Feta í fótspor hljómsveitar Buddy Holly 16. júlí 2010 10:00 Hannes, Baldur og Gummi fara með hlutverk hljómsveitarinnar The Crickets í söngleiknum um líf Buddy Holly. Fréttablaðið/Arnþór „Við fórum ekki beint í prufu fyrir þetta. Þeir höfðu samband og spurðu hvort við vildum prufa að koma saman. Við slógum til og spiluðum nokkur lög fyrir þá og þeir réðu okkur í framhaldi af því," segir Hannes Friðbjarnarson úr hljómsveitinni Buff. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu verður söngleikurinn um Buddy Holly frumsýndur í Austurbæ í október. Ingó í Veðurguðunum fer með hlutverk söngvarans en sá stóð ekki einn á sviði. Holly hafði bandið The Crickets sér til halds og trausts á sviðinu og nú hefur verið ráðið í hlutverk þeirra. Ásamt Hannesi verða Guðmundur Stefán Þorláksson gítarleikari úr hljómsveitinni Hraun og Baldur Ragnarsson bassaleikari úr Ljótu Hálfvitunum sem fara með hlutverk bandsins. Þeir félagar eiga sér ekki langa sögu á sviði nema þá helst hann Baldur. Hann hefur um árabil verið mjög virkur í áhugaleikhópum og nú síðast í söngleiknum ROKK. Hannes hefur meðal annars gert garðinn frægan í útlöndum í rússneskum vodkaauglýsingum en lítið hefur spurst um leikafrek Guðmundar. „Ég hef aldrei spilað neitt af lögum Buddy Holly og The Crickets en þau eru grunnurinn að rokkinu þannig að þetta liggur vel fyrir okkur," segir Hannes. „Þeir sem lifa og hrærast í músík þekkja til Buddy Holly og The Crickets og einhverra laga þeirra. Þetta leggst vel í mig og hópurinn sem búið er að nefna virðist ætla að verða frábær." Bandið kemur saman í ágúst til að renna yfir þennan fimmtán laga lista sem búið er að setja saman fyrir sýninguna. Það er síðan í september sem allur hópurinn kemur saman og æfingar hefjast á sviði í Austurbæ. „Það er bara Buddy Holly í spilaranum út sumarið til að fá þetta beint í æð," segir Hannes að lokum. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
„Við fórum ekki beint í prufu fyrir þetta. Þeir höfðu samband og spurðu hvort við vildum prufa að koma saman. Við slógum til og spiluðum nokkur lög fyrir þá og þeir réðu okkur í framhaldi af því," segir Hannes Friðbjarnarson úr hljómsveitinni Buff. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu verður söngleikurinn um Buddy Holly frumsýndur í Austurbæ í október. Ingó í Veðurguðunum fer með hlutverk söngvarans en sá stóð ekki einn á sviði. Holly hafði bandið The Crickets sér til halds og trausts á sviðinu og nú hefur verið ráðið í hlutverk þeirra. Ásamt Hannesi verða Guðmundur Stefán Þorláksson gítarleikari úr hljómsveitinni Hraun og Baldur Ragnarsson bassaleikari úr Ljótu Hálfvitunum sem fara með hlutverk bandsins. Þeir félagar eiga sér ekki langa sögu á sviði nema þá helst hann Baldur. Hann hefur um árabil verið mjög virkur í áhugaleikhópum og nú síðast í söngleiknum ROKK. Hannes hefur meðal annars gert garðinn frægan í útlöndum í rússneskum vodkaauglýsingum en lítið hefur spurst um leikafrek Guðmundar. „Ég hef aldrei spilað neitt af lögum Buddy Holly og The Crickets en þau eru grunnurinn að rokkinu þannig að þetta liggur vel fyrir okkur," segir Hannes. „Þeir sem lifa og hrærast í músík þekkja til Buddy Holly og The Crickets og einhverra laga þeirra. Þetta leggst vel í mig og hópurinn sem búið er að nefna virðist ætla að verða frábær." Bandið kemur saman í ágúst til að renna yfir þennan fimmtán laga lista sem búið er að setja saman fyrir sýninguna. Það er síðan í september sem allur hópurinn kemur saman og æfingar hefjast á sviði í Austurbæ. „Það er bara Buddy Holly í spilaranum út sumarið til að fá þetta beint í æð," segir Hannes að lokum.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira