Lífið

Hjálpar Íslendingum að versla

„Ég er bara búin að vera í búðum frá því að ég opnaði síðuna á mánudaginn," segir Elísabet Gunnarsdóttir. Hún hefur nú opnað vefsíðu þar sem hún gefur Íslendingum möguleika á að versla í öllum helstu tískuvöruverslunum í Svíþjóð og sendir fólki vörurnar heim. Þá getur fólk ýmist verslað sjálft í netverslunum búða sem senda ekki til Íslands í gegnum heimilisfang Elísabetar, eða beðið hana að kaupa tilteknar vörur og senda sér gegn vægu þjónustugjaldi.

Lífið

Beyoncé klæðist E-label

Íslenska hönnunarmerkið E-label hefur verið til sölu í tískuversluninni Topshop í London undanfarnar vikur. Bandaríska söngkonan Beyoncé hefur nú bæst í hóp viðskiptavina merkisins.

Lífið

Gerði íslenska mafíumynd

Mafíumyndir hafa ekki leikið stórt hlutverk í íslenskri kvikmyndagerð undanfarin ár. Á því kann að verða breyting ef marka má nýja íslenska stuttmynd. „Þetta er í raun mjög stór mynd á okkar mælikvarða," segir Stefán Þór Þorgeirsson, handritshöfundur og leikstjóri íslenskrar stuttmyndar um mafíu og glæpastarfsemi. Stefán Þór, 16 ára, stundar nám í Menntaskólanum í Reykjavík, en myndina gerði hann ásamt vini sínum, Stefáni Atla Rúnarssyni, þegar þeir voru í Garðaskóla í Garðabæ.

Lífið

Í samstarf með Gabriel

Tónlistar- og samfélagssíðan Gogoyoko.com hefur hafið samstarf við fimm alþjóðleg góðgerðarsamtök. Þar á meðal eru samtökin Witness sem tónlistarmaðurinn Peter Gabrel stofnaði árið 1992. Þau nota myndbandsupptökur og möguleika á netinu til að opna augu heimsins fyrir mannréttindabrotum. Hin góðgerðarsamtökin eru Refugees United, Læknar án landamæra í Sviss, Mænuskaðastofnun Íslands og Unicef á Íslandi.

Lífið

Rökkur lætur á sér kræla

Rökkur Reykjavík er nýtt framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í tónlistar- og tískuviðburðum. Markmiðið þess er að skapa betri vettvang fyrir íslenska hönnuði.

Lífið

Hittast í jóga og danskennslu

Brú milli menningarheima er verkefni á vegum Hins hússins sem vinnur gegn einangrun ungra innflytjenda hér á landi auk þess að kynna íslenskt samfélag fyrir ungu fólki og aðstoða það við að mynda hér félagslegt net. Vikulega hittist hópur af fólki frá öllum heimshornum og tekur þátt í ýmsum skemmtilegum viðburðum eins og jóga, danskennslu, tónleikum og matargerð.

Lífið

Seinni skipin á Sódómu

Plötur Kimono og Bloodgroup, Easy Music for Difficult People og Dry Land, eru með seinni skipunum í jólaplötuflóðinu í ár. Bloodgroup-platan kemur út annan desember en Kimono platan fjórða. Nú er þó strax hægt að hlusta á báðar plöturnar á Gogoyoko. Sveitirnar tvær ætla að halda sameiginlega tónleika á Sódómu í kvöld. Prins Póló, sem er sólóverkefni Svavars Pétur Eysteinssonar úr Skakkamanage, spilar líka og ætlar að hefja tónleikana kl. 23.45. Kimono-menn stíga á svið klukkan hálf eitt í nótt og Bloodgroup kveikir svo í kofanum frá og með kl. 01.30.

Lífið

Ástarjátning á veggstyttu

Jónas Halldórsson, antíksali í Hafnarfirði, gerði merkilegan fund fyrir stuttu þegar hann var að ganga frá dánarbúi. Fundurinn var veggstytta með dularfullri áletrun.

Lífið

Skoðar ófrjósemi karla

Sigríður Dögg Arnardóttir hefur stundað meistaranám í kynfræði við Curtin-háskólann í Perth í Ástralíu undanfarið ár. Samhliða náminu hefur hún haldið úti bloggsíðu um námsefnið þar sem hún fjallar um kynlíf og tengd mál á hispurslausan hátt.

Lífið

Söngkona gefur út myndasögubók

„Bókin kemur út á mánudaginn," segir Lóa Hjálmtýsdóttir um væntanlega myndasögubók sína Alhæft um þjóðir. Bókin er gefin út af bókaforlaginu Okei bæ-kur og er hluti af bókaflokki sem kallast Litlu sætu.

Lífið

Vinir kveðja

Síðustu tónleikarnir hjá þeim félögum Friðriki Ómari og Jógvan Hansen verða í Salnum, Kópavogi, í kvöld klukkan átta. Plata þeirra, Vinalög, hefur selst ákaflega vel að undanförnu og er aftur komin á toppinn yfir mest seldu plöturnar á Íslandi. „Við stefnum á gull, vonandi gerist það bara innan tíu daga,“ segir Friðrik í samtali við Fréttablaðið.

Lífið

Rósa eldar þakkargjörðarkalkún

Rósa Guðbjartsdóttir, sem gaf nýverið út matreiðslubókina „Eldað af lífi og sál" eldaði þakkargjörðarkalkún í sjónvarpsþættinum Ísland í dag í kvöld. Hér má sjá myndir þegar Rósa gaf út matreiðslubókina. Hér fyrir neðan má sjá uppskriftirnar að þakkargjörðarkalkún, fyllingu, sósu, sætum kartöflum og ávaxtasalati að hætti Rósu.

Lífið

Fjölnir Þorgeirs: Eftirminnileg jól

„Ég set upp jólaseríur og fer að kaupa jólagjafir og mandarínukassa," svarar Fjölnir Þorgeirsson ritstjóri vefsins hestafrettir.is aðspurður út í undirbúninginn hjá honum fyrir jólin. „Tilhugsunin að það séu að koma jól, jólalögin og stemmningin við það," útskýrir Fjölnir þegar talið berst að því hvernig hann kemst í hátíðarskap.

Lífið

Sjúklega sætar - myndir

Hljómsveitin Gusgus spilaði í Sjallanum á Akureyri um helgina. Eins og myndirnar sýna skemmtu gestir sér konunglega. Troðfullt var út úr dyrum enda er söngvari GusGus, Daníel Ágúst, klárlega flottasti afinn á landinu í dag. Dj Lazer og nýjasta ungstirnið í dag, Dj Oculus, komu norður úr Evróputúr til að hita upp.

Lífið

Síðustu sýningar

Leikritið Fyrir framan annað fólk fékk prýðisgóðar viðtökur þegar það var frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í haust. Fram undan eru hins vegar þrjár síðustu sýningarnar. Um helgina verða tvær sýningar, ein á laugardagskvöld en hin á sunnudagskvöld og síðasta sýning er síðan laugardaginn 5. desember.

Lífið

Sigurrós á sænsku plötuumslagi

Fanfarlo nefnist sænsk hljómsveit sem gerir út frá London. Hún hefur verið að vekja athygli fyrir fyrstu stóru plötuna sína, Reservoir. Myndin framan á umslagi plötunnar er alíslensk því ljósmyndina tók Lilja Birgisdóttir, systir Jónsa í Sigur Rós.

Lífið

Laugarásvideó rís úr öskustónni

Margur kvikmyndaáhugamaðurinn var harmi sleginn þegar Laugarásvideó brann í lok sumars. Þeir sömu geta nú andað léttar því leigan mun opna aftur á sama stað.

Lífið

Snýr aftur á heimaslóðir

Svarta kómedían Whatever Works er fyrsta myndin sem Woody Allen tekur upp í New York, í fimm ár. Með aðalhlutverkið fer Larry David, maðurinn á bak við Curb Your Enthusiasm.

Lífið

Slípað veruleikaflóttapönk

Pönkpopptríóið Morðingjarnir er að senda frá sér plötu númer þrjú, Flóttinn mikli. Enn er hamast í gassaskap og dælt út melódísku eðalpönki. Haukur Viðar Alfreðsson, Morðingi, sagði Dr. Gunna að það sé ekkert kreppupönk á plötunni, bandið hafi afgreitt kreppuna snemma á síðasta ári.

Lífið

Í kjólum frá Birtu

Sönghópurinn Þrjár raddir klæðist sérhönnuðum kjólum frá fatahönnuðinum Birtu Björnsdóttur þegar hann kemur fram á jólahlaðborði í Turninum í Kópavogi.

Lífið

Lætur gott af sér leiða

„Amma mín lést úr brjóstakrabbameini svo ég hef alltaf viljað gera eitthvað fyrir krabbameinsfélagið," segir Alan Jones söngvari sem endurgerir lagið All You Need Is Love með Bítlunum. Allan ágóða af sölu gefur hann til rannsókna á brjóstakrabbameini.

Lífið

Fjaðrir Og Flottheit Hjá Victoria‘S Secret

Árleg tískusýning undirfatafyrirtækisins Victoria‘s Secret fór fram á fimmtudagskvöld á The Lexington Armory í New York. Hljómsveitin Black Eyes Peas opnaði sýninguna með lagi sínu Boom Boom Pow við góðar undirtektir. Áhorfendur voru ekki síður ánægðir þegar ofurfyrirsætan Heidi Klum steig á svið í fyrsta sinn frá því að hún eignaðist sitt fjórða barn fyrir fimm vikum.

Lífið

Löngu tímabær sólóplata

Bassaleikarinn Bjarni Sveinbjörnsson hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, sem nefnist About Time. Lögin á plötunni voru samin þegar Bjarni var í námi í Los Angales og einnig eru á henni nýrri lagasmíðar.

Lífið

Laddi lætur úlnliðsbrot ekki stoppa sig

„Ég flækti fótinn í einhverri stóllöpp og hrasaði bara," segir Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi. Hann úlnliðsbrotnaði heima hjá sér og er nú með vinstri höndina í gifsi. „Ég bar hana fyrir mig en maður er víst ekki jafn liðugur og í gamla daga heldur hlunkaðist ég bara niður með þessum afleiðingum."

Lífið

Kokkarnir vilja styrk frá Seðlabanka

„Við erum búnir að leggja inn skriflega beiðni um styrk upp á 300 þúsund krónur fyrir kaupum á kertum frá Sólheimum í Grímsnesi. Við höfum fengið staðfestingu á að þeir hafi móttekið bréfið en þetta virðist eitthvað standa í þeim,“ segir Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari á Þremur Frökkum.

Lífið

Sportbílar og eld-gleypir á tískusýningu

„Við ætlum að fara svolítið USA-leiðina og búa til alvöru tískusýningu með danssýningu og partíi eftir á,“ segir Sveinbjörn Gísli Þorsteinsson eða Sveinbi, eigandi superman.is, sem skipuleggur svokallað Fashion Party 2009 á Rúbín næstkomandi föstudag, 27. nóvember.

Lífið

Paul á plötu Ringo Starr

Persónulegasta plata Ringo Starr heitir Y not og kemur út í byrjun næsta árs. Þetta er fyrsta platan sem Ringo hljóðvinnur sjálfur og segist hann borubrattur ætla að sjá um þetta framvegis. Þekkt lið eins og Ben Harper, Joss Stone, Joe Walsh, Dave Stewart, Glen Ballard, Richard Marx og Van Dyke Parks kemur við sögu á plötunni og Paul McCartney spilar á bassa í einu lagi og syngur með Ringo í laginu „Walk with You“. Það er sagt vera einlægt lag um gamalgróna vináttu.

Lífið

FÖGNUÐU NÝRRI ÆVISÖGU

Útgáfuhóf var haldið í Eymundsson á dögunum til að fagna ævisögunni Mynd af Ragnari í Smára sem Jón Karl Helgason ritaði. Jón Karl hefur um árabil rannsakað líf Ragnars í Smára, sem var goðsögn í lifanda lífi. Hann var áberandi í íslensku menningarlífi um áratugaskeið og átti hann í góðu sambandi við helstu listamenn þjóðarinnar.

Lífið