Lífið

Nýr hópur valinn í leiklistarnám við LHÍ

Nú er lokið inntökuferli í nám á leikarabraut við Listaháskóla Íslands. Fjöldi umsókna var mikill í ár en að loknum inntökuprófum var tíu nemendum boðin skólavist næsta haust. Þau eru Albert Halldórsson, Baltasar Breki Samper, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, Eysteinn Sigurðarson, Kjartan Darri Kristjánsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir, Ólafur Ásgeirsson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir.

Lífið

Pabbi Khloe fundinn?

Endalausar getgátur eru um faðerni raunveruleikastjörnunnar Khloe Kardashian en því er haldið fram í slúðurheiminum að hún er í raun ekki dóttir Roberts Kardashian heitins. Góður vinur móður hennar, Alex Roldan, er nauðalíkur Khloe eins og sjá má í myndasafni. Hann er einnig mjög hávaxinn eins og Khloe en hvort hann er pabbi hennar eða ekki kemur eflaust fram í sjónvarpsþáttunum Kardashian fjölskyldunnar sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinnni E!. Áhorfið hefur dalað síðan Kim, systir Khloe, skildi eftir mínútu langt hjónaband en sagan segir að vonir eru bundnar við að faðernismálið hækki áhorfstölurnar.

Lífið

Sló í gegn á Grænlandi

Vísir frumsýnir hér nýtt sýnishorn úr grænlensku hryllingsmyndinni Skuggarnir í fjöllunum, sem verður frumsýnd í Bíó Paradís á föstudag. Myndin er sú langvinsælasta sem hefur verið sýnd á Grænlandi, af 50 þúsund íbúum landsins borguðu 17 þúsund sig í bíó til að sjá hana.

Lífið

Sátt við stjúpmóður

Leikkonan Liv Tyler er ánægð með væntanlega eiginkonu föður síns, hins 63 ára Stevens Tyler úr hljómsveitinni Aerosmith og Idol-dómara. Hún heitir Erin Brady og er 38 ára en Liv er sjálf aðeins fjórum árum yngri.

Lífið

Moss mætt á tískuvikuna í París

Breska fyrirsætan Kate Moss mætti í fögnuð á vegum Prada á tískuvikunni í París í gær klædd í pels eins og sjá má á myndunum. Þegar líða tók á kvöldið fékk fyrirsætan aðstoð með gang sökum ölvunar. Fólk virðist halda að velgengi sé fólgin í því að vera sætur. Það er alls ekki þannig. Þú þarft að vera skrefi á undan öðrum og vinna 24 tíma sólahrings ef þú ætlar að meika það, sagði fyrirsætan.

Lífið

Demi Moore lögð inn á spítala

Bráðaliðar fluttu leikkonuna Demi Moore á spítala á mánudaginn. Talsmaður segir að leikkonan þjáist af örmögnun en hún gekk í gegnum erfiðan skilnað á síðasta ári.

Lífið

Angelina greinilega barnshafandi

Angelina Jolie, 36 ára, fór með börnin sín þrjú á útimarkað síðasta sunnudag. Eins og sjá má á myndunum leiddi hún syni sína, Pax, 8 ára, og Knox, 3 ára, og með í för var líka dóttir hennar Shiloh, 5 ára. Margur miðillinn hefur gagnrýnt líkama leikkonunnar fyrir að vera skinn og bein á byrjun meðgöngunnar en hún er gengin þrjá mánuði á leið með sitt sjöunda barn.

Lífið

Nei sko, Charlie Sheen mættur

Leikarinn Charlie Sheen sem hefur lengi átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða var áberandi fyrir dólsgslæti á svipuðum tíma í fyrra eins og flestir muna. Lítið hefur borið á Charlie undanfarið. Hann var hinsvegar myndaður með félögum sínum við sundlaugarbakka í Miami í gær púandi sígarettu á meðan hann beið eftir fjölmiðlafólki á vegum þáttarins Access Hollywood.

Lífið

Stúlknagengi og lesbískir kossar

Bandaríski leikstjórinn og ljósmyndarinn Katrina Del Mar sýnir þrjár stuttmyndir sínar í Bíó Paradís kl. 20 í kvöld og ræðir við áhorfendur að sýningunni lokinni.

Lífið

Britney blómstrar

Meðfylgjandi myndir voru teknar af söngkonunni Britney Spears, 30 ára, og umboðsmanni hennar, Jason Trawic, yfirgefa einkaþotuna þeirra á JFK flugvellinum í New York...

Lífið

Landar hverju verkefninu á fætur öðru í Lundúnum

Edda Óskarsdóttir fyrirsæta flutti til London fyrir þremur vikum síðan og hefur landað hverju verkefninu á fætur öðru síðan þá. Ásgrímur Már Friðriksson hjá Eskimó segir þetta frábæran árangur hjá Eddu sem er á skrá hjá Select umboðsskrifstofunni í London.

Lífið

23 kíló horfin

Kelly Osbourne, 27 ára, prýðir forsíðu OK! tímaritsins í Ástralíu klædd í bikiní eins og sjá má á myndunum. Þar segir hún frá því hvernig hún fór að því að léttast um 23 kíló undanfarin 2 ár. Kelly breytti mataræðinu og byrjaði að borða hollan mat og það með 2-3 tíma millibili. Samhliða því stundar hún líkamsrækt með aðstoð einkaþjálfara. Þá fór hún einnig í áfengismeðferð. Háværar sögusagnir um að hún sé byrjuð að drekka á ný hafa hljómað undanfarið en Kelly var ekki lengi að svara fyrir sig á Twitter síðunni sinni: Treystið mér´! Ég hef unnið eins og skepna og ætla ekki að rústa lífi mínu aftur!

Lífið

Sextugur Valgeir í stuði

Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson hélt vel heppnaða tónleika í Eldborgarsal Hörpu á sunnudagskvöld í tilefni sextugsafmælis síns og útgáfu safnplötunnar Spilaðu lag fyrir mig.

Tónlist

Hér eru tilnefningarnar fyrir Óskarinn - Clooney og Pitt tilnefndir

Leikararnir Brad Pitt og George Clooney eru á meðal þeirra sem eru tilnefndir sem besti leikari í aðalhlutverki í Óskarnum í ár. Þetta var tilkynnt nú fyrir stundu. Pitt fór með aðalhlutverkið í myndinni Moneyball og Clooney í myndinni The Decendants, en þær báðar eru einnig tilnefndar sem besta myndin á hátíðinni í ár.

Lífið

Hjartalæknir með reggíplötu

Tónlistarmaðurinn og hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson hefur gefið út reggíplötuna Kominn heim, sem er hans önnur á tveimur mánuðum. Hin nefnist Haustlauf og hafði að geyma þjóðlagaskotna popptónlist þar sem Svavar Knútur kom við sögu.

Tónlist

Götóttar buxur Kardashian

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian yifrgaf hótel í New York í gær í götóttum gallabuxum eins og sjá má í myndasafni. Ég veit að frægt fólk segist ekki lesa slúðrið um það í blöðunum en verum raunsæ! Felstir ef ekki allir lesa það sem er skrifað um þá. Ég geri það! sagði Kim. Götóttu gallabuxurnar má skoða betur í myndasafni.

Lífið

Gerir mynd um handbolta

Hönnuðurinn Mundi mun leikstýra stuttmynd um handbolta og fara tökur fram í Víkingsheimilinu næsta laugardag. Vigfús Þormar Gunnarsson fer með aðalhlutverkið en hann stundar leiklistarnám við Kvikmyndaskóla Íslands.

Lífið

Stálin stinn í Bombunni

Stálin stinn mætast í Spurningabombunni hans Loga Bergmanns á Stöð 2 föstudagskvöld. Helstu keppinautar Loga í spurningabransanum, Ha? af Skjá einum og Útsvar af RÚV senda fulltrúa sína, en búast má við að keppnin verði gríðarlega hörð.

Lífið

Óþekkjanleg kærasta Clooney

Kærasta leikarans George Clooney, Stacy Keibler, 32 ára, var mynduð óförðuð í úlpu með hárið tekið í tagl á LAX flugvellinum um helgina. Lífverðir George sóttu stúlkuna...

Lífið

Óförðuð en þetta líka sjóðheit

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá leikkonuna Courteney Cox, 47 ára, stilla sér upp fyrir ljósmyndara í Las Vegas þar sem hún fagnaði nýrri Cougar Town sjónvarpsseríu. Ég hef alls engan tíma fyrir yfirborðskennda vini. Ef maður er einmana jú þá er um er að gera að hringja í yfirborðskenndu vinina en til hvers í ósköpunum? lét leikkonan hafa eftir sér. Þá má einnig sjá Courteney á hlaupum ómálaða í gallabuxum með sólgleraugu á nefinu en alls ekki síðri.

Lífið

Glæsileg Madonna 53 ára

Madonna, 53 ára, var stórglæsileg á rauða dreglinum eins og sjá má í myndasafni. Um var að ræða frumsýningu á kvikmynd Madonnu, W.E., sem er lauslega byggð á lífi Wallis Simpson og ástarævintýri hennar með Eðvarði III Bretakonungi en það leiddi til þess að hann sagði af sér krúnunni. Madonna hefur sagt að hún hafi verið heilluð af sögunni í þónokkurn tíma, og velt því fyrir sér afhverju maður færir svona miklar fórnir fyrir ástina. Sjá meira hér (kvikmyndir.is)

Lífið

Hermes taska stelur senunni

Fyrirsætan og leikkonan Rosie Huntington-Whiteley, 24 ára, sem lék í síðustu Transformers myndinni var mynduð á hlaupum á flugvöllum um víða veröld í síðustu viku ein síns liðs eða í fylgd unnustans, leikarans Jason Statham. Eins og sjá má í myndasafni er Rosie alltaf með ljósbláa Hermes leðurtösku sem vakið hefur athygli fyrir að vera fallegur fylgihlutur.

Lífið

Angelina Jolie ekki aðdáandi Keibler

Eitthvað hefur slest upp á vinskap George Clooney við Angelinu Jolie og Brad Pitt ef marka má US Weekly. Í frétt blaðsins kemur fram að Clooney og kærasta hans, glímukonan Stacy Keibler, hafi deilt einkaþotu með Jolie og Pitt á leið til Palm Springs og að andrúmsloftið um borð hafi ekki verið hlýlegt.

Lífið

Fluttur á sjúkrahús

Kevin Federline, fyrrum eiginmaður Britney Spears, var fluttur á sjúkrahús í Sydney í Ástralíu eftir að hafa fengið verk fyrir brjóstið.

Lífið

Sumir eru með klikkaða útgeislun

Leikkonan Cameron Diaz er stödd á tískuvikunni í París... Ef þú átt eftir að sjá eftir einhverju í lífinu eru það áhætturnar sem þú ákvaðst að taka ekki, sagði Cameron. Stuttu eftir að myndirnar voru teknar daga mætti hún á vor og sumar tískusýningu Versace Haute Couture. Eins og sjá má á myndunum er hún með klikkaða útgeislun.

Lífið