningaþvætti, kaupi knattspyrnulið, flytji leikmenn á milli liða og veðji á úrslit knattspyrnuleikja.

Viðskipti innlent

Hagdeild ASÍ birtir svarta efnahagsspá

Nú gengur yfir mesta samdráttarskeið í íslensku efnahagslífi á síðari tímum. Framundan eru tvö erfið ár þar sem landsframleiðsla dregst mikið saman og lífskjör rýrna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri spá Hagdeildar ASÍ um horfur í efnahagsmálum til ársins 2012.

Viðskipti innlent

Norðurlönd ganga frá neyðarlánum til Íslands

Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland skrifuðu undir lán sín til Íslands í dag en í heildina nema þessi lán tæpum 1,8 milljarði evra eða um 360 milljörðum kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá seðlabanka Noregs (Norges Bank) og norska fjármálaráðuneytinu.

Viðskipti innlent

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birtir ákvörðun um stýrivexti á fimmtudag. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að nefndin ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%.

Viðskipti innlent

"Lífsnauðsynlegt skref" segir forstjóri Eimskips

„Ég tel þetta vera lífsnauðsynlegt skref í ferli sem miðar að endurreisn Eimskips og að drög að nauðasamningum bjóði upp á bestu fáanlegu útkomu fyrir alla lánardrottna samstæðunnar,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips um þær aðgerðir sem kynntar voru rétt áðan.

Viðskipti innlent

Nýjar reglur hjá Seðlabankanum

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurskoðun á reglum um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands. Nýjar reglur munu taka gildi á morgun en tilgangur með endurskoðun reglnanna er að skýra betur þá fyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitir fjármálafyrirtækjum.

Viðskipti innlent

Nýtt Eimskip stofnað - verður 32% í eigu erlends félags

Eimskip áformar að stofna nýtt fjárhagslega öflugt flutninga- og vörustjórnunarfyrirtæki. Nýtt og endurreist félag verður að fullu í eigu lánardrottna Eimskips. Meðal þeirra er bandaríska fjárfestingarfélagið The Yucaipa Companies með um 32% eignarhlut sem jafnframt leggur félaginu til 15 milljónir evra.

Viðskipti innlent

Lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar lækkuð

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar vegna erlendra skuldbindinga úr BBB-(athugunarlisti) í BB (stöðugar horfur). Lánshæfi á innlendum skuldbindingum lækkar einnig í BB (stöðugar horfur).

Viðskipti innlent

Minni útgáfa íbúðabréfa í ár en áætlað var

Líklegt er að útgáfa íbúðabréfa reynist talsvert minni á þessu ári en áætlun Íbúðalánasjóðs (ÍLS) frá apríl síðastliðnum gerði ráð fyrir. Sjóðurinn sendi í morgun frá sér tilkynningu um að ekki yrði farið í frekari útgáfu íbúðabréfa á öðrum ársfjórðungi, enda verður botninn sleginn í fjórðunginn í lok dagsins í dag.

Viðskipti innlent

Unga fólkið bætist í hóp svartsýnna landsmanna

Væntingar neytenda drógust saman í júní annan mánuðinn í röð. Mælist Væntingavísitala Capacent Gallup sem birt var í morgun nú 12% lægri en hún var í fyrri mánuði og stendur í 26,4 stigum. Vísitalan mælir væntingar neytanda til efnahags- og atvinnulífsins. Væntingar ungs fólks dragast mikið saman.

Viðskipti innlent