Lífið

Kardashian og Barker trúlofuð

Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli.

Lífið

Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast

Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð.

Lífið

Svala setur kærleikann í fyrsta sæti

Svala Björgvins lifir lífi sínu í kærleikanum og gaf hún út lag ásamt myndbandi á föstudaginn 15 okt, sem að heitir Birtunnar Brú og fjallar lagið um um að elska alla þá sem að þú elskar skilyrðislaust og taka þeim eins og þau eru, og öllu sem þeim fylgir. 

Albumm

Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum

Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum.

Lífið

„Þörfin fyrir að standa á sviði hefur alltaf verið mikil“

Popp Tónlistarmaðurinn Benedikt gaf út sitt annað lag, With My Girls, föstudaginn 15. október. Lagið er óður til allra frábæru vinkvenna hans, er hreint og grípandi popp sem er skemmtilegt að syngja hátt með í bílnum eða dansa við. Benedikt hefur verið sagður minna á Troye Sivan. 

Albumm

Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjöl­far falls WOW air

Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, segist þakklátur fjölskyldu sinni í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann hafi orðið líkamlega og andlega gjaldþrota í kjölfar falls flugfélagsins og þakkar fjölskyldu sinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann legðist í langvarandi þunglyndi.

Lífið

Vínar­borg byrjar á On­lyFans

Ferðamálastofa Vínarborgar í Austurríki hefur opnað OnlyFans-aðgang í þeim tilgangi að birta listaverk sem talin eru of kynferðisleg fyrir aðra samfélagsmiðla.

Menning

Sonur Emm­sjé Gauta stal senunni og hljóð­nemanum

Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni.

Lífið

Bein útsending: Sagan þín er ekki búin

Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin.

Lífið

Sannar dætur kaldrar vetrar­nætur

Kælan Mikla gefur í dag út sína fjórðu breiðskífu, Undir köldum norðurljósum. Sveitin, sem nefnd er eftir holdgervingi vetrarins í Múmínálfunum, hefur átt góðu gengi að fagna erlendis með sínum myrku og köldu rafpönktónum.

Tónlist