Lífið

Ný klipping - sama rödd

Söngvarinn John Mayer, 34 ára, sem hætti nýverið með söngkonunni Katy Perry hefur látið klippa síðu brúnu lokkana. Eins og sjá má á myndunum...

Lífið

Emma Watson og kærastinn

Íslandsvinurinn og leikkonan Emma Watson, 22 ára, naut sín með kærastanum Will Adamowicz á rómantískri göngu um götur Lundúna í gær...

Lífið

Ávaxtakarfan eins og þriðja barnið mitt

"Það er mjög gaman að það sé loksins að líða að frumsýningu enda hefur Ávaxtakarfan verið eins og þriðja barnið mitt undanfarin ár," segir Kristlaug María Sigurðardóttir, framleiðandi og höfundur bíómyndarinnar Ávaxtakarfan sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag.

Menning

Syngja lög eftir Megas í Virginíu

Hljómsveitin Megakukl, sem sérhæfir sig í að herma eftir Megasi, fer í viku tónleikaferðalag til Virginíu í Bandaríkjunum í október. „Við munum koma fram á kántríhátíðum þar vestra en þær eru tengdar uppskeruhátíð graskersbænda,“ segir Elfar Logi Hannesson, söngvari hljómsveitarinnar. Þegar spurt er hvernig hann telji að verkum Megasar verði tekið þar ytra segir hann: „Það er nú spurning, kannski verður frumeintakið að fara þangað á eftir og sýna Bandaríkjamönnum hvernig eigi að gera þetta,“ segir Elfar Logi.

Lífið

Lopez djammaði með Harry í Las Vegas

Jennifer Lopez og Harry Bretaprins skemmtu sér saman nóttina sem Harry strippaði á svítunni ásamt fleira fólki eins og heimurinn hefur fengið að sjá. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli og engar myndir eru af prinsinum og Jennifer sman. Í meðfylgjandi myndbandi er viðtal við Jennifer sem stillti sér upp á sundlaugarbakkanum á MGM hótelinu í Las Vegas. Þá heilsaði hún upp á aðdáendur sína eftir vel sótta tónleika að eigin sögn. Takið eftir að Jennifer er ávallt á afmörkuðu svæði svo æstir aðdáendur komist ekki of nálægt stjörnunni.

Lífið

Stanslaust á shuffle-stillingu

Anna Gunndís Guðmundsdóttir fór á kostum í síðasta Áramótaskaupi og leikur nú aðalhlutverkið í Frost, nýrri spennumynd eftir Reyni Lyngdal sem verður frumsýnd 7. september.

Lífið

Betri en forverinn

Í svona mynd skiptir þó mestu máli að hasarinn sé í lagi, og það er hann svo sannarlega hér. Sem fyrr er það Íslandsvinurinn Dolph Lundgren sem stelur senunni, Stallone og Statham smella betur saman en áður, Terry Crews á nokkur góð atriði og Schwarzenegger reytir af sér brandarana. Sumir eru fyndnir, aðrir dansa á línu pínlegheitanna. Þá átta ég mig ekki alveg á því hvert Stallone er að fara með alpahúfuna og yfirskeggið. Verður hann með lírukassa og lítinn apa í mynd númer þrjú?

Gagnrýni

Í djúsinn, sultuna, baksturinn eða bara beint í munninn

Það er óhætt að segja að berjatíðin sé byrjuð og ef marka má árangur flestra úr berjamó þessa dagana virðist uppskeran þetta árið vera einstaklega góð. Það er eitt og annað sem má gera úr þessari hollustu auk þess að gæða sér á henni beint úr móanum.

Matur

Four eftir fjögurra ára bið

Fjórða plata ensku hljómsveitarinnar Bloc Party heitir einfaldlega Four. Strákarnir eru komnir með nýjan upptökustjóra upp á arminn sem og glænýtt útgáfufyrirtæki.

Tónlist

Stundargaman Dætrasona

Tónlist Dætrasona er léttleikandi sambland af kántrí, rokkabillýi og poppi. Textarnir, sem fjalla flestir um kvennafar, eru mjög húmorískir og skemmtilegir. Platan ber nafn með rentu. Dætrasynir eltast við stelpur út um allt land: Brú í Hrútafirði, Stykkishólmur, Heimaey, Bolungarvík, Staðastaður, Hallormsstaðaskógur og meira að segja Öskjuvatn eru allt sögusvið texta, að ógleymdri Sundahöfninni.

Gagnrýni

Sveitamenn spila Brimbrettatónlist

„Helsti draumurinn er að gefa út sjötommu, eða tveggja laga plötu. Það er útgáfuformið fyrir þessa tónlist,“ segir Ásmundur Svavar Sigurðsson í borgfirsku hljómsveitinni Brimsteinar.

Tónlist

Með húðflúr upp á bræðralagið

Retro Stefson gefur út samnefnda plötu á haustdögum sem kemur í kjölfarið út um alla Evrópu. Á sama tíma verða breytingar hjá bandinu þegar Haraldur Ari Stefánsson heldur til London í leiklistarnám. Hallfríður Þóra Tryggvadóttir ræddi um vinsældir hljómsveitarinnar og fyrirtækið Stefánssyni við hann og forsöngvarann Unnstein Manuel Stefánsson yfir svörtu kaffi og tei.

Lífið

Niður með puntið!

Brave er mikið sjónarspil eins og flest sem frá Pixar kemur, og þó söguþráðurinn virki ófrumlegur við fyrstu sýn er nálgunin augljóslega óhefðbundin séu hin femínísku gleraugu sett upp. Það er nánast eins og Disney-bákninu finnist það skulda heiminum afsökunarbeiðni vegna prinsessusnobbsins í gegnum tíðina, og viti menn, hin rytjulega og ódannaða Merida sem hér er fylgst með er langflottasta kvenpersóna sem sést hefur í teiknimynd lengi.

Gagnrýni

Sungið á bak við lás og slá

Tveggja ára fangelsisdómur yfir rússnesku pönksveitinni Pussy Riot fyrir óeirðir í kapellu í Moskvu hefur vakið gríðarlega athygli. Ekki er algengt að heilu hljómsveitirnar séu dæmdar í fangelsi en fjölmargir frægir tónlistarmenn hafa í gegnum tíðina þurft að sitja á bak við lás og slá fyrir hin ýmsu afbrot.

Lífið

Opnar veitingastað

Leikkonan Gwyneth Paltrow hyggst opna veitingastað í Los Angeles. Staðurinn mun sérhæfa sig í spænskri matargerð og mun kokkurinn Mario Batali reka staðinn ásamt leikkonunni.

Matur

Frasakóngurinn gerist atvinnuplöggari

„Nú er plöggarinn loksins farinn að plögga sjálfum sér,“ segir markaðsmaðurinn, hugmyndasmiðurinn og frasakóngurinn Jón Gunnar Geirdal sem nýverið stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Ysland.

Lífið

Vinnslan aldrei stærri

Listakvöldið Vinnslan verður haldið í þriðja sinn í kvöld. Þar munu að minnsta kosti 20 listamenn sameina krafta sína og fylla leikhúsið Norðurpólinn af ýmiss konar listaverkum.

Lífið

Aftur á lausu

Katy Perry og John Mayer eru hætt að hittast ef marka má frétt Us Weekly. Parið átti í mánaðarlöngu sambandi og segir sagan að Mayer hafi ákveðið að slíta sambandinu.

Lífið

Aðstoða við makaleitina

„Þessi þjónusta er til víða um heim og við ákváðum að prófa að koma einni slíkri á laggirnar hér því okkur fannst þetta vanta,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, önnur tveggja eigenda Sambandsmiðlunar. Fyrirtækið er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er ætlað að aðstoða fólk sem er í makaleit.

Lífið

Fékk að upplifa drauminn

Fegurðardrottningin Íris Telma Jónsdóttir var fulltrúi Íslands í Miss World þetta árið en hún er nýlent á Íslandi eftir fimm vikna dvöl í Kína en það var einmitt kínverska stúlkan sem kosin var sú fegursta. Lífið náði tali af Írisi og forvitnaðist um lífsreynsluna síðustu vikurnar.

Lífið

Svaf heila nótt í búningi

Tómas Lemarquis fer með hlutverk í spænsku spennumyndinni Painless sem sýnd verður á Toronto International Film Festival sem fram fer dagana 6. til 16. september. Þetta er í annað sinn sem mynd sem Tómas leikur í er sýnd á hátíðinni, sú fyrri var Nói albínói.

Menning

Það er hrífandi að horfa á öl verða til

Brugghús hefur verið rekið í Útvík í Skagafirði í hálft annað ár. Það nefnist Gæðingur-Öl. Gunnþóra Gunnarsdóttir rann á lyktina á leið um Skagafjörð og hitti Árna Hafstað og Birgitte Bærendtsen, stórbændur á staðnum.

Matur

Sjáðu Þórunni og Elmar ástfangin í London

Vísir frumsýnir hér nýjasta myndband Þórunnar Antoníu við lagið So High. Í því leika Þórunn og fyrirsætan Elmar Johnson ástfangið par í helgarferð í London. Myndbandið er gert af Narvi Creative, sem er skipað Ellen Loftsdóttur og Þorbirni Ingasyni. Einn reyndasti tökumaður landsins, Ágúst Jakobsson, skaut myndbandið.

Tónlist

Rokkuð Miley

Söngkonan Miley Cyrus, 19 ára, var mynduð með nýju hárgreiðsluna, sem fer henni bara mjög vel, að versla í New York í gærdag. Hún keypti notaðan fatnað í kílóavís áður en hún stökk í leigubíl. Útlit söngkonunnar hefur breyst töluvert síðan hún aflitaði og klippti hárið stutt úr saklausu syngjandi Disney-stúlkunni yfir í skvísu með drengjakoll klædd í grófa skó með keðjur um hálsinn.

Tíska og hönnun