Lífið

Íþróttaálfurinn í auglýsingu með Obama

Michelle og Magnús leika saman í auglýsingu í næstu viku.
Michelle og Magnús leika saman í auglýsingu í næstu viku.
Magnús Scheving verður í gervi Íþróttaálfsins í sjónvarpsauglýsingu með Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, sem verður tekin upp í næstu viku.

Magnús og samstarfsfólk hans í Latabæ heldur til Washington í Bandaríkjunum í næstu viku, en auglýsingin verður tekin upp í Hvíta húsinu á miðvikudag. Auglýsingin verður sýnd á sjónvarpsstöðvunum NBC og Sprout og er hluti af Let‘s Move!-herferð Michelle Obama, sem miðar að því að hvetja börn til að hreyfa sig.

Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Magnús hittir forsetafrúna, en samstarf þeirra hófst fyrir tveimur árum. Michelle Obama spilaði fótbolta við Magnús í gervi íþróttaálfsins á samkomu á vegum knattspyrnusambands Bandaríkjanna í mars árið 2010, en fjölmörg samtök og stofnanir koma að Let‘s Move!-verkefninu.

Þá fengu þau viðurkenningu fyrr á þessu ári frá Mediterranean samtökunum fyrir að stuðla að auknu heilbrigði meðal barna. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.