Lífið Dansflokkurinn á ráslínu Lífið 7.9.2010 16:00 Cameron gerir heimildarmynd um íbúa Amazon Næsta verkefni Avatar-leikstjórans James Cameron verður heimildarmynd um íbúa Amazon-frumskógarins. Leikstjóranum hefur verið boðið að hitta íbúa ættbálksins Xikrin-Kayapo í Brasilíu til að ræða áhrif iðnvæðingarinnar á umhverfi þeirra. Lífið 7.9.2010 15:00 Frægðin kemur í veg fyrir vel lukkuð ástarsambönd Breska leikaranum Ed Westwick, 24 ára, sem skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki Chuck Bass í sjónvarpsþættinum Gossip Girl, finnst erfitt að kynnast konum af því að hann er frægur. Ed hefur verið í „haltu mér slepptu mér sambandi„ við mótleikkonu sína Jessicu Szohr síðastliðið ár en þau hættu saman nýverið. Ed þykir erfitt að vera stöðugt undir eftirliti slúðurmiðla sem velta sér endalaust upp úr samböndum hans við hitt kynið. „Stundum er þetta bara mjög erfitt. Sérstaklega þegar ég kýs að vera í friði með mín persónulegu mál. Það er erfitt að vera þekktur og láta eins og slúðrið fari ekki fyrir brjóstið á manni," sagði Ed. Lífið 7.9.2010 13:30 Brosmild í bröns Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Nauthól þegar yfirkokkurinn Eyþór Rúnarsson bauð gestum í hádegisverð sem hann ásamt starfsfólki sínu býður upp á alla sunnudaga. Þá má sjá Björn Leifsson og Hafdísi Jónsdóttur eigendur World Class ásamt börnum þeirra, Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu, Jóhannes Ásbjörnsson fjölmiðlamann í fylgd dóttur sinnar, Siggu Lund fjölmiðlakonu ásamt félaga og Björn Braga ritstjóra Monitor. Hér má sjá yfirkokkinn sýna okkur herlegheitin. Lífið 7.9.2010 12:00 Kærir framhjáhaldsfrétt Ashton Kutcher hyggst kæra bandaríska tímaritið Star dragi þeir ekki fréttina um sig og meint framhjáhald sitt tilbaka. Ritstjórn blaðsins segist standa við fréttina. Lífið 7.9.2010 11:00 Rauðar varir áberandi Við litum við á kynningu á nýrri snyrtivörulínu, Hello Kitty, sem var að koma til landsins í gærkvöldi. Fjöldi kvenna var þar saman kominn eins og meðfylgjandi myndir sýna. Það eru mikið úrval af litum í augnsguggum, glossum, varalitum og naglalökkum og svo erum við einnig með ótrúlega flott úrval af augnblýöntum," svaraði Eva Garðarsdóttir Kristmanns hjá Artica heildsölunni þegar við spurðum hana út í Hello Kitty snyrtivörulínuna. Haustlitirnir í ár eru frekar grá-brún tóna litir, svo og dempaðir litir eins og plómu og dökk grænn. Einnig eru rauðar varir áberandi og ekki má gleyma eyeliner," sagði hún jafnframt. Eru Hello Kitty snyrtivörur fyrir bönr? Nei alls ekki, þó að markhópurinn sé 15-35 ára þá eru þarna vörur fyrir alla aldurshópa. Lífið 7.9.2010 10:15 Gefur út jólaplötu Scott Weiland, söngvari Stone Temple Pilots, ætlar að gefa út jólaplötu síðar á þessu ári. Á plötunni verða nútímalegar útgáfur af gömlum og góðum jólalögum. Lífið 7.9.2010 10:00 Dreymir um að búa í sveit Söngkonan Katy Perry ætlar að kaupa bóndabýli fyrir sig og verðandi eiginmann sinn, Russell Brand. Ég ætla að kaupa mér bóndabýli og eignast fullt af börnum sem hlaupa um í fersku loftinu," sagði Katy. Þetta hljómar eins og ég sé að grínast en þegar Russell er búinn að leika í öllum kvikmyndunum sínum og ég búin að gefa út alla tónlistina mína þá er tími til kominn að við stofnum fjölskyldu. Ég vil búa með börnunum í Englandi. Já okkur Russell dreymir svo sannarlega um að eignast börn," bætti hún við. Við erum á Facebook. Lífið 7.9.2010 09:09 Jómfrúarmenn með í Hörpunni Jakob Jakobsson og maður hans, Guðmundur Guðjónsson, ásamt syni Jakobs, Jakob Einar Jakobssyni, munu reka nýjan veitingastað í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpunni. Lífið 7.9.2010 08:30 Garfield leikur Köngulóarmanninn í mynd fjögur Andrew Garfield segir það draumi líkast að hafa hreppt hlutverk Péturs Parker í fjórðu Spider Man-myndinni. Garfield tók við hlutverki köngulóarmannsins af Tobey Maguire sem lék í fyrstu þremur myndunum Lífið 7.9.2010 08:00 Hera söng á dragsýningu í Helsinki Söngkonan Hera Björk er nýkomin heim frá Helsinki í Finnlandi þar sem hún söng á árlegri dragsýningu. Lífið 7.9.2010 07:30 Rosalegt stjörnupartí Stöðvar 2 Það var mikið um dýrðir í Hafnarhúsinu á föstudaginn. Þá blés Stöð 2 í kynningarlúðrana og svipti hulunni af glæsilegri haustdagskrá sinni. Lífið 6.9.2010 21:38 Emilíana Torrini orðin mamma Söngkonan Emilíana Torrini eignaðist dreng í morgun. Vísir óskar Emilíönu og unnusta hennar til innilega hamingju með frumburðinn en þau eru búsett í Bretlandi. Lífið 6.9.2010 16:30 Setur tilfinningar í ilmvatnsflöskur Söngkonan Céline Dion, 42 ára, segir að ferðalög með fjölskyldu hennar hafi haft áhrif á nýjasta ilminn hennar hafi verið búinn til útfrá fjölskylduferðalögum. Um er að ræða fjórtánda ilminn sem hún setur á markað í eigin nafni og í þetta sinn kallar hún ilminn Pure Brilliance. Céline, sem gengur með tvíbura og á níu ára gamlan son, Rene-Charles, með eiginmanni sínum Rene Angelil, hefur eytt ófáum stundum við sjávarsíðuna með feðgunum. „Ég anda stöðugt að mér fersku sjávarlofti við ströndinni og er mjög næm því ég er barnshafandi. Kannski er það ástæðan fyrir því að ég leitast við að tengja fríin okkar við nýja ilminn," sagði hún. Lífið 6.9.2010 16:00 Sönnunargögnin og JFK-samsærið Félagsskapurinn Gagnauga blæs til sýningarraðar á heimildarmyndum sem „afhjúpa raunveruleika sem þaggaður hefur verið niður af viðskiptaöflum.“ Lífið 6.9.2010 15:54 Trúði ekki á hjónaband Breska leikkonan Gemma Arterton, 24 ára, sem vakti athygli í James Bond myndinni Quantum of Solace, viðurkennir að henni fannst gifting ekki skipta einu einasta mála þar til hún hitti núverandi eiginmann sínum. Fyrr á þessu ári giftist Gemma ítölskum viðskiptamanni, Stefano Catelli. Ég hafði enga trú á heilögu hjónabandi því allir sem tengdust mér voru hætt saman. Mamma og pabbi og já bara allir höfðu skilið þannig að mér fannst gifting alls ekki vera lykill að hamingjusömu sambandi," sagði Gemma. Ég trúði aldrei að ég myndi standa upp við altarið og gefa hjarta mitt. Síðan setti ég upp hringinn og í dag elska ég að vera gift. Það er yndislegt. Maðurinn minn er rómantískur og hann fær mig til að hlæja. Hann er algjör rugludallur, sagði hún. Lífið 6.9.2010 14:45 Skilnaðurinn andlegt ferðalag Söngkonan Leona Lewis segir að sambandsslitin við unnustann, Lou Al-Chamaa, sem hún var með í 10 ára hafi verið andlegt ferðalag. Eftir að Leona sigraði X Factor keppnina í Bretlandi árið 2006 hefur hún einbeitt sér að tónlistarferlinum í Bandaríkjunum á meðan unnustinn dvaldi á heimil þeirra í Bretlandi. Lífið 6.9.2010 13:00 Þolir ekki miðaldra menn sem klæða sig eins og unglingar Breski leikaranum Hugh Grant, 49 ára, þykir hræðilegt að horfa upp á jafnaldra sína klæða sig eins og unglinga. Hugh er þekktur fyrir einfaldan látlausan smekk þegar kemur að klæðaburði en hann hefur vakið athygli fyrir að gana í póló skyrtum og kasmír peysum undanfarin ár. „Ég er ekki frá því að fólk um og yfir þrítugt reyni stöðugt að klæða sig eins og unga fólkið. Þú gengur um borgir eins og New York eða London og það eina sem þú sérð er fullorðið fólk sem klæðir sig eins og unglingar. Mér finnst það hræðilegt," sagði hann. Hann segir að konur hafi gríðarleg áhrif á hvernig mennirnir þeirra klæða sig en Hugh hefur átt í ástarsambandi við margar smekklegar konur. Má þar nefna Elizabeth Hurley og Jemima Khan. „Ég held að hver einasti karlmaður hlusti á það sem konur segja um fötin sem þeir ganga í. Ef kona segir við karlmann: Þú lítur rosalega vel út í þessum gallabuxum, þá mun viðkomandi ganga í þeim næstu tuttugu árin." Lífið 6.9.2010 11:00 Í spilun á 95 útvarpsstöðvum „Ég spilaði nokkra tónleika í Bandaríkjunum í júní og eyddi tveimur dögum í að troða diskum í umslög og senda á útvarpsstöðvar. Nú er það að skila sér,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir, djasspíanisti. Lífið 6.9.2010 11:00 Hot Yoga sérfræðingur væntanlegur til Íslands Heimsfrægur Hot Yoga sérfræðingur, Jimmy Barkan, kemur til Íslands 9.-12.september næstkomandi í þeim tilgangi að kenna Íslendingum Hot Yoga. Við höfðum samband við Hot Yoga kennarann Lönu Vogestad í World Class og spurðum hana út í heimsóknina. Það er mikill heiður að fá hann til landsins og fá að njóta leiðsagnar hans en Jimmy hefur kennt Hot Yoga síðan 1981. Hann er heimsfrægur sem slíkur. Jimmy var upphaflega nemandi hjá Bikram, en sá maður kynnti Hot Yoga fyrir Bandaríkjamönnum. Hann þjálfar kennara í Japan, Ástralíu, víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og rekur tvo Hot Yoga skóla í Flórida auk þess að ferðast um víða veröld og halda námskeið. Auk alls þessa hefur hann þjálfað marga toppíþróttamenn í NFL, NBA, NHL og PGA Tour kylfinga," segir Lana. Þegar við spyrjum Lönu út í Hot Yoga íþróttina og hvaða áhrif hún hefur á iðkendur svara hún: Hot Yoga hefur margvísleg bætandi áhrif á allan líkamann; bein, vöðva, líffæri og vefi auk þess að hafa góð áhrif á t.d. einbeitingu, viljastyrk og þolinmæði. Það má því með sanni segja að Hot Yoga geti breytt lífi fólks til batnaðar. Er þetta námskeið fyrir alla? Já algjörlega! Jimmy býður alla velkomna, reynda sem óreynda!" Lífið 6.9.2010 10:06 Beckham er brandarakerling Leikkonan Eva Longoria segir að Victoria Beckham sé vinsæl í Bandaríkjunum af því að hún er drepfyndin. Eva, sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives, er góð vinkona Victoriu. Þær kynntust þegar sú síðarnefnda flutti til Los Angeles árið 2007 ásamt David og drengjunum þeirra þremur, Brooklyn, Romeo og Cruz. Sagan segir að Beckham fjölskyldan ætli að búa framvegis í Los Angeles en húsið þeirra í Bretlandi er á sölu. Við elskum stelpukvöld heima hjá hvor annarri. Hún er góð vinkona. Traust, ótrúlega fyndin og allir elska hana," sagði Eva um Victoriu. Þau fjárfestu í glæsivillu í Sawbridgeworth í Hertfordshire árið 1999 á £2.5 milljón en andvirði eignarinnar í dag er £18 milljónir. Lífið 6.9.2010 09:15 Fyrsta íslenska stuttmyndin sem keppir í Feneyjum „Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. Lífið 6.9.2010 09:00 Vonast eftir partýstemningu Heimildarmyndin Backyard, í leikstjórn Árna Sveinssonar, verður opnunarmynd hins nýja kvikmyndahúss Bíó Paradís, sem opnar í gamla Regnboganum þann 15.september. Myndin var valin besta mynd Skjaldborgarhátíðarinnar í ár og fjallar hún um ákveðna tónlistarsenu sem ríkir í Reykjavík í dag. Lífið 6.9.2010 07:30 Spilar á World Expo í Kína „Við förum á þriðjudaginn og svo eru tónleikarnir sjálfir næstkomandi föstudag," segir Ólafur Arnalds tónlistamaður en hann er að fara að spila á World Expo sýningunni í Sjanghæ. Þjóðhátíðardagur Íslands á heimssýningunni er einmitt á föstudaginn 11 september og verður Ólafur að spila meðal annars fyrir Forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson. Lífið 6.9.2010 04:30 Gengur um með hjartakristal Leikkonan Kate Hudson ber hvert sem hún fer hjartalagaðan kristal á sér. Leikkonan sem er í góðum tengslum við fjölskyldu sína og þá sér í lagi leikkonuna Goldie Hawn, sem er móðir hennar, segir að um er að ræða dýrmæta gjöf frá mömmu. Ég er alltaf með kristalhjarta á mér sem amma gaf mér í jólagjöf fyrir mörgum árum og ég tek hjartað með mér hvert sem ég fer. Hún hefur mikinn áhuga á steinum og orku," útskýrði Kate. Kristallinn er hjartalagaður úr rose quartz og hann táknar kærleik," sagði hún. Kate tekur hluti með sér í ferðalög til að minna sjálfa sig á fjölskylduna sína og tengslin við hana. Hún á sex ára gamlan son, Ryder, með fyrrverandi manni sínum, Chris Robinson, sem hún er´i góðu sambandi við því henni finnst mikilvægt að vera í góðu sambandi við ástvini. Ég tek fjölskyldu myndir með mér þegar ég ferðast. Ég er tilfinningarík gagnvart hlutum sem eru persónulegir eins og bréf frá mömmu og póstkort frá ömmu. það er eitthvað virkilega notalegt að sjá handskrift foreldra minna þegar ég er fjarri þeim. Lífið 5.9.2010 07:30 Íslendingar keppa í fullnægingu Fimmtán myndir keppa í flokknum Fyrir opnu hafi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 23. september. Ein myndanna er spænsk og nefnist Fake Orgasm og fjallar öðrum þræði um gervifullnægingar kvenna en í raun fjallar hún um kynjafræði og þróun sjálfsmyndar okkar. Í tengslum við sýningu myndarinnar verður efnt til keppni í gervifullnægingum á Næsta bar þar sem strákar og stúlkur munu etja kappi í þessari sérstöku íþróttagrein. Lífið 4.9.2010 15:00 Ásdísi þykir fúlt að flytja frá Búlgaríu Einstök lofgrein um Ásdísi Rán birtist í gær á vefsíðunni sofiaecho.com en það er ensk vefsíða með fréttum og fróðleik frá Búlgaríu. En Ásdís kveður senn landið og heldur til Bæjaralands í Þýskalandi þar sem eiginmaður hennar, knattspyrnukappinn Garðar Gunnlaugsson, mun leika með þýska 3. deildar liðinu SpVgg Unterhaching næstu tvö árin. Lífið 4.9.2010 12:15 Sigríður Klingenberg spáði fyrir Karli Gústaf Svíakóngi Spákonan Sigríður Klingenberg var fengin til að spá fyrir Karli Gústavi Svíakonungi á meðan hann dvaldi á Hótel Rangá á dögunum. Þau hittust í litlum glersal á hótelinu og ræddu saman í vel á fjórðu klukkustund. Fullt tungl var þennan dag, 24. ágúst, og gekk fundurinn svo vel að þau hittust aftur daginn eftir á hótelinu og áttu annað spjall. Sigríður spáði einnig fyrir föruneyti Karls, sem samanstóð af fjölda áhrifamanna í Svíþjóð, þar á meðal yfirmanni hjá sænska hernum. Lífið 4.9.2010 10:00 Góð stemning í Austurbæ Það var ný lykt í loftinu í Austurbæ þegar Fréttablaðið bar að garði til að kíkja á fyrsta rennslið á söngleiknum Buddy Holly. Það er greinilegt að líf er komið í gamla Austurbæjarbíó en áætluð frumsýning á söngleiknum er í byrjun október. Lífið 4.9.2010 08:30 Áttunda og síðasta barnið Söngvarinn Rod Stewart segir að áttunda barnið hans sem er væntanlegt í heiminn verði hans síðasta. Fyrr í mánuðinum tilkynntu hann og hin 39 ára eiginkona hans, Penny Lancaster, að þau ættu von á sínu öðru barni. Stewart á sex önnur börn úr fjórum samböndum og óttast að hann geti ekki framfleytt fleiri börnum en átta. Lífið 4.9.2010 07:00 « ‹ ›
Cameron gerir heimildarmynd um íbúa Amazon Næsta verkefni Avatar-leikstjórans James Cameron verður heimildarmynd um íbúa Amazon-frumskógarins. Leikstjóranum hefur verið boðið að hitta íbúa ættbálksins Xikrin-Kayapo í Brasilíu til að ræða áhrif iðnvæðingarinnar á umhverfi þeirra. Lífið 7.9.2010 15:00
Frægðin kemur í veg fyrir vel lukkuð ástarsambönd Breska leikaranum Ed Westwick, 24 ára, sem skaust upp á stjörnuhimininn í hlutverki Chuck Bass í sjónvarpsþættinum Gossip Girl, finnst erfitt að kynnast konum af því að hann er frægur. Ed hefur verið í „haltu mér slepptu mér sambandi„ við mótleikkonu sína Jessicu Szohr síðastliðið ár en þau hættu saman nýverið. Ed þykir erfitt að vera stöðugt undir eftirliti slúðurmiðla sem velta sér endalaust upp úr samböndum hans við hitt kynið. „Stundum er þetta bara mjög erfitt. Sérstaklega þegar ég kýs að vera í friði með mín persónulegu mál. Það er erfitt að vera þekktur og láta eins og slúðrið fari ekki fyrir brjóstið á manni," sagði Ed. Lífið 7.9.2010 13:30
Brosmild í bröns Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Nauthól þegar yfirkokkurinn Eyþór Rúnarsson bauð gestum í hádegisverð sem hann ásamt starfsfólki sínu býður upp á alla sunnudaga. Þá má sjá Björn Leifsson og Hafdísi Jónsdóttur eigendur World Class ásamt börnum þeirra, Ragnhildi Steinunni fjölmiðlakonu, Jóhannes Ásbjörnsson fjölmiðlamann í fylgd dóttur sinnar, Siggu Lund fjölmiðlakonu ásamt félaga og Björn Braga ritstjóra Monitor. Hér má sjá yfirkokkinn sýna okkur herlegheitin. Lífið 7.9.2010 12:00
Kærir framhjáhaldsfrétt Ashton Kutcher hyggst kæra bandaríska tímaritið Star dragi þeir ekki fréttina um sig og meint framhjáhald sitt tilbaka. Ritstjórn blaðsins segist standa við fréttina. Lífið 7.9.2010 11:00
Rauðar varir áberandi Við litum við á kynningu á nýrri snyrtivörulínu, Hello Kitty, sem var að koma til landsins í gærkvöldi. Fjöldi kvenna var þar saman kominn eins og meðfylgjandi myndir sýna. Það eru mikið úrval af litum í augnsguggum, glossum, varalitum og naglalökkum og svo erum við einnig með ótrúlega flott úrval af augnblýöntum," svaraði Eva Garðarsdóttir Kristmanns hjá Artica heildsölunni þegar við spurðum hana út í Hello Kitty snyrtivörulínuna. Haustlitirnir í ár eru frekar grá-brún tóna litir, svo og dempaðir litir eins og plómu og dökk grænn. Einnig eru rauðar varir áberandi og ekki má gleyma eyeliner," sagði hún jafnframt. Eru Hello Kitty snyrtivörur fyrir bönr? Nei alls ekki, þó að markhópurinn sé 15-35 ára þá eru þarna vörur fyrir alla aldurshópa. Lífið 7.9.2010 10:15
Gefur út jólaplötu Scott Weiland, söngvari Stone Temple Pilots, ætlar að gefa út jólaplötu síðar á þessu ári. Á plötunni verða nútímalegar útgáfur af gömlum og góðum jólalögum. Lífið 7.9.2010 10:00
Dreymir um að búa í sveit Söngkonan Katy Perry ætlar að kaupa bóndabýli fyrir sig og verðandi eiginmann sinn, Russell Brand. Ég ætla að kaupa mér bóndabýli og eignast fullt af börnum sem hlaupa um í fersku loftinu," sagði Katy. Þetta hljómar eins og ég sé að grínast en þegar Russell er búinn að leika í öllum kvikmyndunum sínum og ég búin að gefa út alla tónlistina mína þá er tími til kominn að við stofnum fjölskyldu. Ég vil búa með börnunum í Englandi. Já okkur Russell dreymir svo sannarlega um að eignast börn," bætti hún við. Við erum á Facebook. Lífið 7.9.2010 09:09
Jómfrúarmenn með í Hörpunni Jakob Jakobsson og maður hans, Guðmundur Guðjónsson, ásamt syni Jakobs, Jakob Einar Jakobssyni, munu reka nýjan veitingastað í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpunni. Lífið 7.9.2010 08:30
Garfield leikur Köngulóarmanninn í mynd fjögur Andrew Garfield segir það draumi líkast að hafa hreppt hlutverk Péturs Parker í fjórðu Spider Man-myndinni. Garfield tók við hlutverki köngulóarmannsins af Tobey Maguire sem lék í fyrstu þremur myndunum Lífið 7.9.2010 08:00
Hera söng á dragsýningu í Helsinki Söngkonan Hera Björk er nýkomin heim frá Helsinki í Finnlandi þar sem hún söng á árlegri dragsýningu. Lífið 7.9.2010 07:30
Rosalegt stjörnupartí Stöðvar 2 Það var mikið um dýrðir í Hafnarhúsinu á föstudaginn. Þá blés Stöð 2 í kynningarlúðrana og svipti hulunni af glæsilegri haustdagskrá sinni. Lífið 6.9.2010 21:38
Emilíana Torrini orðin mamma Söngkonan Emilíana Torrini eignaðist dreng í morgun. Vísir óskar Emilíönu og unnusta hennar til innilega hamingju með frumburðinn en þau eru búsett í Bretlandi. Lífið 6.9.2010 16:30
Setur tilfinningar í ilmvatnsflöskur Söngkonan Céline Dion, 42 ára, segir að ferðalög með fjölskyldu hennar hafi haft áhrif á nýjasta ilminn hennar hafi verið búinn til útfrá fjölskylduferðalögum. Um er að ræða fjórtánda ilminn sem hún setur á markað í eigin nafni og í þetta sinn kallar hún ilminn Pure Brilliance. Céline, sem gengur með tvíbura og á níu ára gamlan son, Rene-Charles, með eiginmanni sínum Rene Angelil, hefur eytt ófáum stundum við sjávarsíðuna með feðgunum. „Ég anda stöðugt að mér fersku sjávarlofti við ströndinni og er mjög næm því ég er barnshafandi. Kannski er það ástæðan fyrir því að ég leitast við að tengja fríin okkar við nýja ilminn," sagði hún. Lífið 6.9.2010 16:00
Sönnunargögnin og JFK-samsærið Félagsskapurinn Gagnauga blæs til sýningarraðar á heimildarmyndum sem „afhjúpa raunveruleika sem þaggaður hefur verið niður af viðskiptaöflum.“ Lífið 6.9.2010 15:54
Trúði ekki á hjónaband Breska leikkonan Gemma Arterton, 24 ára, sem vakti athygli í James Bond myndinni Quantum of Solace, viðurkennir að henni fannst gifting ekki skipta einu einasta mála þar til hún hitti núverandi eiginmann sínum. Fyrr á þessu ári giftist Gemma ítölskum viðskiptamanni, Stefano Catelli. Ég hafði enga trú á heilögu hjónabandi því allir sem tengdust mér voru hætt saman. Mamma og pabbi og já bara allir höfðu skilið þannig að mér fannst gifting alls ekki vera lykill að hamingjusömu sambandi," sagði Gemma. Ég trúði aldrei að ég myndi standa upp við altarið og gefa hjarta mitt. Síðan setti ég upp hringinn og í dag elska ég að vera gift. Það er yndislegt. Maðurinn minn er rómantískur og hann fær mig til að hlæja. Hann er algjör rugludallur, sagði hún. Lífið 6.9.2010 14:45
Skilnaðurinn andlegt ferðalag Söngkonan Leona Lewis segir að sambandsslitin við unnustann, Lou Al-Chamaa, sem hún var með í 10 ára hafi verið andlegt ferðalag. Eftir að Leona sigraði X Factor keppnina í Bretlandi árið 2006 hefur hún einbeitt sér að tónlistarferlinum í Bandaríkjunum á meðan unnustinn dvaldi á heimil þeirra í Bretlandi. Lífið 6.9.2010 13:00
Þolir ekki miðaldra menn sem klæða sig eins og unglingar Breski leikaranum Hugh Grant, 49 ára, þykir hræðilegt að horfa upp á jafnaldra sína klæða sig eins og unglinga. Hugh er þekktur fyrir einfaldan látlausan smekk þegar kemur að klæðaburði en hann hefur vakið athygli fyrir að gana í póló skyrtum og kasmír peysum undanfarin ár. „Ég er ekki frá því að fólk um og yfir þrítugt reyni stöðugt að klæða sig eins og unga fólkið. Þú gengur um borgir eins og New York eða London og það eina sem þú sérð er fullorðið fólk sem klæðir sig eins og unglingar. Mér finnst það hræðilegt," sagði hann. Hann segir að konur hafi gríðarleg áhrif á hvernig mennirnir þeirra klæða sig en Hugh hefur átt í ástarsambandi við margar smekklegar konur. Má þar nefna Elizabeth Hurley og Jemima Khan. „Ég held að hver einasti karlmaður hlusti á það sem konur segja um fötin sem þeir ganga í. Ef kona segir við karlmann: Þú lítur rosalega vel út í þessum gallabuxum, þá mun viðkomandi ganga í þeim næstu tuttugu árin." Lífið 6.9.2010 11:00
Í spilun á 95 útvarpsstöðvum „Ég spilaði nokkra tónleika í Bandaríkjunum í júní og eyddi tveimur dögum í að troða diskum í umslög og senda á útvarpsstöðvar. Nú er það að skila sér,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir, djasspíanisti. Lífið 6.9.2010 11:00
Hot Yoga sérfræðingur væntanlegur til Íslands Heimsfrægur Hot Yoga sérfræðingur, Jimmy Barkan, kemur til Íslands 9.-12.september næstkomandi í þeim tilgangi að kenna Íslendingum Hot Yoga. Við höfðum samband við Hot Yoga kennarann Lönu Vogestad í World Class og spurðum hana út í heimsóknina. Það er mikill heiður að fá hann til landsins og fá að njóta leiðsagnar hans en Jimmy hefur kennt Hot Yoga síðan 1981. Hann er heimsfrægur sem slíkur. Jimmy var upphaflega nemandi hjá Bikram, en sá maður kynnti Hot Yoga fyrir Bandaríkjamönnum. Hann þjálfar kennara í Japan, Ástralíu, víða í Evrópu og í Bandaríkjunum og rekur tvo Hot Yoga skóla í Flórida auk þess að ferðast um víða veröld og halda námskeið. Auk alls þessa hefur hann þjálfað marga toppíþróttamenn í NFL, NBA, NHL og PGA Tour kylfinga," segir Lana. Þegar við spyrjum Lönu út í Hot Yoga íþróttina og hvaða áhrif hún hefur á iðkendur svara hún: Hot Yoga hefur margvísleg bætandi áhrif á allan líkamann; bein, vöðva, líffæri og vefi auk þess að hafa góð áhrif á t.d. einbeitingu, viljastyrk og þolinmæði. Það má því með sanni segja að Hot Yoga geti breytt lífi fólks til batnaðar. Er þetta námskeið fyrir alla? Já algjörlega! Jimmy býður alla velkomna, reynda sem óreynda!" Lífið 6.9.2010 10:06
Beckham er brandarakerling Leikkonan Eva Longoria segir að Victoria Beckham sé vinsæl í Bandaríkjunum af því að hún er drepfyndin. Eva, sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives, er góð vinkona Victoriu. Þær kynntust þegar sú síðarnefnda flutti til Los Angeles árið 2007 ásamt David og drengjunum þeirra þremur, Brooklyn, Romeo og Cruz. Sagan segir að Beckham fjölskyldan ætli að búa framvegis í Los Angeles en húsið þeirra í Bretlandi er á sölu. Við elskum stelpukvöld heima hjá hvor annarri. Hún er góð vinkona. Traust, ótrúlega fyndin og allir elska hana," sagði Eva um Victoriu. Þau fjárfestu í glæsivillu í Sawbridgeworth í Hertfordshire árið 1999 á £2.5 milljón en andvirði eignarinnar í dag er £18 milljónir. Lífið 6.9.2010 09:15
Fyrsta íslenska stuttmyndin sem keppir í Feneyjum „Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. Lífið 6.9.2010 09:00
Vonast eftir partýstemningu Heimildarmyndin Backyard, í leikstjórn Árna Sveinssonar, verður opnunarmynd hins nýja kvikmyndahúss Bíó Paradís, sem opnar í gamla Regnboganum þann 15.september. Myndin var valin besta mynd Skjaldborgarhátíðarinnar í ár og fjallar hún um ákveðna tónlistarsenu sem ríkir í Reykjavík í dag. Lífið 6.9.2010 07:30
Spilar á World Expo í Kína „Við förum á þriðjudaginn og svo eru tónleikarnir sjálfir næstkomandi föstudag," segir Ólafur Arnalds tónlistamaður en hann er að fara að spila á World Expo sýningunni í Sjanghæ. Þjóðhátíðardagur Íslands á heimssýningunni er einmitt á föstudaginn 11 september og verður Ólafur að spila meðal annars fyrir Forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson. Lífið 6.9.2010 04:30
Gengur um með hjartakristal Leikkonan Kate Hudson ber hvert sem hún fer hjartalagaðan kristal á sér. Leikkonan sem er í góðum tengslum við fjölskyldu sína og þá sér í lagi leikkonuna Goldie Hawn, sem er móðir hennar, segir að um er að ræða dýrmæta gjöf frá mömmu. Ég er alltaf með kristalhjarta á mér sem amma gaf mér í jólagjöf fyrir mörgum árum og ég tek hjartað með mér hvert sem ég fer. Hún hefur mikinn áhuga á steinum og orku," útskýrði Kate. Kristallinn er hjartalagaður úr rose quartz og hann táknar kærleik," sagði hún. Kate tekur hluti með sér í ferðalög til að minna sjálfa sig á fjölskylduna sína og tengslin við hana. Hún á sex ára gamlan son, Ryder, með fyrrverandi manni sínum, Chris Robinson, sem hún er´i góðu sambandi við því henni finnst mikilvægt að vera í góðu sambandi við ástvini. Ég tek fjölskyldu myndir með mér þegar ég ferðast. Ég er tilfinningarík gagnvart hlutum sem eru persónulegir eins og bréf frá mömmu og póstkort frá ömmu. það er eitthvað virkilega notalegt að sjá handskrift foreldra minna þegar ég er fjarri þeim. Lífið 5.9.2010 07:30
Íslendingar keppa í fullnægingu Fimmtán myndir keppa í flokknum Fyrir opnu hafi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 23. september. Ein myndanna er spænsk og nefnist Fake Orgasm og fjallar öðrum þræði um gervifullnægingar kvenna en í raun fjallar hún um kynjafræði og þróun sjálfsmyndar okkar. Í tengslum við sýningu myndarinnar verður efnt til keppni í gervifullnægingum á Næsta bar þar sem strákar og stúlkur munu etja kappi í þessari sérstöku íþróttagrein. Lífið 4.9.2010 15:00
Ásdísi þykir fúlt að flytja frá Búlgaríu Einstök lofgrein um Ásdísi Rán birtist í gær á vefsíðunni sofiaecho.com en það er ensk vefsíða með fréttum og fróðleik frá Búlgaríu. En Ásdís kveður senn landið og heldur til Bæjaralands í Þýskalandi þar sem eiginmaður hennar, knattspyrnukappinn Garðar Gunnlaugsson, mun leika með þýska 3. deildar liðinu SpVgg Unterhaching næstu tvö árin. Lífið 4.9.2010 12:15
Sigríður Klingenberg spáði fyrir Karli Gústaf Svíakóngi Spákonan Sigríður Klingenberg var fengin til að spá fyrir Karli Gústavi Svíakonungi á meðan hann dvaldi á Hótel Rangá á dögunum. Þau hittust í litlum glersal á hótelinu og ræddu saman í vel á fjórðu klukkustund. Fullt tungl var þennan dag, 24. ágúst, og gekk fundurinn svo vel að þau hittust aftur daginn eftir á hótelinu og áttu annað spjall. Sigríður spáði einnig fyrir föruneyti Karls, sem samanstóð af fjölda áhrifamanna í Svíþjóð, þar á meðal yfirmanni hjá sænska hernum. Lífið 4.9.2010 10:00
Góð stemning í Austurbæ Það var ný lykt í loftinu í Austurbæ þegar Fréttablaðið bar að garði til að kíkja á fyrsta rennslið á söngleiknum Buddy Holly. Það er greinilegt að líf er komið í gamla Austurbæjarbíó en áætluð frumsýning á söngleiknum er í byrjun október. Lífið 4.9.2010 08:30
Áttunda og síðasta barnið Söngvarinn Rod Stewart segir að áttunda barnið hans sem er væntanlegt í heiminn verði hans síðasta. Fyrr í mánuðinum tilkynntu hann og hin 39 ára eiginkona hans, Penny Lancaster, að þau ættu von á sínu öðru barni. Stewart á sex önnur börn úr fjórum samböndum og óttast að hann geti ekki framfleytt fleiri börnum en átta. Lífið 4.9.2010 07:00