Lífið

Hæst launuðu leikkonur Hollywood

1. sæti Kristen Stewart.
1. sæti Kristen Stewart.
Leikkonan Kristen Stewart trónir á toppi lista Forbes yfir hæst launuðu leikkonur í heimi með tæpa sex milljarða íslenskra króna í laun á síðasta ári. Stewart skýtur mörgum eldri og reyndari leikkonum í Hollywood ref fyrir rass á listanum en í fyrra var hún í fimmta sæti. Ástæðan fyrir góðu ári Stewart er frumsýning myndarinnar Snow White and the Huntsman og Twilight-myndanna en Stewart náði að rúmlega tvöfalda laun sín fyrir síðustu tvær myndirnar í seríunni ásamt því að hún fékk hluta af ágóðanum.

Í öðru sæti listans má finna Cameron Diaz með rúmlega fjóra milljarða íslenskra króna í laun sem má rekja til velgengni myndarinnar Bad Teacher sem hún lék aðalhlutverkið í. Sandra Bullock er í þriðja sæti og Angelina Jolie í því fjórða. Jennifer Aniston situr í tíunda sæti listans góða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.