Lífið

Padma Lakshmi á Íslandi

Padma Lakshmi, sjónvarpskokkur og fyrrverandi eiginkona rithöfundarins Salmans Rushdie, er stödd á Íslandi. Hún sást spóka sig á Laugaveginum í gær, þar sem hún leit meðal annars við í tískuvöruverslunum. Samkvæmt heimildum Vísis er Padma hér til þess að vera viðstödd brúðkaup vina sinna sem komu sérstaklega til Íslands til að gifta sig. Padma á dóttur með Adam Dell, bróður stofnanda Dell-tölvufyrirtækisins.

Lífið

Klaufalegir hestatextar

Íslenski hesturinn er aðalviðfangsefni textanna á þriðju plötu kántrísveitarinnar Klaufar, Óbyggðir, sem er nýkomin út. Einnig er skírskotað til mannlegs eðlis, ástarinnar og íslenskrar náttúru, hvort sem hún er líffræðilegs eða sjónræns eðlis.

Tónlist

Mannætusöngleikur verðlaunaður í New York

"Ég held að þetta séu ein stærstu verðlaun sem íslensk leikhúsframleiðsla hefur fengið,“ segir Óskar Eiríksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Leikhúsmógulsins en framleiðsla þeirra, söngleikurinn Silence!, var í vikunni kosinn besti söngleikur í New York af The Broadway Alliance.

Menning

Alveg eins og Elizabeth Taylor

Leikkonan Lindsay Lohan, 25 ára, er vægast sagt lík leikkonunni Elizabeth Taylor þegar hún er komin með svarta hárið túberað klædd í loðfeld eins...

Lífið

Ólýsanleg stemning á Hellfest

"Stemningin var alveg ólýsanleg. Við vart trúðum okkar augum né eyrum, þetta gekk svo vel,“ segir Jón Björn Ríkharðsson, eða Jónbi, trommari í Brain Police.

Tónlist

Gyðja Collection kynnir nýja sumarlínu

Um glænýja skó- og fylgihlutalínu fyrir sumarið er að ræða sem unnin er úr hágæða íslensku roði. „Ég nota mikið íslenskt roð í fylgihlutina frá Gyðju en allir skórnir eru úr ekta leðri og roði að innan sem utan. Fiskleður er bæði sterkt og meðfærilegt og hefur frá náttúrunnar hendi einstaka eiginleika.Það er mjög gaman að vinna með þetta flotta hráefni því að í hverri tegund er hægt að leika sér með áferð, liti og yfirborðsmeðferðir. Þekktu alþjóðlegu merkin eins og Prada, Dior, Nike, Ferragamo og Puma eru einnig farin að nýta sér þetta einstaka íslenska hráefni sem unnið er í Sjávarleðri á Sauðárkróki." segir Sigrún Lilja, framkvæmdastjóri Gyðju

Tíska og hönnun

Fyrsta sýnishorn úr Steindanum okkar 3

Vísir frumsýnir hér fyrsta sýnishornið úr þriðju þáttaröð Steindans okkar. Eins og sést bregður Steindi sér í allra kvikinda líki og keyrir grínið áfram af fullum krafti. "Stöð 2 kynnir með stolti stórfenglegt niðurlag besta grínþríleiks allra tíma,“ segir í sýnishorninu en Steindinn okkar 3 snýr aftur á Stöð 2 í ágúst.

Bíó og sjónvarp

Slegist um bílnúmerið Barbie

"Ég og vinkona mín töluðum alltaf um að fá okkur bleikar bjöllur með einkanúmerinu Barbie því við vorum lágvaxnar og með stutt dökkt hár sem er andstæðan við Barbie,“ segir Harpa Gunnarsdóttir, sem er með einkanúmerið Barbie á bílnum sínum.

Lífið

Lífið á Instagram

Í meðfylgjandi myndasafni má skoða skemmtilegar Instagram myndir af þjóðþekktum einstaklingum...

Lífið

Papparassar í eltingarleik við Tom Cruise á Íslandi

"Þolinmæði er lykilatriði í þessum bransa og að láta ekkert stöðva sig," segir breski ljósmyndarinn Paul Hennessy sem er staddur hér á landi í þeim tilgangi að ná myndum af stórstjörnunni Tom Cruise. Hennessy er hér ásamt kollega sínum Ian Lawrence, en báðir eru þeir svokallaðir "paparazzi" ljósmyndarar og vinna þeirra felst í því að elta stjörnurnar um heiminn og smella af þeim myndum. Cruise er staddur hér á landi við tökur á myndinni Oblivion en þegar Fréttablaðið náði tali af Hennessy hafði hann setið í rúma tvo tíma fyrir utan híbýli Cruise á Íslandi, Hrafnabjörg í Eyjafirði, í von um að ná mynd af leikaranum.

Lífið

Afrekskona hreyfir sig til góðs

Alma María Rögnvaldsdóttir er ein þeirra sem lagði af stað hjólandi hringinn í kringum landið í byrjun vikunnar ásamt þremur öðrum liðsfélögum sínum, þeim Maríu Ögn Guðmundsdóttur, Jórunni Jónsdóttur og Ásdísi Kristjánsdóttur. Saman kalla þær sig Wow-freyjurnar.

Lífið

Afgreiðir heimagerða borgara í kjól

"Ég er að upplifa drauminn núna,“ segir Stefanía Björgvinsdóttir sem nýverið opnaði amerískan grillvagn á Hellu, Sveitagrill Míu. Stefanía rakst á amerískan grillvagn til sölu á netinu fyrir fjórum mánuðum og þá var ekki aftur snúið. „Ég var búin að hugsa lengi um hvað mig langaði að gera á Hellu og þegar ég sá þennan grillvagn fannst mér hann strax fullkominn. Þetta er nákvæmlega það sem vantaði í bæinn og ég hef verið að gera hann upp sjálf í „rockabilly" stíl."

Lífið

Fæddi dreng á bílastæði fæðingardeildarinnar

Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson eigendur og hönnuðir Kron by Kronkron eignuðust sitt annað barn þann 18. júní síðastliðinn. Það er óhætt að segja að drengurinn hafi komið í heiminn með látum en Hugrún náði ekki lengra en á bílastæði fæðingardeildarinnar þar sem hann fæddist.

Lífið

Gojira syngur um frelsið

Franska þungarokkssveitin Gojira gefur út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. "Þroskaðri en fyrri verk,“ segir forsprakkinn Joe Duplantier.

Tónlist

„Rándýrt dæmi að taka í spaðann á Leno gamla“

Hljómsveitin Of Monsters and men mun halda tónleika í Hljómskálagarðinum laugardaginn 7. júlí. Það verða fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar hérlendis á þessu ári. Þar mun hljómsveitin flytja smelli af plötunni My head is an animal.

Lífið

Sýnir magavöðvana

Unnusta leikarans George Clooney, Stacy Keibler, setti meðfylgjandi mynd af sér á Instagram myndasíðuna sína og Twitter síðuna...

Lífið

Leita styrkja fyrir sýningarferð

„Við nennum ekki að sitja heima og bora í nefið,“ segir leiklistarneminn Dagur Snær Sævarsson, eða Daily Snow líkt og hann er kallaður erlendis, sem ferðast um landið í sumar með frumsaminn einleik ásamt Magnúsi Þór Ólafssyni gítarleikara. Dagur nemur leiklist við leiklistarskólann í Holberg og Magnús er á kandídatsári við Konunglega danska Konservatoríið. Leikritið ber heitið Pabbi er dáinn og er fyrsta leikritun Dags. Verkið segir frá 26 ára gömlum Kára sem vitjar leiðis föður síns, mánuði eftir andlát hans, til að tala við hann eftir tuttugu ára aðskilnað.

Menning

Myndirnar á Time Square

"Það var verið að auglýsa eftir listamönnum til að taka þátt í sýningunni og ég ákvað að senda inn nokkrar myndir. Almenningur kaus svo um það hverjir kæmust áfram og ég náði þeim kvóta sem til þurfti og fékk því að vera með,“ útskýrir Björn Árnason ljósmyndari en myndir eftir hann voru sýndar á Time Square í New York á mánudag.

Menning

Hæst launuðu leikkonur Hollywood

Leikkonan Kristen Stewart trónir á toppi lista Forbes yfir hæst launuðu leikkonur í heimi með tæpa sex milljarða íslenskra króna í laun á síðasta ári. Stewart skýtur mörgum eldri og reyndari leikkonum í Hollywood ref fyrir rass á listanum en í fyrra var hún í fimmta sæti. Ástæðan fyrir góðu ári Stewart er frumsýning myndarinnar Snow White and the Huntsman og Twilight-myndanna en Stewart náði að rúmlega tvöfalda laun sín fyrir síðustu tvær myndirnar í seríunni ásamt því að hún fékk hluta af ágóðanum.

Lífið