Lífið

Sheen valdi fyrrverandi eiginkonu sína í nýja þáttinn

Tvær fyrrverandi eiginkonur Charlie Sheen eru á góðri leið með að verða bestu vinkonur. Denise Richards og Brooke Mueller sáust saman í Croos Creek verslunarmiðstöðinni í Malibu, þar sem þær virtust vera að fá sér snæðing ásamt börnum þeirra.

Lífið

Til minningar um góðan vin

Minningartónleikar um útigangsmanninn Loft Gunnarsson, sem lést fyrr á þessu ári, verða haldnir á morgun, þriðjudaginn 11. september, í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Lífið

Vinnusöm Victoria Beckham

Það virðist lítið um frí hjá Victoriu Beckham um þessar mundir en hún sást rjúka á fund eftir aðeins örstuttan hádegisverð ásamt sínum heittelskaða þar sem þau skáluðu fyrir nýjustu línu Beckham á tískuvikunni í New York sem sýnd var fyrr um daginn.

Lífið

Sigurjón Kjartansson: Eins og að selja osta til Sviss

Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur sjónvarpsþáttarins Réttar, kveðst afar ánægður með að tekist hafi að selja réttinn að þáttunum til bandarísks framleiðanda. Eins og greint var frá í morgun hefur NBC keypt réttinn að þáttunum. Framleiðendurnir sem standa að Homeland og 24 munu framleiða nýju þættina ef að því kemur að þeir verða gerðir.

Menning

Sendi forseta skilaboð

Lindsay Lohan sendi Barack Obama skilaboð í gegnum Twitter þar sem hún óskaði eftir skattalækkunum handa einstaklingum á Forbes-listanum.

Lífið

Um stund frá Valdimari

Önnur plata Valdimars Guðmundssonar og félaga í Suðurnesjasveitinni Valdimar hefur fengið nafnið Um stund og er hún væntanleg í október.

Lífið

Vignir aðstoðar Stiller

Leikarinn Vignir Valþórsson er einn þeirra tvö hundruð Íslendinga sem starfa við nýjustu mynd Bens Stiller hér á landi, The Secret Life of Walter Mitty.

Lífið

Kaldur dagur í helvíti

Fátt er verra fyrir spennutrylli en spennufall, en það er eiginlega besta orðið til að lýsa kvikmyndinni Frosti. Kynningarherferð myndarinnar lofaði nokkuð góðu þó hún hafi óneitanlega vakið upp minningar um Blair Witch-fyrirbærið sem tröllreið kvikmyndaiðnaðinum fyrir aldamót.

Gagnrýni

Ný plata og þrennir tónleikar

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn, á þriðjudaginn. Tvö lög af henni, Leyndarmál og Sumargestir, hafa notið mikilla vinsælda í sumar og því er eftirvæntingin mikil.

Tónlist

Frost býður á tökustað

Kvikmyndin Frost í leikstjórn Reynis Lyngdal , sem skartar þeim Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors í aðalhlutverkum, var frumsýnd í gærkvöldi og var margt um manninn í öllum útibúum Sambíóanna.

Lífið

Eftirminnileg lokaathöfn í London

Ólympíuleikum fatlaðra lauk formlega í kvöld með eftirminnilegri lokaathöfn, þar sem fram komu Coldplay, Jay Z og Rihanna. Leikarnir hafa staðið yfir í ellefu daga. Skipuleggjendur leikanna voru ákaflega ánægðir með hvernig til tókst. "Þessir leikar hafa breytt okkur öllum um ókomna tíð,‟ sagði sir Phillip Craven, formaður alþjóða Ólympíunefndar fatlaðra.

Lífið

Bjarni Siguróli hreppti annað sætið

Bjarni Siguróli Jakobsson varð í öðru sæti í matreiðslukeppninni "The Nordic Challenge“ í Árósum í Danmörku, sem fram fór í gær. Honum til aðstoðar var Sindri Geir Guðmundsson. Fram kemur á vefnum freisting.is að Jóhannes Steinn Jóhannesson matreiðslumaður sá um dómgæslu fyrir Ísland og var þar í hópi glæsilegra matreiðslumanna og blaðamanna. Það var Daninn Jonas Mikkelsen sem sigraði í keppninni.

Lífið

Harry í herþjálfun í Afganistan

Harry, prins Breta, er um þessar mundir að ljúka við fyrsta stig í herþjálfun í Bastion í Afganistan. Harry kom til Afganistan á föstudag og mun byrja að fljúga Apache herþyrlum eftir nokkra daga. Búist er við því að hann muni í dag ljúka við tveggja daga námskeið í fyrstu hjálp, skotfærni og að bera kennsl á vegasprengjur.

Lífið

Justin Timberlake ætlar að kaupa hlut í Memphis Grizzlies

Justin Timberlake hefur ákveðið að kaupa hlut í körfuboltaliðinu Memphis Grizzlies, sem leikur í NBA deildinni. Hann mun kaupa hlutinn í hópi með öðru fólki sem fjárfestirinn Robert Pera fer fyrir. Pera samþykkti í júní síðastliðnum að kaupa liðið fyrir 350 milljónir dala, en það samkomulag er háð samþykki eigenda NBA deildarinnar. Timberlake verur ekki fyrsta stórstjarnan til þess að eignast hlut í NBA liði því að rapparinn Jay-Z á hluta í Brooklyn Nets og leikarinn Will Smith á hlut í Philadelphia 76.

Lífið

Fjölmenni á afmælishátíð Kringlunnar

Það var heilmikið um að vera í Kringlunni í gær þegar haldið var upp á 25 ára afmæli verslunarmiðstöðvarinnar við mikinn fögnuð. Verslanir voru opnar fram á rauða nótt. Ari Eldjárn og Björn Bragi voru á meðal þeirra sem skemmtu gestum en þeir voru með uppistand á bíógangi. Sambíóin í Kringlunni og Kringlan buðu í bíó á vel valdar myndir frá 1987 auk nýrra mynda. Kringlan var byggð árið 1987, að frumkvæði Pálma Jónssonar, eiganda Hagkaups en hefur stækkað og tekið miklum breytingum síðan þá.

Lífið

Er leikandi listir um allan heim

Þetta er það sem mér finnst skemmtilegast að gera. Ég hugsa að ég verði aldrei rík en bý við þá hamingju að hlakka til að fara í vinnuna á hverjum degi,“ segir Birta Benónýsdóttir um starfið sitt sem fimleikamaður í sirkus og heldur áfram að tíunda kosti þess. "Ég kynnist líka stöðugt nýju fólki og nýjum menningarheimum því starfinu fylgja mikil ferðalög og það eru líka þau sem heilla.“

Lífið

Virðingarvottur til Kaffibarsins

„Við getum kallað verkið virðingavott til Kaffibarsins. Ég hef verið fastagestur þar í fimmtán ár eða lengur,“ segir listamaðurinn Arnar Snær Davíðsson sem málaði verk framan á barborð Kaffibarsins.

Menning

Húsfyllir á haustkynningu Stöðvar 2

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem teknar voru í Hörpu í kvöld var fjölmennt á haustkynningu Stöðvar 2. Gleðin var svo sannarlega við völd eins og sjá má. Gestir gæddu sér á veglegum veitingum á meðan frábær haustdagskrá Stöðvar 2 var kynnt. Sjónvarpsstjörnur stöðvarinnar létu sig ekki vanta og má þar nefna Bubba Morthens, Sveppa, Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, Friðriku Hjördísi Geirsdóttur, Loga Bergmann Eiðsson og Sindra Sindrason.

Lífið

Þyngri og seinteknari Sudden

Hljómsveitin Sudden Weath-er Change vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Stop! Handgrenade In The Name of Crib Death? understand? sem kom út árið 2009 og var meðal annars útnefnd bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið á eftir.

Gagnrýni

Bara vinir?

Rihanna, 24 ára, hefur vissulega sagt að söngvarinn Chris Brown, 23 ára, sem beitti hana...

Lífið

20 ára hjónabandssæla Sigga Hlö

"Við kynntumst á vinsælasta skemmtistað þess tíma, á Broadway við Álfabakka, árið 1988. Þá var ég sjóðheitur útvarpsmaður á næturvöktum á Stjörnunni FM 102,2. Við giftum okkur fjórum árum síðar og vorum ekkert að hika við þetta," segir útvarpsmaðurinn Siggi Hlö, stoltur eiginmaður og faðir, en hann hefur verið kvæntur Þorbjörgu Sigurðardóttur í hvorki meira né minna en tuttugu ár. Saman eiga þau börnin Hlöðver og Matthildi sem eru að verða 23 og 19 ára. Bylgjuball í Vodafone-höllinni Siggi hefur í nægu að snúast burtséð frá því að rækta hjónabandið því hann heldur "Veistu hver ég var - Bylgjuball" í Vodafone-höllinni annað kvöld. Þar ætlar útvarpsstjarnan að fagna með hlustendum þáttarins sem hefur verið á dagskrá Bylgjunnar í tæp fimm ár en þetta verður fyrsta stóra ball þáttarins. Ansi breiður hópur hlustar á þáttinn hans Sigga en kjarninn er 25-50 ára. "Það er ekki skylda að koma í 80´s-fatnaði en grifflur og ennisbönd, eitthvað smá, myndi gera kvöldið frábært," segir Siggi.

Lífið

Zumba partý með Palla í Vodafone höll

Einstakur Zumba viðburður fer fram í Vodafone höllinni á morgun, laugardag, klukkan 13:30. Lífið forvitnaðist hjá Jóhanni Erni Ólafssyni dansara með meiru um hvað er að ræða: "Þarna verður geggjað stuð og án efa verður þetta stærsta dans-, fitness-, zumba- og partý ársins. Hundrað mínútur af dúndur zumba tónlist, Páll Óskar syngur vinsælustu lögin sín á meðan við kennararnir leiðum alla í gegnum zumba dansa í takt. Þarna verða líka trommarar og breikarar," segir Jóhann. Viðburður á Facebook Zumbapartý - Bylgjan.is Midi.is

Lífið