Opnunarhátíð á Faktorý bar 15. júlí 2010 16:00 Félagarnir eru með stórar hugmyndir og eru spenntir fyrir því sem koma skal. „Við Arnar vorum búnir að vera með þessa hugmynd í maganum í þónokkuð langan tíma. Okkur langaði að opna svona múltí-funktíonal stað og þetta húsnæði býður svo sannarlega upp á það," segir Villý Þór Ólafsson, einn eigenda Faktorý bars. Villý ásamt félögum sínum, Arnari Fells Gunnarssyni og Birki Birni Haukssyni, eru eigendur nýs skemmti- og tónleikastaðar í miðbænum, Faktorý Bar, þar sem Grand rokk var áður. Félagarnir eru allir nýgræðingar í rekstri á skemmtistað Nú um helgina verður haldin þriggja daga opnunarveisla þar sem mikil gleði og glaumur verða á boðstólum alla dagana. Í kvöld ætlar Benni Hemm Hemm að halda smá útgáfutónleika og ætla meðlimir í hljómsveitinni Retro Stefson að spila með honum. Á morgun verður það hljómsveitin Hjálmar sem ætlar að stíga á stokk ásamt gestaleikurum og eftir það ætlar Biggi Maus að þeyta skífum fram á nótt. Það er síðan á laugardaginn sem Mammút, Agent Fresco, Feldberg og Two Tickets to Japan ætla að skemmta. Frítt verður inn á alla þessa gleði nema Hjálma á morgun og kostar 1500 krónur það kvöld. „Við erum búnir að vera með opið síðustu tvær helgar en það var til að athuga hvort dælurnar virkuðu ekki og hvernig húsið bæri okkur. Nú opnum við af alvöru," segir Villý. Staðurinn verður svipaður í anda og Grand Rokk, sem áður var í þessu húsi, nema í nútímalegri búningi og með það í huga að yngja aðeins upp aðsóknarhópinn. Félagarnir hafa stórar hugmyndir um staðinn og má nefna minni leiksýningar og kvikmyndasýningar sem dæmi um hvað verður á dagskrá á staðnum. Svokallað leikherbergi verður sett upp með billjardborði, poolborði, pókerborði og fótboltaspili sem opið verður á daginn. Auk þess eru stækkanir á teikniborðinu en þó ekki þannig að staðurinn missi sjarma sinn. „Í sumar verður opnunartíminn frá hádegi alla daga og verður það svo endurskoðað í vetur. Allt fyrir eldhús er til staðar í húsinu þannig að smá matseðill verður sennilega einn daginn. Húsið býður upp á svo mikla möguleika þannig að við erum með endalausar hugmyndir," segir Villý spenntur fyrir framhaldinu. Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Sjá meira
„Við Arnar vorum búnir að vera með þessa hugmynd í maganum í þónokkuð langan tíma. Okkur langaði að opna svona múltí-funktíonal stað og þetta húsnæði býður svo sannarlega upp á það," segir Villý Þór Ólafsson, einn eigenda Faktorý bars. Villý ásamt félögum sínum, Arnari Fells Gunnarssyni og Birki Birni Haukssyni, eru eigendur nýs skemmti- og tónleikastaðar í miðbænum, Faktorý Bar, þar sem Grand rokk var áður. Félagarnir eru allir nýgræðingar í rekstri á skemmtistað Nú um helgina verður haldin þriggja daga opnunarveisla þar sem mikil gleði og glaumur verða á boðstólum alla dagana. Í kvöld ætlar Benni Hemm Hemm að halda smá útgáfutónleika og ætla meðlimir í hljómsveitinni Retro Stefson að spila með honum. Á morgun verður það hljómsveitin Hjálmar sem ætlar að stíga á stokk ásamt gestaleikurum og eftir það ætlar Biggi Maus að þeyta skífum fram á nótt. Það er síðan á laugardaginn sem Mammút, Agent Fresco, Feldberg og Two Tickets to Japan ætla að skemmta. Frítt verður inn á alla þessa gleði nema Hjálma á morgun og kostar 1500 krónur það kvöld. „Við erum búnir að vera með opið síðustu tvær helgar en það var til að athuga hvort dælurnar virkuðu ekki og hvernig húsið bæri okkur. Nú opnum við af alvöru," segir Villý. Staðurinn verður svipaður í anda og Grand Rokk, sem áður var í þessu húsi, nema í nútímalegri búningi og með það í huga að yngja aðeins upp aðsóknarhópinn. Félagarnir hafa stórar hugmyndir um staðinn og má nefna minni leiksýningar og kvikmyndasýningar sem dæmi um hvað verður á dagskrá á staðnum. Svokallað leikherbergi verður sett upp með billjardborði, poolborði, pókerborði og fótboltaspili sem opið verður á daginn. Auk þess eru stækkanir á teikniborðinu en þó ekki þannig að staðurinn missi sjarma sinn. „Í sumar verður opnunartíminn frá hádegi alla daga og verður það svo endurskoðað í vetur. Allt fyrir eldhús er til staðar í húsinu þannig að smá matseðill verður sennilega einn daginn. Húsið býður upp á svo mikla möguleika þannig að við erum með endalausar hugmyndir," segir Villý spenntur fyrir framhaldinu.
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fleiri fréttir Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Sjá meira