Skoðun

Ullaræði

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Með fjölgun ferðamanna hefur orðið mikill vöxtur í sölu á íslenskum varningi, sérstaklega ullarfatnaði. Í því sem mætti kalla ullaræði hefur orðið vart við fölsun og vörusvik; vörur sem ekki eru úr íslensku hráefni eða framleiddar hér á landi eru seldar sem slíkar.

Fastir pennar

Árangur í mál­efnum fatlaðs fólks

Eygló Harðardóttir skrifar

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks hefur reynst mikilvægt tæki í að vinna að uppfyllingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ályktunin var samþykkt á Alþingi þann 1. júní 2012.

Skoðun

Er lokamarkið í augsýn?

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar

Nú á tímum er til siðs að tala líkingamál knattspyrnunnar, eftir hina frækilegu Frakklandsferð landsliðsins í fótbolta. Því er við hæfi að spyrja sig hvort við sem höfum starfað í nefnd um endurskoðun almannatrygginga séum nú að sjá lokamarkið nálgast.

Skoðun

Vogskornar strendur

Þorvaldur Gylfason skrifar

Í Múrmansk, stærstu borg heimsins norðan við heimskautsbaug, sagði gamall Rússi við mig: Við njótum þess hér að eiga góða granna. Hún átti við Norðmenn, Svía og Finna. Orð hennar ylja Íslendingi um hjartarætur.

Fastir pennar

Heiti potturinn

Hugleikur Dagsson skrifar

Mér finnst best að fara í heita pottinn þegar veðrið er svo slæmt að potturinn er galtómur og maður getur setið þarna einn með snævi þakinn hausinn upp úr eins og japanskur bavíani.

Bakþankar

Með hugarfar sigurvegara?

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar

Að vinna að stöðugum úrbótum í rekstri og koma auga á vannýtt tækifæri krefst þjálfunar og tíma.

Skoðun

Ítalía gæti vel orðið næsti höfuðverkur ESB

Lars Christensen skrifar

Fjármálamarkaðir heimsins virðast vera að ná sér eftir fyrsta áfallið vegna niðurstöðunnar úr þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um Evrópusambandið og þótt ESB-kerfið sé greinilega enn í sjokki eftir Brexit-ákvörðunina er greinilegt að fjármálamarkaðir heimsins virðast hafa náð jafnvægi eftir skammvinnt krampaflog.

Fastir pennar

EM fyrir sprotana!

Hrönn Margrét Magnúsdóttir skrifar

Ótrúleg velgengni íslenska landsliðsins á EM 2016, heimsathyglin og meðbyrinn frá öðrum þjóðum (nema kannski þeim sem við höfum unnið) er eitthvað sem verður seint gleymt

Skoðun

Sálþjónusta

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Sálfræðingar veita þýðingarmikla og áhrifaríka heilbrigðisþjónustu, í formi forvarna, fræðslu, meðferðar og eftirfylgdar.

Fastir pennar

Náttúruvernd Íslands

Sigrún Helgadóttir skrifar

Vorið 2002 var samþykkt á Alþingi að stinga veikburða starfsemi náttúruverndar á Íslandi ofan í skúffu hjá öflugri Hollustuvernd ríkisins svo að úr yrði Umhverfisstofnun. Það var mikið óheillaskref fyrir náttúruvernd á Íslandi.

Skoðun

"Svindlað“ á neytendum með stuðningi stjórnvalda

Páll Kr. Pálsson skrifar

Frá árinu 1986 hefur VARMA /Glófi ehf. framleitt ullar- og skinnavörur á Akureyri. Því miður þurfum við að hætta starfsemi okkar þar og flytja alfarið í verksmiðju okkar í Reykjavík. Hver er ástæðan? Jú, íslensk stjórnvöld leyfa að svindlað sé á neytendum

Skoðun

6. júlí

María Elísabet Bragadóttir skrifar

6. júlí ertu níu ára og fleygir þér ofan í lúpínubreiðu. Liggur með þurrt mólendið í bakinu og kastar mæðinni. Horfir með andakt á himininn milli fjólublárra blómaklasa. Vilt liggja þarna í felum um aldur og ævi og kannski gerirðu það í einhverjum skilningi.

Bakþankar

Af hverju alltaf bara strákar?

Hrannar Björn Arnarsson skrifar

Á liðnum vikum hefur átta ára dóttir mín í tvígang spurt mig þessarar spurningar og því miður hef ég ekki getað gefið henni ásættanleg svör. Tilefnin voru viðamiklar og vandaðar umfjallanir íþróttadeilda RÚV og Stöðvar 2 um glæsileg

Skoðun

Að líta í eigin barm

Helgi Sigurðsson skrifar

Í nýlegu viðtali hvatti forstjóri Kauphallar þá sem hafa verið dæmdir fyrir refsiverð brot vegna verðbréfaviðskipta að líta í eigin barm í stað þess að kenna öðrum um. Svo sannarlega er aldrei of oft lögð áhersla á að hver og einn eigi fyrst að gera kröfur til sjálfs sín áður en hann fer fram með gagnrýni á hendur öðrum.

Skoðun

Fótboltastjórnmál

Eva H. Baldursdóttir skrifar

Meginstef júnímánaðar voru fótbolti og forseti. Fátt annað komst að á kaffistofunni eða í hugum þjóðarinnar. Í þetta sinn varð fótboltaliðið sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Hver Íslendingur flykkti sér á bak við þetta frábæra lið

Skoðun

Er Bagdad örugg borg, eða hvað um Írak?

Mortreza Songoldezeh skrifar

Raisan Al-shimani er flóttamaður frá Írak og vinur minn. Eftirfarandi er saga hans, en hann bað mig um að skrifa um hana, þar sem hann kann ekki hvorki ensku né íslensku.

Skoðun

Fyrir mig og mína

Magnús Guðmundsson skrifar

Eigingirni og sjálfselska eru dapurlegar kenndir sem búa í okkur flestum og birtast í ýmsum myndum. Öll höfum við staðið okkur að því að láta eigin hag og hentugleika ganga fyrir hagsmunum annarra

Fastir pennar

Lífið er eins og að horfa á leik

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég sit í mannþröng mikilli, syng þjóðsönginn í bringuna á mér - sönghæfileikar leyfa ekki meira - og horfi á sjónvarpsskjá sem hangir yfir mér líkt og stjarna yfir vitringunum forðum.

Bakþankar

Fleiri þurfa leiðréttingu

Elín Björg Jónsdóttir skrifar

Kjararáð ákvað í júní að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta um tugi prósenta. Rökin fyrir þeirri hækkun voru þau að álag í starfi þessa fámenna hóps hálaunafólks hafi aukist verulega.

Skoðun

Íslenskt siðferði – ein myndin enn

Birgir Guðjónsson skrifar

Læknisfræðin á að heita að vera í sífelldri framför með nýjum rannsóknaraðferðum, lyfjum, þræðingum, speglunum og skurðaðgerðum til að bæta eða lækna sjúkdóma. Þær standast ekki allar tímans tönn.

Skoðun

Húh!

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þetta er skrifað á sunnudagsmorgni – í gær – og ég veit ekki hvort við erum enn vöknuð eða hvort draumurinn heldur enn áfram

Fastir pennar

Trúum á frið

Magnús Guðmundsson skrifar

Það fylgja því ákveðin forréttindi að tilheyra smáþjóð í Norður-Atlantshafi.

Fastir pennar

Ostasorg

Berglind Pétursdóttir skrifar

Hafiðið verið í ástarsorg? Ég hef. Ég er í svoleiðis núna meira að segja og finnst það fínt. Ástarsorg er ein uppáhalds sorgin mín.

Bakþankar

Þögn

Ívar Halldórsson skrifar

Ég ætla nú ekkert að fara að setja út á fréttaflutning hérlendis....eða jú, það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera.

Skoðun