Lífið

Aniston andlega sinnuð

Jennifer Aniston fjárfesti nýverið í 220 kg búddastyttu sem hún talar við og tilbiður daglega. „Hún færir styttunni blóm daglega," er haft eftir vini leikkonunnar. „Suma daga les hún ljóð fyrir styttuna en hún er meðvituð um að styttan færir henni ekki svör þannig að hún er ekki búin að missa vitið. Jennifer hugleiðir og leitast við að ná andlegum þroska með því að ræða við líkneskið." „Hún talar upphátt um tilfinningar sínar og það besta við styttuna er að hún biður Jennifer ekki um eiginhandaráritun eins og flestir sem verða á vegi hennar gera."

Lífið

Misheppnuð hjónabönd gerðu Janet að góðum ráðgjafa

Söngkonan Janet Jackson, 44 ára, segist ráðleggja vinum sínum þegar kemur að þeirra hjartans málum. Janet, sem á tvö misheppnuð hjónabönd að baki, með R&B söngvaranum James DeBarge og dansaranum René Elizondo Jr., segir að reynsla hennar hafi orðið til þess að hún er frábær hlustandi og ráðgjafi þegar kemur að því að leysa vandamál vina hennar. „Ég á nokkra góða vini sem segja að ég sé besti sálfræðingurinn þeirra. Kannski af því að ég er tvígift og fráskilin. Ég veit að ég ætti að vera sú sem fæ ráð hjá öðrum en það er bara þannig að ég er frábær hlustandi," sagði Janet.

Lífið

Byrjuð með umba sem kann á konur

Undanfarna sex mánuði hefur leikkonan Reese Witherspoon, 29 ára, átt vingott við umboðsmann fræga fólksins Jim Toth. Vinir leikkonunnar segja þeim vera alvara með sambandinu þrátt fyrir stuttan reynslutíma og séu farin að huga að því að búa saman. Reese segist vera yfir sig hrifin af Jim og það hafi komið henni á óvart hvað hann er afslappaður og auðveldur í umgengni. Hann er í góðu sambandi við tilfinningar sínar, sagði náinn vinur við tímaritið Us Weekly. Reese getur slakað á og notið þess að láta stjana við sig. Jim er þannig gerður að hann kann að láta öðrum líða vel og leggur sig allan fram við að láta henni líða vel. Reese á tvö börn með leikaranum Ryan Philippe. Ava, 10 ára, og Deacon, 6 ára. Hún var með leikaranum Jake Gyllenhaal í þrjú ár en hætti með honum í fyrra.

Lífið

Ómar þekkir Weisshappel ekki neitt

„Þetta er eitt það óvæntasta sem hefur gerst fyrir mig,“ segir Ómar Ragnarsson í samtali við Vísi. Friðrik Weisshappel athafnamaður og kaffihúsarekandi, stofnaði Facebook síðu þar sem hann hvetur fólk að gefa Ómari þúsund krónur í afmælisgjöf. Ómar sagði í helgarviðtali við DV að hann væri stórskuldugur og skuldar fimm milljónir vegna kvikmyndagerðar.

Lífið

Hinsegin kaupfélag opnað

„Þetta er hluti af fjáröflun okkar þar sem hátíðin kostar sitt. Þetta er einnig kjörinn vettvangur fyrir fólk til að verða sér úti um það sem þarf fyrir hátíðina,“ segir Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga.

Lífið

Kron fagnar tíu ára afmæli

„Við höfum alveg lifað tímana tvenna í búðarrekstri í miðbænum. Bæði kreppuna í kringum aldamótin og svo núna," segir Hugrún en þau hjónin hafa nú rekið fyrirtækið sitt Kron í tíu ár.

Lífið

Haffi Haff og Páll Óskar stilla saman strengi sína

Einn ástsælasti söngvari landsins, Páll Óskar Hjálmtýsson, og sá frumlegasti í bransanum, Haffi Haff, eru með sameiginlega tónleika í kvöld. Páll Óskar lofar miklu stuði en hann telur Haffa vera rísandi stjörnu sem eigi koma sér út fyrir landsteinana.

Lífið

Eggert feldskeri á sænskri þjóðlagahátíð

„Þetta er mjög óvenjulegt og við erum að ryðja nýjar brautir. Við erum mjög spenntir fyrir hátíðinni og förum í þetta af mikilli virðingu. Við erum miklir aðdáendur Cornelius Vreeswijk og þekkjum mikið til," segir feldskerinn Eggert Ólafur Jóhannsson.

Lífið

Robbie Williams snýr aftur

Popparinn Robbie Williams ætlar að taka upp nýja plötu með fyrrum félögum sínum í strákabandinu Take That. Hún er væntanleg í nóvember. Robbie hætti í Take That árið 1995 og hóf vel heppnaðan sólóferil. Robbie og Take That ætla að starfa saman í eitt ár og fara í tónleikaferð til að fylgja plötunni eftir.

Lífið

Bloggar úr fangelsi

Rapparinn Lil' Wayne er byrjaður að blogga úr Rikers Island-fangelsinu í New York þar sem hann afplánar eins árs dóm fyrir að vera með hlaðna byssu í tónleikarútu sinni. Miðað við bloggið virðist Wayne lifa hinu ljúfa lífi í fangelsinu.

Lífið

Hrærivélar og þeytarar hljóðfærin

Kanadíska myndlistarkonan Juliana Espana Keller er stödd hér á landi og hefur fengið til liðs við sig íslenskar listakonur til að stofna hljómsveitina Konur Með Eldhúsáhöld.

Lífið

Yasmin Le Bon: Fyrirsætur ljúga til um aldur

Yasmin Le Bon, 45 ára, fyrrum ofurfyrirsæta heldur því fram að fyrirsætur ljúgi í mun meira mæli til um aldur í dag en áður fyrr því eftirspurn eftir unglegum lýtalausum andlitum er mikil Yasmin segir það vera aðeins of langt gengið þegar tvitugar konur eru farnar að sitja fyrir í auglýsingaherferðum fyrir kremframleiðendur. „Að sjá tvítuga konu auglýsa hrukkukrem er algjörlega út í hött. Það virkar einfaldlega ekki á konur sem kaupa þessi krem" sagði Yasmin.

Lífið

Russell Brand: Þarf ég virkilega nýja skó?

Russell Brand, 35 ára, segir að hann og unnusta hans, söngkonan Katy Perry, 25 ára, klæði sig öðruvísi eftir að þau byrjuðu saman. Russell er hættur að klæðast eingöngu svörtum fötum síðan hann byrjaði með Katy. „Eftir að ég fór að vera litaglaðari í fatavali hefur hún (Katy) tekið upp á því að klæðast svörtu mun oftar og hún hefur líka tekið upp á því að vera kynþokkafyllri í klæðnaði," sagði hann í viðtali við ASOS tímaritið. Alexander McQueen og John Galliano eru uppáhaldshönnuðir Russell en hann segist vera nískur þegar kemur að því að fjárfesta í dýrum fatnaði. „Ég spyr mig sífellt hvort ég virkilega þurfi fötin áður en ég kaupi þau og ég fer sjaldan í fatabúðir því mér líður ekkert betur þó ég versli mér eitthvað," sagði Russell. „Ég spyr sjálfa mig til dæmsi: Á mér eftir að líða betur ef ég kaupi þessa skó? Verð ég ekki bara í sama skapi... bara í nýjum skóm."

Lífið

Feta í fótspor hljómsveitar Buddy Holly

„Við fórum ekki beint í prufu fyrir þetta. Þeir höfðu samband og spurðu hvort við vildum prufa að koma saman. Við slógum til og spiluðum nokkur lög fyrir þá og þeir réðu okkur í framhaldi af því," segir Hannes Friðbjarnarson úr hljómsveitinni Buff.

Lífið

Fyrirsætan Natalia Vodianova í Reykjavík

Rússneska fyrirsætan Natalia Vodianova er stödd á Íslandi. Sést hefur hennar á rölti um miðbæ Reykjavíkurborgar. Hefur hún vakið athygli meðal vegfarenda og búðareiganda á Laugaveginum enda stórglæsileg kona og flestir sem fletta tískublöðum ættu að kannast við andlit hennar. Natalia er ein þekktasta fyrirsæta í heiminum í dag og var númer sjö á lista Forbes yfir ríkustu fyrirsætur í heimi. Hún var einnig kynnir í Eurovision á síðsta ári þegar keppnin var haldin í Moskvu.

Lífið

Johnny Depp dekrar mig

Franska fyrirsætan og söngkonan Vanessa Paradis segir skó sem voru í eigu Marilyn Monroe eitt það dýrmætasta sem hún á þegar kemur að veraldlegum eigum.

Lífið

Leita að ungum og hæfileikaríkum söngvurum - myndband

Röddin með þeim Maríu Björk Sverrisdóttur og Sigríði Beinteinsdóttur er í fullum gangi og ferðast þær stöllur nú um landið í leit að ungum og hæfileikaríkum söngvurum. „Já þetta gengur bara rosalega vel og búið að vera mjög gaman," sagði Sigríður meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði þar sem Sindri Sindrason stjórnandi sjónvarpsþáttarins Ísland í dag ræðir við þær stöllur.

Lífið

Sendu inn verðlaunamynd

Ljósmyndasamkeppni Panasonic og Vísis er hafin. Okkur hafa borist fjöldinn allur af frábærum myndum í keppnina. Deildu bestu myndum þínum með okkur og þú átt möguleika á glæsilegum verðlaunum. Vertu með og sendu inn ljósmyndir fyrir 21. ágúst 2010. Sjá nánar hér.

Lífið

Predikarasonur segir frá lífi sínu á nýrri plötu

Sigurður Laufdal tónlistarmaður er tilbúinn með nýja plötu sem kemur með haustinu. Sigurður er meðal annars þekktur fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum Bandinu hans Bubba fyrir tveimur árum og sem sonur Ómega predikarans Guðlaugs Laufdal.

Lífið

Fyrrum Playboykanína vill annað barn

Kendra Wilkinson, 25 ára fyrrum Playboy kanína, sem er gift ameríska fóboltamanninum Hank Baskett vill eignast annað barn en saman eiga þau 10 mánaða son, Hank Jr. Undanfarnir mánuðir hafa verið Kendru erfiðir þar sem fyrrverandi kærasti hennar hótar að selja myndband af þeim í miðjum ástarleik. Hjónaband Kendru hefur hangið á bláþræði síðan gamli kærastinn birtist með kynlífsmyndbandið en nú eru þau búin að sættast og vilja reyna að eignast annað barn. Já við erum að hugsa um að eignast annað barn næsta sumar, sagði Kendra í tímaritinu People.

Lífið

Opnunarhátíð á Faktorý bar

„Við Arnar vorum búnir að vera með þessa hugmynd í maganum í þónokkuð langan tíma. Okkur langaði að opna svona múltí-funktíonal stað og þetta húsnæði býður svo sannarlega upp á það," segir Villý Þór Ólafsson, einn eigenda Faktorý bars.

Lífið

Ráðlagt að selja sundlaugar

Leikkonan Courteney Cox, 46 ára, fékk stóra tækifærið árið 1994 þegar hún landaði hlutverki Monicu Gller í sjónvarpsþáttaröðinni Friends sem sló heldur betur í gegn á heimsvísu. Stuttu áður en velgengnin bankaði á dyrnar hjá leikkonunni ráðlagði pabbi hennar Courteney að flytja heim og vinna með honum í fjölskyldufyrirtækinu við að hreinsa sundlaugar. Courtney segir að pabbi hennar hafi eitt sinn hringt í hana og sagt: Elskan þú hefur alltaf verið frábær sölukona en núna er kominn tími til að þú hættir að eltast við leikaradrauminn og komir heim að selja sundlaugar." Courteney giftist leikaranum David Arquette árið 1999. Saman eiga þau sex ára dóttur. Courteney segir hjónabandið ekki vera fullkomið og þess vegna reyna þau að rækta hvort annað og fjölskylduna á hverjum einasta degi.

Lífið

Sonur Cristiano Ronaldo fluttur í skyndi á spítala

Sonur Cristiano Ronaldo, Cristiano Ronaldo yngri, var fluttur í skyndi á spítala í Algarve í Portúgal í gær. Fjölskylda fótboltakappans flutti drenginn í flýti eftir að hann veiktist skyndilega í gær. Pabbi hans var ekki með í för en mætti nokkrum klukkustundum síðar. Þá yfirgáfu feðgarnir spítalann saman. Það var í fyrsta sinn sem þeir sáust saman eftir að Ronaldo tilkynnti á Facebook- og Twitter-síðum sínum að hann væri orðinn faðir. Drengurinn kom í heiminn þann 17. júní síðastliðinn.

Lífið

Íslenskum ungmennum boðið til Japans

Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að bjóða nokkrum íslenskum ungmennum í tíu daga kynnisferð til Japans nóvember 2010. Ungmennin þurfa að skila inn stuttri ritgerð upp á eina A4 síðu. Þema ritgerðarinnar er: „Hvernig myndir þú efla tengsl Japans og Íslands?"

Lífið

Beckham heldur fast í fyrstu tilfinningarnar

David Beckham, 35 ára, er með eiginkonuna sína Victoriu, 36 ára, skráða í símanum sínum undir nafninu Posh. Hjónin kynnstust árið 1997 þegar Victoria var hluti af stúlknabandinu Spice Girls en þar fékk hún gælunafnið Posh Spice. Þau hafa verið saman í ellefu ár og eiga saman drengina Brooklyn, 11 ára, Romeo, 7 ára, og 5 ára gamlan Cruz. David segir ástæðuna fyrir gælunafni hennar í símanum hans sé til að minna hann á það þegar þau kynntust og urðu ástfangin. .

Lífið