Lífið

Öllum er sama um nýfædda soninn

Nýjasta tölublað People magazine með Christinu Aguilera og nýfæddum syni hennar, Max, virðist ætla að floppa. Búist er við að einungis 1,3 milljón eintaka verði seld af blaðinu.

Lífið

Langar í meðferð

„Ég væri til í að vinna með Amy Winehouse vegna þess að hún er mjög vinsæl og heit núna,“ lét söngkonan Sheryl Crow út úr sér á tónleikum nýlega.

Lífið

Ó Ó Ingibjörg

Sunnudaginn 24. febrúar næstkomandi býður Tónlistarfélagið upp á frábæra tónleika með landsþekktum systkinum. Tónleikarnir hefjast kl. 20 í Bíósal listasafns Reykjanesbæjar.

Lífið

Sjónvarp í símann hjá Nova

Viðskiptavinir Nova munu innan skamms geta horft á sjónvarp í símanum sínum, en fyrirtækið hefur gert samning við Industria um hugbúnaðarlausn sem tryggir öllum viðskiptavinum Nova sjónvarpsútsendingar og margmiðlunarefni í farsímann með því að ýta á einn takka.

Lífið

Grand Rokk gestir kaupa listaverk í bunkum

Listamaður Kormákur Bragason hefur mokað út listaverkum á Grand Rokk undanfarið. „Fyrirtækið sem ég vann hjá hætti í janúar og ég hugsaði með mér að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég fékk nokkur blöð til að krota á, hamaðist í nokkra daga og valdi svo það besta," segir Kormákur, sem náði að þekja heilan vegg með myndum.

Lífið

Ensk útgáfa Fullkomins lífs vekur hrifningu

Búið er að snara fullkomnu lífi þeirra Friðriks Ómars og Regínu Óskar yfir á ensku og verður það flutt þannig í úrslitaþætti Laugardagslagana næsta laugardag. Evróvisionjaxlinn Páll Óskar á heiðurinn að textanum. Lagið, annað þeirra laga sem er talin eru líklegust til að verða fulltrúi Íslands í Serbíu í maí, nefnist This Is My Life í nýju útgáfunni. Hægt er að hlusta á lagið á YouTube svæði Evróvisjónsíðunnar ESCToday, þar sem Eurovisionþyrstir netverjar fara hamförum af hrifningu á ummælakerfinu.

Lífið

Paris má ekki fara á Óskarinn

Partýljónið Paris Hilton er með böggum hildar eftir að aðstandendur Óskarsverðlaunahátíðarinnar ákváðu að meina henni aðgang að að hátíðinni. Nýjasta mynd hennar, The Hottie and the Nottie gerði ekkert til að auka orðspor Parisar, en myndin var nýlega kjörin versta mynd allra tíma af notendum IMDB kvikmyndasíðunnar. Paris var annars nýbúin að festa kaup á sérhönnuðum kjól upp á meira en 200 milljónir króna sem hún ætlaði að nota á rauða dreglinum.

Lífið

Tónleikar Bubba studdir af nýstofnuðum samtökum

Samtökin Ísland Panorama hafa verið stofnuð til þess að vinna gegn kynþáttafordómum. Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að nauðsynlegt sé að koma í veg fyrir atburði við þá sem við höfum orðið vitni að upp á síðkastið.

Lífið