Er lokamarkið í augsýn? Jóna Valgerður Kristjánsdóttir skrifar 7. júlí 2016 07:00 Nú á tímum er til siðs að tala líkingamál knattspyrnunnar, eftir hina frækilegu Frakklandsferð landsliðsins í fótbolta. Því er við hæfi að spyrja sig hvort við sem höfum starfað í nefnd um endurskoðun almannatrygginga séum nú að sjá lokamarkið nálgast. Frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar er komið inn á vef velferðarráðuneytisins. Það er afrakstur mikillar vinnu árum saman og grundvallarbreytingar á kerfinu. Þær breytingar sem lagðar eru til er þokkaleg sátt um, en þær snerta fyrst og fremst kjör eldri borgara. Ekki eru breytingar gerðar hvað varðar öryrkja, en lagt er til að komið verði á tilraunaverkefni um starfsgetumat sem komi í stað örorkumats. Ég ætla ekki í þessari grein að fara nánar út í það mál. Það sem snertir eldri borgara er einföldun kerfisins, sveigjanleiki í lífeyristöku, hækkun á ellilífeyrisaldri á 24 árum og samræming á skerðingarprósentu allra tekna þegar reikna á út réttindi fólks í almannatryggingum. Sameina á grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn ellilífeyri. Framfærsluuppbótin sem hefur verið með 100% skerðingu gagnvart öllum öðrum tekjum verður færð í flokk ellilífeyris þar sem skerðingin verður 45%. Það er stór ávinningur að ná því að þessi uppbót á lífeyri renni nú inn í almennan ellilífeyri. Jafnframt verður meiri sveigjanleiki í kerfinu sem Landssamband eldri borgara hefur lagt ríka áherslu á. Hægt verður að byrja að taka ellilífeyri 65 ára, en einnig að geyma það til 80 ára. En jafnframt verður líka hægt á þessu 15 ára tímabili að taka ½ lífeyri hjá bæði lífeyrissjóðum og almannatryggingum og geyma hinn helminginn til allt að 80 ára aldurs, og hækkar þá geymdi lífeyririnn samkvæmt tryggingarfræðilegu mati þangað til viðkomandi tekur fullan lífeyri. Þetta ákvæði þarf þó undirbúningstíma og mun ekki taka gildi fyrr en ári seinna en aðrar breytingar sem lagðar eru til. Eftir er að breyta lögum um lífeyrissjóði til samræmis við almannatryggingarnar. Taki fólk hálfan lífeyri getur það haldið áfram að vinna án skerðingar vegna vinnulauna. Það ætti því að hvetja fólk til atvinnuþátttöku eftir getu og vilja hvers og eins. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar hefur verið krafa um meiri sveigjanleika til bæði lífeyristöku og lengri starfsævi. Þá er einnig verið með þessum breytingum að hækka lífeyristökualdur úr 67 árum í 70 ár á 24 árum. Það byrjar á árinu 2018 og hækkar um tvo mánuði á ári í 12 ár og síðan um einn mánuð á ári næstu 12 ár.Bætir verulega hag eldri kvenna Kostnaður ríkissjóðs af þessu frumvarpi verði það að lögum fer að miklum hluta til að bæta hag eldri kvenna, sem hafa verið í meirihluta þeirra sem hafa haft framfærsluuppbótina og lítið í lífeyrissjóði. Þetta eru oftast konur sem voru heimavinnandi fram eftir aldri, sinntu heimili og mörgum börnum, en fóru svo að vinna seinna utan heimilis og oft í láglaunastörfum. Jafnframt bætir þetta hag þeirra sem eiga sparifé þar sem skerðingarprósenta vegna vaxtatekna fer einnig í 45%, en frá Hruninu hefur það verið föst fjárhæð eða rúmar 98.000 kr á ári. Ég hvet alla til að kynna sér frumvarpið inn á vef velferðarráðuneytis. Hægt er að slá inn á netið: vel.is og þá kemur vefurinn upp og þar er kynning á efninu. Athugasemdir þurfa að berast fyrir 31. júlí. Vonandi sjáum við frumvarpið verða að lögum fyrir áformaðar þingkosningar í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú á tímum er til siðs að tala líkingamál knattspyrnunnar, eftir hina frækilegu Frakklandsferð landsliðsins í fótbolta. Því er við hæfi að spyrja sig hvort við sem höfum starfað í nefnd um endurskoðun almannatrygginga séum nú að sjá lokamarkið nálgast. Frumvarp um breytingar á lögum um almannatryggingar er komið inn á vef velferðarráðuneytisins. Það er afrakstur mikillar vinnu árum saman og grundvallarbreytingar á kerfinu. Þær breytingar sem lagðar eru til er þokkaleg sátt um, en þær snerta fyrst og fremst kjör eldri borgara. Ekki eru breytingar gerðar hvað varðar öryrkja, en lagt er til að komið verði á tilraunaverkefni um starfsgetumat sem komi í stað örorkumats. Ég ætla ekki í þessari grein að fara nánar út í það mál. Það sem snertir eldri borgara er einföldun kerfisins, sveigjanleiki í lífeyristöku, hækkun á ellilífeyrisaldri á 24 árum og samræming á skerðingarprósentu allra tekna þegar reikna á út réttindi fólks í almannatryggingum. Sameina á grunnlífeyri, tekjutryggingu og framfærsluuppbót í einn ellilífeyri. Framfærsluuppbótin sem hefur verið með 100% skerðingu gagnvart öllum öðrum tekjum verður færð í flokk ellilífeyris þar sem skerðingin verður 45%. Það er stór ávinningur að ná því að þessi uppbót á lífeyri renni nú inn í almennan ellilífeyri. Jafnframt verður meiri sveigjanleiki í kerfinu sem Landssamband eldri borgara hefur lagt ríka áherslu á. Hægt verður að byrja að taka ellilífeyri 65 ára, en einnig að geyma það til 80 ára. En jafnframt verður líka hægt á þessu 15 ára tímabili að taka ½ lífeyri hjá bæði lífeyrissjóðum og almannatryggingum og geyma hinn helminginn til allt að 80 ára aldurs, og hækkar þá geymdi lífeyririnn samkvæmt tryggingarfræðilegu mati þangað til viðkomandi tekur fullan lífeyri. Þetta ákvæði þarf þó undirbúningstíma og mun ekki taka gildi fyrr en ári seinna en aðrar breytingar sem lagðar eru til. Eftir er að breyta lögum um lífeyrissjóði til samræmis við almannatryggingarnar. Taki fólk hálfan lífeyri getur það haldið áfram að vinna án skerðingar vegna vinnulauna. Það ætti því að hvetja fólk til atvinnuþátttöku eftir getu og vilja hvers og eins. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar hefur verið krafa um meiri sveigjanleika til bæði lífeyristöku og lengri starfsævi. Þá er einnig verið með þessum breytingum að hækka lífeyristökualdur úr 67 árum í 70 ár á 24 árum. Það byrjar á árinu 2018 og hækkar um tvo mánuði á ári í 12 ár og síðan um einn mánuð á ári næstu 12 ár.Bætir verulega hag eldri kvenna Kostnaður ríkissjóðs af þessu frumvarpi verði það að lögum fer að miklum hluta til að bæta hag eldri kvenna, sem hafa verið í meirihluta þeirra sem hafa haft framfærsluuppbótina og lítið í lífeyrissjóði. Þetta eru oftast konur sem voru heimavinnandi fram eftir aldri, sinntu heimili og mörgum börnum, en fóru svo að vinna seinna utan heimilis og oft í láglaunastörfum. Jafnframt bætir þetta hag þeirra sem eiga sparifé þar sem skerðingarprósenta vegna vaxtatekna fer einnig í 45%, en frá Hruninu hefur það verið föst fjárhæð eða rúmar 98.000 kr á ári. Ég hvet alla til að kynna sér frumvarpið inn á vef velferðarráðuneytis. Hægt er að slá inn á netið: vel.is og þá kemur vefurinn upp og þar er kynning á efninu. Athugasemdir þurfa að berast fyrir 31. júlí. Vonandi sjáum við frumvarpið verða að lögum fyrir áformaðar þingkosningar í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar