Ostasorg Berglind Pétursdóttir skrifar 4. júlí 2016 07:00 Hafiðið verið í ástarsorg? Ég hef. Ég er í svoleiðis núna meira að segja og finnst það fínt. Ástarsorg er ein uppáhalds sorgin mín. Hún er nefnilega ekki eins og sorgin sem maður finnur fyrir þegar einhver deyr, sú er talsvert verri. Þetta er mun eigingjarnari sorg, snýr alfarið að manns eigin persónulega harmi og er að mörgu leyti þægileg að díla við. Hefðbundið sorgarferli skiptist í fjögur stig; áfall, reiði, þunglyndi og svo loks sátt. Ástarsorgarferli skiptist í bara í 3 stig (ef við teljum Tinder ekki með sem stig). 1. Mas og þras Þegar maður er í ástarsorg má maður masa látlaust um sjálfan sig og tala eins illa og maður vill um þann sem skilið var við, án þess að fá samviskubit. Það síðarnefnda er til dæmis ekki leyfilegt í hinni svokölluðu einhver-dó-í-alvöru-sorg. 2. Vinastundir Í ástarsorginni finnur maður oft styrk og stuðning í vinum sem vefja þig í bómull og hlusta á allt masið. Vinir geta verið mjög góðir sorgarpepparar og á sama tíma sér maður hvaða vinum er alveg nákvæmlega sama hvort þú ert í ástarsorg eða ekki. Mjög þægilegt stig til þess að finna út hverjum þú ætlar að gefa jólagjafir. 3. Ostur Ostastigið er besta stigið. Þegar tárin hætta að spýtast lóðbeint út úr augunum og maður hefur endurheimt matarlystina má borða eins mikinn ost og maður getur í sig látið. Bræddan ost, ostapizzu, ostastangir, eðlu með extra miklum osti, heilt oststykki í einum bita, mozzarellakúlur, geitaostakurl eða hvaða vegan ost sem er. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að ostur er fáránlega geggjaður og góður fyrir sálina. Uppáhaldsstig flestra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun
Hafiðið verið í ástarsorg? Ég hef. Ég er í svoleiðis núna meira að segja og finnst það fínt. Ástarsorg er ein uppáhalds sorgin mín. Hún er nefnilega ekki eins og sorgin sem maður finnur fyrir þegar einhver deyr, sú er talsvert verri. Þetta er mun eigingjarnari sorg, snýr alfarið að manns eigin persónulega harmi og er að mörgu leyti þægileg að díla við. Hefðbundið sorgarferli skiptist í fjögur stig; áfall, reiði, þunglyndi og svo loks sátt. Ástarsorgarferli skiptist í bara í 3 stig (ef við teljum Tinder ekki með sem stig). 1. Mas og þras Þegar maður er í ástarsorg má maður masa látlaust um sjálfan sig og tala eins illa og maður vill um þann sem skilið var við, án þess að fá samviskubit. Það síðarnefnda er til dæmis ekki leyfilegt í hinni svokölluðu einhver-dó-í-alvöru-sorg. 2. Vinastundir Í ástarsorginni finnur maður oft styrk og stuðning í vinum sem vefja þig í bómull og hlusta á allt masið. Vinir geta verið mjög góðir sorgarpepparar og á sama tíma sér maður hvaða vinum er alveg nákvæmlega sama hvort þú ert í ástarsorg eða ekki. Mjög þægilegt stig til þess að finna út hverjum þú ætlar að gefa jólagjafir. 3. Ostur Ostastigið er besta stigið. Þegar tárin hætta að spýtast lóðbeint út úr augunum og maður hefur endurheimt matarlystina má borða eins mikinn ost og maður getur í sig látið. Bræddan ost, ostapizzu, ostastangir, eðlu með extra miklum osti, heilt oststykki í einum bita, mozzarellakúlur, geitaostakurl eða hvaða vegan ost sem er. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt að ostur er fáránlega geggjaður og góður fyrir sálina. Uppáhaldsstig flestra.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júlí
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun