Lífið

Hrærivélar og þeytarar hljóðfærin

Juliana Espana Keller sofnar hljómsveit sem spilar á eldhúsáhöld á Íslandi.
Juliana Espana Keller sofnar hljómsveit sem spilar á eldhúsáhöld á Íslandi. Fréttablaðið/Daníel
Kanadíska myndlistarkonan Juliana Espana Keller er stödd hér á landi og hefur fengið til liðs við sig íslenskar listakonur til að stofna hljómsveitina Konur Með Eldhúsáhöld.

„Við munum koma fram í húsfreyjubúningum og spila á eldhústæki og tól. Úr hlutum sem flestir eru vanir að nota til að búa til mat, búum við til hljóð og gerum lög," segir Keller sem segir að þær noti meðal annars gúmmíhanska, hrærivélar og þeytara til að búa til hljóð. Hún er sjálf forsprakki sams konar hljómsveitar í Kanada, Women With Kitchen Appliances, sem hefur notið mikillar hylli í heimalandinu að hennar sögn. „Fólki finnst þetta vera merkilegt og þetta er sýning. Eftir tónleika, sem standa yfir í um 30 mínutur, eru gestir velkomnir upp á svið til að prufa tækin og læra að búa til hljóð," segir Keller en hún er búin að vera á Íslandi síðan í maí og býr í listamannaíbúðum Sambandi íslenskra myndlistamanna. „Það er æðislegt að vera hér og það er mikil gróska í íslenskum listum."

Gjörningurinn er í tengslum við Villa Reykjavík listahátíðna gefst almenningi kostur á að sjá íslensku listakonurnar með Juliönu Espana Kller í farabroddi á Havarí í Austurstræti á laugardaginn klukkan 16.00.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.