Góðir straumar frá Toscana Trausti Júlíusson skrifar 23. janúar 2012 17:00 Synopsis með Stero & Pulse er fersk og nærandi plata en ekki byltingarkennd. Tónlist. Synopsis. Stereo & Pulse. Hljómsveitin Stereo Hypnosis er skipuð feðgunum Óskari og Pan Thorarensen. Hún var stofnuð í Flatey á Breiðafirði árið 2006. Synopsis er þriðja plata Stereo Hypnosis, en áður komu Parallel Island (2007) og Hypnogogia (2009). Hljómsveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og hefur bæði spilað mikið hér á landi og erlendis. Hún á meðal annars að baki tónleikaferðir til Eystrasaltsríkjanna, Rússlands, Kanada og Ítalíu á siðustu tveimur árum. Synopsis er samstarfsverkefni með ítalska tónlistarmanninum Marco Galardi, sem kallar sig Pulse. Stereo Hypnosis hljóðritar gjarnan plöturnar sínar á óvenjulegum stöðum; Parallel Island var tekin upp í Flatey, Hypnogogia á Hellissandi og Synopsis var hljóðrituð í hlíðum Toscana-héraðs á Ítalíu. Tónlist Stereo Hypnosis er hæggeng og stemningsfull raftónlist. Á Synopsis eru fimm lög sem heita Synopsis 1-5 og voru tekin upp á fimm dögum. Tónlistin á Synopsis ber það með sér að vera að minnsta kosti að hluta til spunnin upp á staðnum. Hún á margt sameiginlegt með gamalli sveimtónlist, að því undanskildu að undir tónum Synopsis hljómar mjög ákveðinn raftónlistartaktur, sem herðir á tempóinu og gefur tónlistinn annan blæ. Útkoman er ekki byltingarkennd, en hljómar fersk og nærandi. Niðurstaða: Stemningsfull raftónlist frá feðgunum í Stereo Hypnosis. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Tónlist. Synopsis. Stereo & Pulse. Hljómsveitin Stereo Hypnosis er skipuð feðgunum Óskari og Pan Thorarensen. Hún var stofnuð í Flatey á Breiðafirði árið 2006. Synopsis er þriðja plata Stereo Hypnosis, en áður komu Parallel Island (2007) og Hypnogogia (2009). Hljómsveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og hefur bæði spilað mikið hér á landi og erlendis. Hún á meðal annars að baki tónleikaferðir til Eystrasaltsríkjanna, Rússlands, Kanada og Ítalíu á siðustu tveimur árum. Synopsis er samstarfsverkefni með ítalska tónlistarmanninum Marco Galardi, sem kallar sig Pulse. Stereo Hypnosis hljóðritar gjarnan plöturnar sínar á óvenjulegum stöðum; Parallel Island var tekin upp í Flatey, Hypnogogia á Hellissandi og Synopsis var hljóðrituð í hlíðum Toscana-héraðs á Ítalíu. Tónlist Stereo Hypnosis er hæggeng og stemningsfull raftónlist. Á Synopsis eru fimm lög sem heita Synopsis 1-5 og voru tekin upp á fimm dögum. Tónlistin á Synopsis ber það með sér að vera að minnsta kosti að hluta til spunnin upp á staðnum. Hún á margt sameiginlegt með gamalli sveimtónlist, að því undanskildu að undir tónum Synopsis hljómar mjög ákveðinn raftónlistartaktur, sem herðir á tempóinu og gefur tónlistinn annan blæ. Útkoman er ekki byltingarkennd, en hljómar fersk og nærandi. Niðurstaða: Stemningsfull raftónlist frá feðgunum í Stereo Hypnosis.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira