Lífið

Leitar að týndri borg

James Gray hefur samþykkt að leikstýra nýjustu mynd Brads Pitt, The Lost City of Z. Um epíska ævintýramynd er að ræða sem er byggð á bók Davids Grann um sannsögulega atburði. Fjallar hún um breska hermanninn Percy Fawcett sem varð heltekinn af leit sinni að hinni týndu borg Z í Amazon-frumskóginum. Árið 1925 fór hann ásamt syni sínum í leiðangur til að finna Z og sneru þeir feðgar aldrei aftur úr svaðilförinni. Síðasta mynd í leikstjórn James Gray, We Own the Night, kom út fyrr á árinu með Mark Wahlberg og Joaquin Phoenix í aðalhlutverkum.

Bíó og sjónvarp

Uppvakningar í nýju myndbandi

Uppvakningar ganga lausir í nýju myndbandi Metallica við lagið All Nightmare Long. Hið níu mínútna langa myndband er byggt upp eins og sovésk heimildarmynd sem fjallar um nýstárlegar tilraunir sem fara út um þúfur með skelfilegum afleiðingum. Liðsmenn Metallica sjást hvergi í mynd en útkoman þykir afturhvarf til vandaðra myndbanda sveitarinnar frá því í gamla daga á borð við One.

Tónlist

Jólahátíð Kimi í kvöld

Retro Stefson, Reykjavík!, Agent Fresco og Múgsefjun verða á meðal þeirra sem koma fram á árlegri jólahátíð Kimi Records á Nasa klukkan 20 í kvöld. Með tónleikunum vill fyrirtækið fagna útgáfuárinu með vinum og vandamönnum.

Tónlist

Klaatu til bjargar

Kvikmyndir um heimsendi og yfirvofandi eyðileggingu jarðar hafa ávallt verið vinsælt umfjöllunarefni í Hollywood. The Day the Earth Stood Still, sem verður heimsfrumsýnd á morgun, er einmitt boðberi válegra tíðinda. The Day the Earth Stood Still er endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1951. Nýja myndin fjallar um virtan vísindamann (Jennifer Connelly) sem kemst í kynni við geimveruna Klaatu (Keanu Reeves) sem hefur ferðast til jarðar til að vara við hnattrænu vandamáli sem er yfirvofandi.

Bíó og sjónvarp

Á toppnum í Danmörku

Nú er sölutíð hjá dönskum bóksölum. Sölutölur fyrir nóvember eru athyglisverðar ekki síst vegna upplags á söluhæstu verkunum: Minningar leikkonunnar Susse Wolds, „Fremkaldt“ eða Framkall er í þriðja sæti og hefur selst í 7.495 eintökum fyrir 2,2 milljónir danskar og eru það mestu tekjur á titil þann mánuðinn. Bæði nýr reyfari Lizu Marklunds „En plads i solen“ og ný spennusaga Hanne-Vibeke Holsts eru söluhærri í eintökum talið: Marklund hefur selt 8.153 eintök en saga Hönnu „Dronninge­ofret“ – Drottningarfórn er farin í 7.715 eintökum, bæði í kilju og harðspjaldi. Skammt undan er ný saga Camillu Läckberg „Mord og mandelduft“ svo konur eru fyrirferðarmiklar í metsölu í Danmörku. - pbb

Menning

Kærleikurinn ræður ríkjum hjá Lindu P

Linda Pétursdóttir eigandi Baðhússins býður viðskiptavinum sínum að huga að sálinni með vikulegum fyrirlestrum sem haldnir verða fram að jólum. ,,Mér finnst alltaf svo gaman af góðum fyrirlestrum og þetta varð til á einhverjum fundinum hjá okkur Sævari bróður niður í vinnunni Baðhúsinu," svarar Linda aðspurð hvernig hugmyndin kviknaði.

Lífið

Janet Jackson ólétt

Söngkonan Janet Jackson, 42 ára, viðurkennir í vikutímaritinu Life & Style að hún er ófrísk. „Já ég er ólétt," er haft eftir Janet. Hún segist líka óttast að verða mamma í fyrsta sinn. Að sögn ættingja er Janet í sjöunda himni yfir fréttunum. Á sama tíma þverneitar kærastinn hennar, Jermaine Dupri, að þau eigi von á erfingja í tímaritinu Us Weekly.

Lífið

Eðalborgari frá Turninum

Í þessum þætti gæddi Jói sér á hamborgurum. Hann heimsótti Tomma á Búllunni, hann bragðaði lúxus hamborgara í Truninum og endaði á einum hollum í Maður Lifandi.

Matur

Grænmetishamborgari frá Manni lifandi

Í þessum þætti gæddi Jói sér á hamborgurum. Hann heimsótti Tomma á Búllunni, hann bragðaði lúxus hamborgara í Truninum og endaði á einum hollum í Manni lifandi.

Matur

Angelina sögð ganga með tvíbura

Tímaritið Star heldur því fram að Angelina Jolie og Brad Pitt, sem eignuðust tvíburana Vivienne og Knox fyrr á árinu, eiga von á tvíburum á ný. Angelina og Brad eiga tvíburana og elsta drenginn Maddox, 6 ára, Pax, 4 ára, Zahara, 3 ára og Shiloh, 2 ára.

Lífið

„Auðvitað syngjum við saman jólalögin," segir Ruth Reginalds

Vísir hafði samband við söngkonuna Ruth Reginalds sem varð landsþekkt þegar hún söng inn á fyrstu sólóplötuna sína, Simmsalabimm, aðeins níu ára gömul árið 1976. Ruth söng jólalögin „Jólasveinninn kemur" og „Ég sá mömmu kyssa jólasvein" sem hljóma á hverju ári í eyrum landsmanna í desember.

Lífið

Stefán Karl með nokkur tilboð á borðinu

„Það eru nokkur tilboð sem liggja á borðinu. Ég er hins vegar ekkert að pæla í því núna. Ég fer bara yfir málin með umboðsmanni í janúar og við leggjum upp árið í sameiningu,“ segir Stefán Karl Stefánsson. Leikaranum hefur verið hrósað í hástert fyrir leik sinn í söngleiknum um Trölla sem nú er sýndur fyrir fullu húsi í Boston. Stefán sagðist ekki hafa hugmynd um hvort þetta væru áframhaldandi verk í leikhúsi eða jafnvel kvikmyndahlutverk frá Hollywood. „Umboðsmaðurinn vill ekkert segja mér og það er líka bara gott. Ég ætla bara að einbeita mér að þessu verkefni og klára það með stæl.“

Lífið

Þýskir útgefendur slógust um Skapara Guðrúnar Evu

„Þetta er einhver harðvítugasti slagur sem við höfum orðið vitni að um íslenska bók,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu. Bók Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Skaparinn, var slegin hæstbjóðanda á mánudaginn eftir mikinn slag þýskra útgefanda. Jóhann Páll upplýsir að þrjú stór og virt forlög hafi sýnt bókinni mikinn áhuga og lagt fram tilboð.

Menning

Eyfi selur grimmt

„Ég er rosalega ánægður með þetta. Það eru þrjú þúsund eintök farin og ég er búinn að panta þrjú þúsund í viðbót,“ segir Eyjólfur Kristjánsson um plötuna Sýnir sem hann gaf út fyrr á árinu með lögum Bergþóru Árnadóttur.

Lífið

Fílharmónía í Langholti

Aðventutónleikar Söng­sveitarinnar Fílharmóníu verða í kvöld og föstudagskvöld 12. desember í Langholtskirkju, kl. 20. Kórinn mun að venju flytja fjölbreytta og vandaða dagskrá þar sem finna má skemmtileg og hátíðleg jólalög frá ýmsum löndum í bland við klassískar perlur sem koma fólki í hátíðarskap.

Menning

Blur í Hyde Park

Hljómsveitin Blur heldur stórtónleika í Hyde Park í London þriðja júlí, níu árum eftir að sveitin spilaði síðast saman í upprunalegri mynd. Þá spilaði sveitin í Royal Festival Hall í London þegar gítarleikarinn Graham Coxon var enn innanborðs. Nú snýr hann aftur. Þá eiga Damon Albarn og félagar í viðræðum um að spila á ýmsum tónlistarhátíðum næsta sumar.

Tónlist

Frægð, fangelsi og fíkniefni

Boy George, fyrrverandi söngvari Culture Club, má muna sinn fífil fegurri. Þessi mikla stjarna níunda áratugarins á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.

Lífið

Bogi smælar framan í gjaldþrotið

Bogi Jónsson húsráðandi á Hliði á Álftanesi vakti athygli fyrir nokkru þegar hann var kominn með 200 milljón króna Ebay-tilboð (1,4 milljón dali) í veitingastaðinn og húseignina. „Nei, þetta seldist ekki,“ segir Bogi.

Lífið

Undirbúa nýja plötu

Rokkararnir í Kings of Leon eru þegar búnir að semja fjögur til fimm lög fyrir næstu plötu sína þrátt fyrir að aðeins nokkrir mánuðir séu liðnir síðan sú síðasta, Only By the Night, kom út.

Tónlist

Ásdís Rán og Garðar með jólaboð á Oliver

Hjónakornin Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Garðar Gunnlaugssonar hafa ekki mikinn tíma hér á landi yfir hátíðirnar oghafa af þeirri ástæðu ákveðið að halda ,,lítið jólaboð" á Café Oliver næstkomandi laugardag fyrir fjölskyldu og vini.

Lífið

Vífilfell gaf Mæðrastyrksnefnd 2 milljónir

Forsvarsmenn drykkjarvöruframleiðandans Vífilfells afhentu í dag Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík og fleiri góðgerðar- og líknarfélögum vörur frá fyrirtækinu að andvirði alls um 2 milljónir króna.

Lífið

Sportið hættir á RÚV

Íþróttaþátturinn Sportið sem hefur verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins um skeið verður lagður niður bráðlega. Þetta staðfestir Margrét

Lífið