Lífið

Kindar­­legt barn í fyrstu stiklu Dýrsins

Fyrsta stikla Dýrsins, kvik­myndar Valdimars Jóhanns­sonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ó­freskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi.

Bíó og sjónvarp

Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“

Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið.

Lífið

Draugabanarnir snúa aftur

Draugabanarnir svara kallinu á nýjan leik. Sony birti í dag nýja stiklu fyrir kvikmyndina Ghostbusters: Afterlife, sem er framhald kvikmyndarinnar Ghostbusters II frá árinu 1989.

Bíó og sjónvarp

Mikil ólga eftir ásakanir um „eitraða menningu“ og stanslausa áreitni

Starfsmenn eins stærsta tölvuleikjafyrirtækis heims hafa fordæmt forsvarsmenn þess vegna ásakana um eitraða menningu innan veggja fyrirtækisins. Rúmlega þúsund starfsmenn Activision Blizzard skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem viðbrögð forsvarsmanna fyrirtækisins við rannsókn yfirvalda í Kaliforníu á starfsmenningu þar og stöðugrar kynferðislegrar áreitni í garð kvenna sem þar vinna eru harðlega gagnrýnd.

Leikjavísir

Tón­listar­mynd­bandið sé stutt teikni­mynd

Síðastliðinn föstudag kom út lagið Sunrise með Kristberg Gunnarssyni. Tónlistarmyndband kvikað af Birni Heimi Önundarsyni fylgdi með, en að baki myndbandinu lá gríðarleg vinna því að hver og einn rammi myndbandsins var handteiknaður á blað.

Tónlist

Íslenskir skór vekja heimsathygli en verða aldrei framleiddir

Alþjóðlegir þungavigtarmiðlar á borð við HYPEBEAST hafa að undanförnu gert nýstárlegum skófatnaði hönnuðarins Sruli Recht skil. Hönnuninni er ætlað að vera svar við loftslagsbreytingum; þrjár tegundir af skóm fyrir framtíð með áfallastreitu, eins og þar segir.

Lífið

Tánings­piltur bætist í hóp meintra þol­enda R. Kel­ly

Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum.

Lífið

Af­vopnaður á ríkis­stjórnar­fundinum á Egils­stöðum

Sigurði Aðalsteinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á Austurlandi og einum þekktasta hreindýraleiðsögumanni landsins, brá heldur betur í brún í gær þegar hann var stöðvaður á leið sinni inn á ríkisstjórnarfund á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Ástæðan var sú að Sigurður var vopnaður.

Lífið

Þýðir ekki að vola í veirufári

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það væri ólíkt okkur Íslendingum að gefast upp og vola eftir að hafa sýnt svo lengi hvað í þjóðinni búi í veirufárinu. Guðni tjáir sig á Facebook í kjölfar þess að 200 manna samkomubann var kynnt til leiks sem tekur gildi á miðnætti í kvöld.

Lífið

Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“

Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca.

Lífið

Witcher-leikarar komnir til landsins

Tökur fyrir nýja þáttaröð í söguheimi Witcher fara fram á Íslandi um þessar mundir. Þættirnir, sem eru á vegum Netflix, kallast Witcher: Blood Origin og gerast hundruðum ára á undan bókunum eftir Andrzej Sapkowski, tölvuleikjunum og þáttunum vinsælu sem þegar hafa litið dagsins ljós.

Lífið

Ólafur Ragnar og Michael Ca­ine leiddust í London

Slúðurmiðlar í Bretlandi greindu frá því að hinn 88 ára gamli, breski stórleikari Michael Caine hafi notið kvöldverðar í London í gær. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að okkar fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, var honum við hlið.

Lífið

Bassi Mara­j gefur út lag Hin­segin daga 2021

Raunveruleikaþáttastjarnan og tónlistarmaðurinn Bassi Maraj gaf út lagið PRIDE í dag og er um að ræða lag Hinsegin daga í ár. Hinsegin dagar fara fram dagana 3.-8. ágúst og standa fyrir hinni vinsælu Gleðigöngu.

Tónlist