Lífið

Gamalt píanó, ungur píanisti

Píanóleikarinn Shuann Chai heldur tónleika í Húsinu á Eyrarbakka annað kvöld kl. 20.30. Hún mun flytja verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Franz Schubert, Ludwig van Beethoven og Frederic Chopin.

Menning

Form og fólk í svarthvítu

Sýningin Formstaklingar verður opnuð í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Klængs Gunnarssonar, en á þeim eru form og línur, ljós og skuggar og manneskjur í forgrunni.

Menning

Dark Knight slær öll aðsóknarmet

„Við vorum einmitt að fá póst frá Warner Brothers þar sem þeir óska okkur til hamingju með þennan árangur,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri SamFilm, sem sér um dreifingu kvikmyndarinnar The Dark Knight, en myndin hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi síðan hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn.

Bíó og sjónvarp

Hætt við tónleika Nightwish

Snorri H. Guðmundsson þurfti að hætta við tónleika með þungarokkssveitinni Nightwish vegna ástands í efnahagslífinu. Finnska þungarokksveitin Nightwish mun ekki spila í Laugardalshöll þann 25. október eins og ætlað var. Á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að tónleikunum hafi „verið aflýst af tónleikahaldara, sem dró bókunina til baka í flýti áður en forsala hófst“.

Tónlist

Ritchie ekki að skilja

Kvikmyndaleikstjórinn Guy Ritchie sem jafnframt er eiginmaður Madonnu segir hjónaband þeirra vera á góðu róli. Þetta kemur fram í viðtali People magazine við Ritchie þar sem hann var að kynna nýjustu kvikmynd sína RocknRolla.

Lífið

Sér ekki fyrir sér framhald á Dark Knight

Því fylgir eitt stórt vandamál að búa til geysivinsæla bíómynd. Hvernig á að gera framhaldsmynd sem er betri? Michael Caine, sem leikur Alfred Pennyworth þjón Batmans í The Dark Knight, segir að það verði ekki auðvelt.

Lífið

Sex börn duga Brangelinu ekki

Brad Pitt og Angelina Jolie voru kannski að eignast sitt fimmta og sjötta barn, en vinur parsins segir þau hvergi nærri hætt að fjölga mannkyninu.

Lífið

Franska forsetafrúin á topp vinsældalista

Carla Bruni forsetafrú Frakklands hefur velt Coldplay úr sessi í efsta sæti franska vinsældalistans. Plata hennar, Comme si de rien n'etait, hefur hlotið mikla athygli og gagnrýni frá því hún kom út þann 11. júlí. Þar syngur hún meðal annars um ástríðufullt samband sitt við Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta, sem hún giftist snemma á árinu eftir örstutt tilhugalíf.

Lífið

Garðar Thor leitar að eftirmanni Einars

Garðar Thor Cortes leitar sér nú að nýjum umboðsmanni. Morgunblaðið sagði frá því fyrir fáeinum dögum að Einar Bárðarson, sem verið hefur umboðsmaður hans, hygðist snúa sér að öðrum verkefnum.

Lífið

Elvis á Skoda

„Hann vekur mikla athygli," segir Ragnheiður Vala Arnarsdóttir. Friðrik Páll eiginmaður hennar er eigandi forláta Skoda sem ber einkanúmerið Elvis. Þau hjónin búa í Eyjum, en Ragnheiður segist taka eftir miklum áhuga á númerinu þegar þau fari í bæinn, og komið hafi fyrir að ferðamenn láti taka af sér myndir með bílnum.

Lífið

Gibson ólöglegur í gallabuxum

Mel Gibson prýðir forsíðu DV í dag þar sem hann sést spila golf í gallabuxum og sandölum á Urriðavelli í Garðabæ. Allir þeir sem eitthvað hafa komið nálægt því ágæta sporti vita vel að iðkun íþróttarinnar í slíkum klæðnaði jaðrar við guðlast.

Lífið

Spennandi andlit í Ástríði

Tökur á þáttaröðinni Ástríði hefjast í næstu viku. Ilmur Kristjánsdóttir er þar í aðalhlutverki sem hin unga Ástríður, sem hefur störf hjá fjármálafyrirtæki hér á landi.

Lífið

Varð fyrir vélhjóli!

Leikkonan unga Lindsay Lohan varð fyrir vélhjóli fyrir utan skemmtistað í New York rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Leikkonan var flutt á sjúkrahús í kjölfarið en var útskrifuð um klukkutíma síðar. Hún var ekki alvarlega slösuð.

Lífið

Björn fílar Batman

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra er mikill kvikmyndaaðdáandi. Flestir vita um aðdáun ráðherrans á Die Hard myndunum með Bruce Willis fremstan í flokki. Björn er einnig hrifinn af nýjustu Batman myndinni sem hann segir magnaða í öllu tilliti.

Lífið

Neitar að fara í brúnkumeðferð

Leikkonan Keira Knightley er ekki mikill aðdándi brúnkumeðferðar. Leikkonan er svo mikið á móti svokölluðu „airbrush“ að hún neitar að láta dekkja sig örlítið á myndum fyrir kynningarherferð nýjustu kvikmyndar sinnar, Duchess.

Lífið