Tónlist

Ætla að bregða nýju ljósi á Sinfó

Hlaðvarpið Fílalag, með þeim Bergi Ebba og Snorra Helgassyni, og Sinfóníuhljómsveit Íslands munu sameina krafta sína í Eldborgarsal Hörpu í haust. Bergur Ebbi segir það mikinn heiður að fá að fíla Sinfó og ætla þeir félagar að bregða nýju ljósi á hljómsveitina.

Tónlist

„Talar um hvernig allt er breytt á einu augna­bliki“

„Úr varð þetta lag um skilnað og sambandsslit sem endaði svo persónulegt að það eiginlega kom ekki til greina að neinn annar myndi syngja það en ég sjálf,“ segir tónlistarkonan Klara Elias um lagið Nýjan stað, sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður tók púlsinn á Klöru.

Tónlist

Fyrsta lagið frá Sigur Rós í ár og daga

Sigur Rós sendir frá sér smáskífuna „Blóðberg“ í dag, fyrsta lagið frá hljómsveitinni í sjö ár. Lagið verður á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Átta, sem kemur út 16. júní. Sama dag fer hljómsveitin á tónleikaferðalag um Evrópu og Norður Ameríku.

Tónlist

Lætur ekkert stoppa sig núna

„Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 

Tónlist

Emm­sjé Gauti frum­flutti þjóð­há­tíðar­lagið 2023

„Þegar þúsund hjörtu slá í takt, það að þú sért hjá mér það er allt.“ Svo hljóðar brot úr viðlagi þjóðhátíðarlagsins 2023 eftir þá Emmsjé Gauta og Þormóð Eiríksson. Til að koma sér í gírinn fyrir lagið fóru þeir til Vestmannaeyja, sungu með kórum og færðu þeim bjór. 

Tónlist

Jóhanna Guð­rún og dóttir hennar sam­eina krafta sína

Ástsæla tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var að senda frá sér lag og tónlistarmyndband ásamt glænýrri söngkonu sem heitir Margrét, er sjö ára gömul og er jafnframt dóttir Jóhönnu. Lagið ber heitið Best í heimi og er tónlistarmyndbandið frumsýnt í pistlinum hér fyrir neðan. Blaðamaður tók púlsinn á Jóhönnu Guðrúnu og fékk að heyra nánar frá.

Tónlist

Fjallar um þessa löngun til að finna sína leið

Tónlistarkonurnar og vinkonurnar ЯÚN og RAVEN eða Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir sendu frá sér lagið Handan við hafið fyrr í maí mánuði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag.

Tónlist

The We­eknd fleygir lista­manns­nafninu

Kanadíska popp­stjarnan The We­eknd hefur tekið upp sitt eigið nafn á sam­fé­lags­miðlum, Abel Tes­fa­ye, í stað síns heims­fræga nafns The We­eknd. Hann hefur áður rætt opin­skátt um að vilja losna undan lista­manns­nafninu.

Tónlist

Loreen kemur til landsins: „Nafnið hans byrjar á Ólafur“

Nýbakaður sigurvegari Eurovision kemur senn til landsins til þess að starfa með íslenskum tónlistarmanni. Til þessa hefur hún ekki viljað gefa upp hver það er en í viðtali á dögunum sagði hún að nafnið hans byrjaði á „Ólafur.“ Ólafur Arnalds tónlistarmaður deildi myndskeiði af viðtalinu á Twitter.

Tónlist

Ástar-haturs sam­band við Reykja­vík varð að lagi

„Ég komst að því nýlega að ég ætti í ástar-haturs sambandi við Reykjavík, borgina sem ég hef búið í rúmlega 70% af ævinni,“ segir tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Einar Lövdahl, sem var að senda frá sér lagið Reykjavík, ó, Reykjavík.

Tónlist

Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar

Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu.

Tónlist

Frum­­sýning: Fóru á list­rænt flug á hár­greiðslu­stofunni

Þeir Eyþór Ingi, Davíð Sigurgeirsson, Þorsteinn Árnason, Þórður Sigurðsson og Jón Björn Ríkharðsson mynda hljómsveitina Rock Paper Sisters. Systurnar svokallaðar voru að klára sína fyrstu plötu eftir mikla vinnu og frumsýna hér listrænt tónlistarmyndband við fyrsta smellinn sinn With You.

Tónlist

Var fimm­tán ára þegar hún skrifaði undir fyrsta er­lenda plötu­samninginn

„Tónlistin hefur alltaf verið í umhverfinu hjá mér. Ég upplifði aldrei augnablikið þar sem ég ákvað að nú ætlaði ég að byrja, það var engin fyrsta skóflustunga,“ segir tónlistarkonan Jófríður Ákadóttir, sem hefur gert öfluga hluti í heimi tónlistarinnar og verið með annan fótinn í erlendu senunni frá unglingsaldri. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og tilverunni.

Tónlist

Hatarinn Klemens sýnir á sér mjúkar hliðar

Tónlistar- og gjörningalistamaðurinn Klemens Hannigan var að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni. Lagið ber heitið Never Loved Someone So Much en því fylgir einnig splunkunýtt tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum.

Tónlist

Huggu­­legt stefnu­­mót með konunni endaði með söng uppi á sviði í Eld­borg

Það var margt um manninn í Eldborg síðastliðið laugardagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson hélt stórtónleika í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Hallgrímur Ólafsson leikari, jafnan þekktur sem Halli Melló, tók lagið með Jóni en var það þó algjörlega óundirbúið og hafði Halli ekki hugmynd um það, fyrr en hann var kallaður upp á svið fyrir framan um 1500 tónleikagesti.

Tónlist