Lífið

Nýjasta mynd Bens Stillers feikivinsæl

Nýjasta kvikmynd bandarísku stjörnunnar Bens Stillers, Night at the Museum: Battle of the Smithsonian, er feikivinsæl vestanhafs og sáu fleiri myndina nú um helgina frekar en nýjustu myndina um sjálfan Tortímandann, Terminator Salvation.

Lífið

Maddy segir tærnar hafa kalið á Íslandi

„Það var algjörlega stórkostlegt að fara til Íslands og ég er svo ánægð með að ég lét verða af því að fara þangað," segir Maddy, ein af þátttakendunum í Britain´s Next Top Model í samtali við Digital Spy slúðurvefinn.

Lífið

Lúðrasveitir blása lífi í borgina

Reykvíkingar munu á næstunni verða varir við lúðrasveitir á göngu víðsvegar um borgina. Þar er á ferðinni verkefnið "Blásum lífi í borgina" sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lúðrasveitar verkalýðsins. Á heimasíðu Lúðrasveitar verkalýðsins segir að hugmyndin að þessu verkefni hafi kraumað meðal ráðamanna Lúðrasveitar verkalýðsins síðan um síðasta sumar.

Lífið

Dóttir Tysons í bráðri lífshættu

Fjögurra ára gömul dóttir Mikes Tysons hnefaleikakappa slasaðist alvarlega á heimilinu sínu í gær. Fox fréttastofan segir að 7 ára gamall bróðir stúlkunnar, sem heitir Exodus, hafi komið að henni þar sem hún hékk í snúru sem tengd var í hlaupabretti. Hún er nú í bráðri lífshættu á St. Josephs spítalanum.

Lífið

Tekur Svía framyfir Íslendinga

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Evróvisionstjarna er á leið til Svíþjóðar til fundarhalda og samningaviðræðna ásamt umboðskonu sinni, Maríu Björk Sverrisdóttur.

Lífið

Auddi á úrslitaleikinn í Róm

„Ég hlakka mikið til, þetta verður stemning,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal sem er á leiðinni til Rómar þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á milli Manchester United og Barcelona á miðvikudag. Ekki er um vinnuferð að ræða heldur ætlar Auddi eingöngu að mæta til að styðja við bakið á sínum mönnum í United.

Lífið

Mel Gibson á von á afkvæmi

Ástralski leikarinn Mel Gibson hefur játað að nýja unnustan, hin rússneska Oksana Grigorieva, beri barn hans undir belti og eigi von á sér í haust.

Lífið

Hugleikur aftur í Símaskrána

„Mér fannst ég ekki vera búinn að klára þessar persónur,“ segir Hugleikur Dagsson, sem hefur annað árið í röð samið myndasögu fyrir Símaskrána. „Ég reyndi að gera þetta eins sjálfstætt framhald og ég gat en sagan er samt framhald af atburðum fyrri bókar.“

Lífið

Einstæðar mæður skrifa leikrit fyrir Borgarleikhúsið

„Þetta er svona Full Monty, nema bara fyrir leikhúsið og það er engin sem fækkar fötum,“ segir Auður Jónsdóttir, rithöfundur og leikritaskáld. Hún var leiðbeinandi tveggja hópa í Kvennasmiðju námsflokka Reykjavíkur í skapandi skrifum en nemendurnir voru átján einstæðar mæður. Útgefendur skyldu hafa augun hjá sér og fylgjast vel með hópnum því einn þekktasti rithöfundur síðari tíma, J.K. Rowling, var einmitt einstæð móðir þegar hún skrifaði sögurnar um Harry Potter.

Lífið

James Bond leyfð öllum en Madagascar 2 bönnuð

Tómas Valgeirsson, einn af stjórnendum síðunnar Kvikmyndir.is og starfsmaður raftækjadeildar Hagkaupa sem selur DVD-diska, segir að misræmi í aldursmerkingum á DVD-myndum sé bagalegt. Tómas ætlar að koma á fót aðgengilegum og öflugum gagnagrunni á síðunni kvikmyndir.is sem foreldrar geta stuðst við í framtíðinni vilji þeir kaupa eða leigja mynd fyrir börnin sín.

Lífið

Nýjasta plata Eminem beint á toppinn í Bretlandi

Nýjasta platan með bandaríska rapparanum Eminem, Relapse, er þessa stundina vinsælsta platan í Bretland en hún rauk á toppinn þegar hún kom í nýverið í verslanir. Þetta er fyrsta plata listamannsins í sem kemur út í fjögur ár.

Lífið

Hrafna syngur "Alla leið" - Myndband

Idolstjarnan Hrafna sem sigraði hug og hjörtu Íslendinga í úrslitum keppninnar á dögunum hefur sent frá sér myndband sem hægt er að horfa á á YouTube. Þar flytur hún lagið "Alla leið" sem þeir félagar Örlygur Smári og Páll Óskar Hjálmtýsson sömdu sérstaklega fyrir keppnina.

Lífið

Ólafur Ragnar fær eintak af hljóðbók MND félagsins

"Björt framtíð" er safn greina eftir 49 höfunda sem komin er út á hljóðbók á vegum MND félagsins. Höfundar greinanna koma úr ýmsum áttum en meðal þeirra eru: forseti og biskup Íslands, bæjarstjórar, húsmóðir, prófessorar, verkstjórar, iðnaðarmaður, forstjórar, klæðskeri og prestar. Í tilefni af útgáfunni bauð MND félagið greinahöfundum og aðstandendum verksins til fundar í Fjörugarðinum í Hafnarfirði í hádeginu í dag þar sem Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands var afhent fyrsta eintakið af hljóðbókinni.

Lífið

Bacon elti vasaþjóf

Hollywoodleikarinn Kevin Bacon elti vasaþjóf sem stal farsímanum hans í neðanjarðarlest í New York á laugardaginn. Kevin hljóp á eftir þjófnum í gegnum mannmergð en gafst fljótlega upp og kallaði á lögregluna.

Lífið

Gísli Örn og Nína fá sinn drykk

Öldurhúsið Vickery‘s í Charleston, Suður Karólínu, hefur ákveðið að bjóða upp á sérstakan drykk sem er tileinkaður leiksýningunni Don John en aðalhlutverkin í henni leika þau Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir. Hefur honum verið gefið nafnið The Union Jack. Frá þessu er greint í staðarblaðinu Charleston City Paper. Fram kemur í fréttinni að drykkurinn samanstandi meðal annars af kanadísku viský, grenadine og trönuberjasafa og kemur fram að hann sé nokkuð sterkur. Jafnframt er greint frá því að leikhópurinn hafi tekið nokkuð ástfóstri við kránna og ef að gestir og gangandi séu heppnir geti þeir jafnvel komið auga á aðalstjörnu sýningarinnar; Gísla Örn.

Lífið

Húsmæður í skoskum smábæ brjálaðar út í Magnús Scheving

Skoskar húsmæðir í smábænum Hamilton á Skotlandi urðu heldur betur hvumsa þegar þær mættu með börnin sín og ætluðu að leyfa þeim að sjá hetjuna þeirra úr sjónvarpi; Sportacus eða Íþróttaálfinn. Samkvæmt skipulagðri dagskrá mikillar matarhátíðar átti Sportacus að mæta á svæðið og sýna listir sínar. Mæðurnar létu ekki rigningu á sig fá enda krakkarnir alveg óðir af spenningi yfir því að sjá íslensku ofurhetjuna. „Við urðum alveg rosalega reiðar þegar við sáum að þetta var ekki Magnus Scheving heldur einhver ástralskur táningur í ljótum búningi með yfirvaraskegg sem var alltaf að detta,“ segir Mairi Breen í samtali við staðarblaðið The Hamilton Advertiser.

Lífið

-sme með nýtt blað

Tryllingsleg reið Sigurjóns M. Egilssonar um fjölmiðlamarkaðinn hefur nú farið í einskonar hring – nýtt blað í hans ritstjórn um sjávarútveg er í vinnslu og er væntanlegt í byrjun júní.

Lífið

Stefán Karl kemur heim til Búðardals

„Þetta er fyrsta aðalhlutverkið mitt í íslenskri bíómynd og þótt víðar væri leitað,“ segir Stefán Karl Stefánsson, stórleikari í Los Angeles. Hann leikur aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar, sem fer í tökur í sumar. Stefán leikur þar áðurnefndan Lárus, borgarbarn með allt niðrum sig. Hann ákveður að breyta um umhverfi, flytjast vestur og taka að sér uppbyggingu Sláturhússins í Búðardal. „Mér líst bara ljómandi vel á þetta, ég verð á landinu í sumar við að kynna plötuna mína þannig að þetta hentaði mér bara mjög vel,“ segir Stefán. Annars ganga upptökur á plötunni ganga vel, meira að segja fyrrum trommuleikari Dobbie Brothers og Neil Diamond hefur lamið húðirnar í sumum lögunum en hún kemur út þann 23.júní.

Lífið

Augu Hollywood til Íslands

Sex af fremstu tökustjórum Hollywood eru væntanlegir til landsins í dag og hyggjast skoða náttúru Íslands í fylgd íslenskra framleiðslufyrirtækja. Tökustjórar (e. location managers) eru hálfgerð augu Hollywood en þeirra hlutverk er að finna heppilegustu tökustaðina fyrir stórmyndir frá kvikmyndaborginni.

Lífið

Hætta við skilnað - aftur

Óskarsverðlaunahafinn Sean Penn sótti sum skilnað frá Robyn Wright Penn eiginkonu sinni í síðasta mánuði en þau hafa verið gift í þrettán ár. Hann bað hinsvegar dómstóla um að fella málið niður á þriðjudag. „Þetta voru hrokafull mistök," sagði Penn við fjölmiðla í kjölfarið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau hjónin hætta við skilnað.

Lífið

Hudson hafði betur gegn Diaz

Það verður líklega langt í að þær stöllur Cameron Diaz og Kate Hudson stilli sér saman upp á rauða dreglinum eftir að sú síðarnefnda hafði betur í baráttunni um hlutverk í dansmynd sem Cameron vildi ólm hreppa.

Lífið

Vill giftast og eignast börn með nýja kærastanum

Glamúrgellan og hótelerfinginn Paris Hilton hefur verið á föstu með sjónvarpsstjörnunni Doug Reinhardt undanfarna fimm mánuði. Þau hafa undnfarið verið á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem þau hafa meðal annars sótt sömu veislur og Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans.

Lífið

Myndaði bresku topp módelin í Bláa Lóninu

Nú fer að hefjast ný þáttaröð af bresku þáttunum, Britain´s Next Top Model en nýjasta þáttaröðin hefst þar í landi á morgun. Daily Mail segir frá myndatöku sem hin íslenska Huggy Ragnarsson tók í Bláa Lóninu á dögunum og verður í þættinum. Blaðakona blaðsins fylgdist með myndatökunni þar sem hitastigið féll á sama tíma og keppnin hitnaði.

Lífið

Katie Price: Langar aftur í Pete-inn sinn

Hin nýeinhleypa Jordan hefur lýst því yfir að hún vilji fá eiginmann sinn, Peter Andre, til baka. Hún hefur nú viðurkennt að hafa gert „stærstu mistök ævi minnar“ þegar hún ákvað að láta eiginmanninn sér úr greipum ganga.

Lífið

Með lag í So you think you can dance

Emiliana Torrini á lag í fyrsta þætti af nýjustu þáttaröðinni af bandarísku þáttunum, So you think you can dance, sem sýndir hafa verið á Stöð 2 í gegnum árin. Nú fer að hefjast fimmta þáttaröðin af þessum vinsælu þáttum og spennan er farin að magnast.

Lífið

Nýtur aðstoðar lögfræðings Paul McCartney

Fyrirsætan Jordan eyddi afmælisdegi sínum í að ræða við skilnaðarlögfræðing Paul McCartney en hún varð 31 árs gömul í gær. Einnig kom í ljós að hún er með húðflúrað nafn eiginmannsins á handleggnum.

Lífið

Lúxus á árlegri aðdáendahátíð EVE online

Þrátt fyrir að enn séu fjórir mánuðir til stefnu eru tölvuleikjaunnendur vestan hafs byrjaðir að ræða árlega aðdáendahátíð hins íslenska EVE online. Fáir leikir sem þessir halda aðdáaendahátíðir sínar utan Bandaríkjanna en hátíð EVE er alltaf haldin í Reykjavík. Í ár fer hún fram 1.-3. október á þessu ári. Þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum virðist hátíðin í ár ætla að verða sú allra flottasta.

Lífið

Þvottalaugaganga í dag

Listahátíð í Reykjavík og listamannahúsið START ART standa fyrir glæsilegum gjörningi tileinkuðum þeim konum sem þvoðu þvott í gömlu þvottalaugunum í Laugardal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lilstahátíð í Reykjavík.

Lífið

Akranesmær Ungfrú Ísland 2009

Guðrún Dögg Rúnarsdóttir 18 ára stúlka frá Akranesi var kjörin Fegurðardrottning Íslands 2009, en keppnin fór fram á Broadway í gærkvöldi. Guðrún Dögg lenti í öðru sæti í keppninni um Ungfrú Vesturland 2009.

Lífið