Lífið

Stal 50 milljónum frá Pearl Jam

Fyrrum starfsmaður Pearl Jam er ásakaður um þjófnað.
Fyrrum starfsmaður Pearl Jam er ásakaður um þjófnað. nordicphotos/getty
Maður sem eitt sinn annaðist fjármálin fyrir Pearl Jam hefur verið ákærður fyrir að stela tæpum fimmtíu milljónum króna frá rokkurunum.

Maðurinn starfaði hjá fyrirtæki sem sér um málefni Pearl Jam þegar hann var sakaður um fjárdráttinn. Hann er sagður hafa stolið peningunum á árunum 2006 til 2010, en þá var hann rekinn. Hann á að hafa notað peningana til að borga skuldir sínar og eiginkonu sinnar.

Einnig er hann sakaður um að hafa notað greiðslukort fyrirtækisins til að borga fyrir frí sem hann fór í með fjölskyldunni og fyrir áfengi.

Eddie Vedder og félagar láta þetta leiðindamál ekki á sig frá því þeir eru á tónleikaferð um Evrópu og spila á Isle of Wight-hátíðinni í Bretlandi á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.