Náttúruvernd Íslands Sigrún Helgadóttir skrifar 6. júlí 2016 07:00 Vorið 2002 var samþykkt á Alþingi að stinga veikburða starfsemi náttúruverndar á Íslandi ofan í skúffu hjá öflugri Hollustuvernd ríkisins svo að úr yrði Umhverfisstofnun. Það var mikið óheillaskref fyrir náttúruvernd á Íslandi. Í stað þess hefði átt að skerpa línur á milli fagsviða og efla Náttúruvernd ríkisins og færa undir þá stofnun hina fjölmörgu aðila sem höfðu það hlutverk að annast land sem nýtt var til náttúruverndar, upplifunar og ferðalaga. Það verður sífellt ljósara hversu slæm og skammsýn ráðstöfun þetta var. Sem betur fer var þetta mannanna verk sem hægt er að bæta úr og það verður að gera sem allra fyrst. Náttúruvernd Íslands ætti að halda utan um öll friðlýst náttúruverndarsvæði landsins. Þau eru fjölmörg, stór og smá, um allt land og friðlýst á ýmsa vegu; friðlönd, náttúruvætti og þjóðgarður (Snæfellsjökull). Sum svæðin eru í raun þjóðgarðaígildi, til dæmis Friðland að fjallabaki og Hornstrandafriðland. Á sínum tíma, þegar þessi svæði voru friðlýst, var ákvæði í náttúruverndarlögum sem kom í veg fyrir að hægt væri að friðlýsa þau sem þjóðgarða vegna þess að svæðin voru ekki ótvírætt eða ekki að öllu leyti í eigu ríkisins. Eftir að náttúruverndarlögum hafði verið breytt hefði verið hægt að vinna að því að þau og fleiri svæði nytu verndar og viðurkenningar sem þjóðgarðar. Ekki er að sjá að svo sé unnið.Komið í veg fyrir heildarhugsun Náttúruvernd Íslands ætti líka að halda utan um Þingvallaþjóðgarð og Vatnajökulsþjóðgarð. Það er svo sjálfsagt að það tekur því varla að reyna að rökstyðja það enn og einu sinni. Hvað Þingvelli varðar þá hefur slík skipan verið rökstudd í meira en hálfa öld, eða allt frá því að fyrstu almennu náttúruverndarlögin voru samin og samþykkt á Alþingi árið 1956. Hins vegar hafa skammsýnir þingmenn sífellt komið í veg fyrir þessa sjálfsögðu heildarhugsun, Þingvallaþjóðgarði mjög til tjóns þar sem hann teygir sig um fjöll og auðnir. Undir Náttúruvernd Íslands ættu líka að fara staðir sem nú eru í umsjón Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins en eru þó fyrst og fremst ferðamannastaðir. Þetta eru staðir eins og Dimmuborgir, Ásbyrgi og Þórsmörk, en Mörkin ætti auðvitað líka að vera þjóðgarður eða hluti stærri þjóðgarðs. Á síðustu árum hafa stór landsvæði verið skilgreind sem þjóðlendur. Margar þjóðlendna eru á hálendinu og eru mikilvæg svæði til ferðalaga og náttúruupplifunar. Þær ættu að vera í umsjón Náttúruverndar Íslands. Sama er að segja um afréttir sumra ríkisjarða, ekki síst þeirra sem ná langt upp á hálendið. Ábúendur jarða hafa nóg með sinn búskap og ekki er hægt að ætla þeim að hafa eftirlit og byggja upp þjónustu fyrir ferðamenn á afréttum jarðanna. Gott dæmi um slíka jörð er Möðrudalur á Fjöllum. Loks skal getið lands sem Minjastofnun ber ábyrgð á. Hér er um að ræða minjar um forna búskaparhætti eða sjósókn víðs vegar um land með tilheyrandi umhverfi og menningarlandslagi, minjar um ferðalög um landið, gamlar leiðir og vörður og minjar um útilegumannabyggð. Oft eru þessar minjar innan annarra verndarsvæða eða tengja þau hvert öðru með fornum leiðum (sem því miður eru horfnar eða við það að hverfa). Þau landsvæði sem hér hafa verið talin upp falla nú undir átta aðila sem aftur eru undir þremur ráðuneytum. Allir hljóta að sjá það mikla óhagræði sem slíku fylgir.Hefjast verður handa strax Náttúruvernd Íslands ætti að hafa yfirumsjón með öllu landi á Íslandi sem er í eigu þjóðarinnar eða í umsjón ríkisins og nýtt til náttúruverndar, ferðamennsku og upplifunar. Stofnunin ætti að samræma skipulag, stýringu, reglur, uppbyggingu og landvörslu á þessum svæðum. Til að forðast of mikla miðstýringu mætti þróa áfram þá stjórnunarhætti sem stundaðir hafa verið í Vatnajökulsþjóðgarði með svæðisráðum sem aftur mynda yfirstjórn. Af þessari sameiningu og samræmingu yrði mikill ávinningur á fjölmörgum sviðum og hagræði. Stofnunina mætti fjármagna með aðkomugjöldum sem allir sem til landsins kæmu greiddu hvort sem þeir kæmu flugleiðis eða sjóleiðis. Þeir sem á annað borð hafa efni á að ferðast til landsins munar ekkert um nokkrar krónur í viðbót. Ef allir sem koma greiða aðkomugjald safnast góð upphæð því að fjöldinn er mikill. Stofnunin nýtti fjármagnið til verka sinna á þeim svæðum sem væru í hennar umsjón og til hennar gætu líka sótt aðrir umsjónaraðilar lands, svo sem sveitastjórnir, sem vildu byggja upp þjónustu og aðstöðu á sínum yfirráðasvæðum. Á þennan hátt væri möguleiki að horfa heildstætt á landið og þau nauðsynlegu verk sem vinna þarf vegna mikils ferðamannastraums. Það verður að hefjast handa strax og vinna vel og með góðri yfirsýn til að ekki eigi að fara illa bæði fyrir því landi sem okkur hefur verið trúað fyrir og þeim mikilvæga atvinnuvegi sem nú bjargar fjárhag þjóðarinnar. Stjórnvöld unnu hratt þegar þau á sínum tíma skelltu náttúruverndinni ofan í skúffu. Nú þurfa þau líka að vinna hratt til að koma á skynsamlegu skipulagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 2002 var samþykkt á Alþingi að stinga veikburða starfsemi náttúruverndar á Íslandi ofan í skúffu hjá öflugri Hollustuvernd ríkisins svo að úr yrði Umhverfisstofnun. Það var mikið óheillaskref fyrir náttúruvernd á Íslandi. Í stað þess hefði átt að skerpa línur á milli fagsviða og efla Náttúruvernd ríkisins og færa undir þá stofnun hina fjölmörgu aðila sem höfðu það hlutverk að annast land sem nýtt var til náttúruverndar, upplifunar og ferðalaga. Það verður sífellt ljósara hversu slæm og skammsýn ráðstöfun þetta var. Sem betur fer var þetta mannanna verk sem hægt er að bæta úr og það verður að gera sem allra fyrst. Náttúruvernd Íslands ætti að halda utan um öll friðlýst náttúruverndarsvæði landsins. Þau eru fjölmörg, stór og smá, um allt land og friðlýst á ýmsa vegu; friðlönd, náttúruvætti og þjóðgarður (Snæfellsjökull). Sum svæðin eru í raun þjóðgarðaígildi, til dæmis Friðland að fjallabaki og Hornstrandafriðland. Á sínum tíma, þegar þessi svæði voru friðlýst, var ákvæði í náttúruverndarlögum sem kom í veg fyrir að hægt væri að friðlýsa þau sem þjóðgarða vegna þess að svæðin voru ekki ótvírætt eða ekki að öllu leyti í eigu ríkisins. Eftir að náttúruverndarlögum hafði verið breytt hefði verið hægt að vinna að því að þau og fleiri svæði nytu verndar og viðurkenningar sem þjóðgarðar. Ekki er að sjá að svo sé unnið.Komið í veg fyrir heildarhugsun Náttúruvernd Íslands ætti líka að halda utan um Þingvallaþjóðgarð og Vatnajökulsþjóðgarð. Það er svo sjálfsagt að það tekur því varla að reyna að rökstyðja það enn og einu sinni. Hvað Þingvelli varðar þá hefur slík skipan verið rökstudd í meira en hálfa öld, eða allt frá því að fyrstu almennu náttúruverndarlögin voru samin og samþykkt á Alþingi árið 1956. Hins vegar hafa skammsýnir þingmenn sífellt komið í veg fyrir þessa sjálfsögðu heildarhugsun, Þingvallaþjóðgarði mjög til tjóns þar sem hann teygir sig um fjöll og auðnir. Undir Náttúruvernd Íslands ættu líka að fara staðir sem nú eru í umsjón Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins en eru þó fyrst og fremst ferðamannastaðir. Þetta eru staðir eins og Dimmuborgir, Ásbyrgi og Þórsmörk, en Mörkin ætti auðvitað líka að vera þjóðgarður eða hluti stærri þjóðgarðs. Á síðustu árum hafa stór landsvæði verið skilgreind sem þjóðlendur. Margar þjóðlendna eru á hálendinu og eru mikilvæg svæði til ferðalaga og náttúruupplifunar. Þær ættu að vera í umsjón Náttúruverndar Íslands. Sama er að segja um afréttir sumra ríkisjarða, ekki síst þeirra sem ná langt upp á hálendið. Ábúendur jarða hafa nóg með sinn búskap og ekki er hægt að ætla þeim að hafa eftirlit og byggja upp þjónustu fyrir ferðamenn á afréttum jarðanna. Gott dæmi um slíka jörð er Möðrudalur á Fjöllum. Loks skal getið lands sem Minjastofnun ber ábyrgð á. Hér er um að ræða minjar um forna búskaparhætti eða sjósókn víðs vegar um land með tilheyrandi umhverfi og menningarlandslagi, minjar um ferðalög um landið, gamlar leiðir og vörður og minjar um útilegumannabyggð. Oft eru þessar minjar innan annarra verndarsvæða eða tengja þau hvert öðru með fornum leiðum (sem því miður eru horfnar eða við það að hverfa). Þau landsvæði sem hér hafa verið talin upp falla nú undir átta aðila sem aftur eru undir þremur ráðuneytum. Allir hljóta að sjá það mikla óhagræði sem slíku fylgir.Hefjast verður handa strax Náttúruvernd Íslands ætti að hafa yfirumsjón með öllu landi á Íslandi sem er í eigu þjóðarinnar eða í umsjón ríkisins og nýtt til náttúruverndar, ferðamennsku og upplifunar. Stofnunin ætti að samræma skipulag, stýringu, reglur, uppbyggingu og landvörslu á þessum svæðum. Til að forðast of mikla miðstýringu mætti þróa áfram þá stjórnunarhætti sem stundaðir hafa verið í Vatnajökulsþjóðgarði með svæðisráðum sem aftur mynda yfirstjórn. Af þessari sameiningu og samræmingu yrði mikill ávinningur á fjölmörgum sviðum og hagræði. Stofnunina mætti fjármagna með aðkomugjöldum sem allir sem til landsins kæmu greiddu hvort sem þeir kæmu flugleiðis eða sjóleiðis. Þeir sem á annað borð hafa efni á að ferðast til landsins munar ekkert um nokkrar krónur í viðbót. Ef allir sem koma greiða aðkomugjald safnast góð upphæð því að fjöldinn er mikill. Stofnunin nýtti fjármagnið til verka sinna á þeim svæðum sem væru í hennar umsjón og til hennar gætu líka sótt aðrir umsjónaraðilar lands, svo sem sveitastjórnir, sem vildu byggja upp þjónustu og aðstöðu á sínum yfirráðasvæðum. Á þennan hátt væri möguleiki að horfa heildstætt á landið og þau nauðsynlegu verk sem vinna þarf vegna mikils ferðamannastraums. Það verður að hefjast handa strax og vinna vel og með góðri yfirsýn til að ekki eigi að fara illa bæði fyrir því landi sem okkur hefur verið trúað fyrir og þeim mikilvæga atvinnuvegi sem nú bjargar fjárhag þjóðarinnar. Stjórnvöld unnu hratt þegar þau á sínum tíma skelltu náttúruverndinni ofan í skúffu. Nú þurfa þau líka að vinna hratt til að koma á skynsamlegu skipulagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun