Lífið

Lögguhasar og læti í L.A.

Hasarmyndin End of Watch verður frumsýnd um helgina. Myndin hefur hlotið gríðarlega góða dóma og lofar miklum hasar og látum.

Lífið

Tónleikar á næsta ári

Rokkhundarnir í The Rolling Stones hafa bókað tónleika í London og í New York á næsta ári í tilefni af fimmtíu ára afmæli hljómsveitarinnar.

Lífið

Minna myrkur, meiri gleði

Hin bandaríska Cat Power gaf fyrir skömmu út sína níundu plötu. Þar blandar hún sálar- og blústónlist saman við elektróník.

Lífið

Snow Patrol bauð Sykri að "remixa”

Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra,“ segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody.

Tónlist

Orðaður við Óskarinn

Myndar Bens Affleck, Argo, er beðið með nokkurri eftirvæntingu en myndin verður frumsýnd vestanhafs á morgun. Affleck bæði leikur og leikstýrir myndinni sem talin er líkleg til verðlauna á Óskarsverðlaunahátíðinni á næsta ári.

Lífið

Í rosalegu rifrildi við mömmu

Ungstirnið Lindsay Lohan er alltaf jafnduglegt við að koma sér í vandræði. Í þetta sinn var lögreglan kölluð að heimili hennar snemma á miðvikudagsmorgunn eftir að leikkonan og móðir hennar Dina lentu í heiftúðlegu rifrildi.

Lífið

Hver er þessi Lady Gaga?

Lady Gaga sneri öllu á hvolf á þriðjudaginn þegar hún lenti á Íslandi og tók við friðarverðlaunum Yoko Ono í Hörpunni. En hver er þessi manneskja og hvaðan kemur hún? Poppdívan Lady Gaga heitir réttu nafni Stefani Joanne Angelina Germanotta en kallar sig Lady Gaga eftir Queen-laginu Radio Gaga, enda mikill aðdáandi Queen.

Lífið

Feit hiphop-veisla á Airwaves

Hiphop-kvöld undir merkjum Kronik er fastur liður á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þau hafa oft verið góð, en í ár er dagskráin þéttari en stundum áður. Það eru tvær sveitir frá Seattle sem eru stærstu númerin, en að auki koma fram Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti, hinn sjóðheiti Gísli Pálmi og nýja bandið hans Sölva Blöndal og Tiny úr Quarashi, Halleluwah.

Tónlist

Uppgötvaði Rihönnu og Justin Bieber

L.A. Reid er stórt nafn í tónlistarbransanum vestanhafs sem útgáfustjóri og lagahöfundur. Ekki er nema ár síðan hann tók við stjórn hjá Epic Records en áður stjórnaði hann plötuútgáfunum LaFace Records og The Island Def Jam Music Group.

Lífið

Vesti sem faðmar þig

Nemendur MIT-háskólans hafa hannað sérstakt vesti sem lætur þann sem því klæðist vita þegar vinur viðkomandi á Facebook líkar við stöðuuppfærslu á samskiptasíðunni. Vestið, sem er kallað „Like-A-Hug“, blæs út líkt og björgunarvesti þegar „lækað” er og er tilfinningin sögð í líkingu við faðmlag..

Lífið

Sú fyrsta í fjórtán ár

Ný sólóplata Friðriks Ómars, Outside the Ring, kemur út 1. nóvember. Þetta er fyrsta sólóplata Friðriks með frumsömdu efni í fjórtán ár. Hún inniheldur tíu ný lög og lagahöfundar eru Friðrik Ómar, Stefán Örn Gunnlaugsson og Karl O. Olgeirsson. Textahöfundar eru Friðrik Ómar, Peter Fenner, Alma Goodman og Steinn Steinarr en titillag plötunnar Outside the Ring er þýðing á ljóði skáldsins Utan hringsins. Það er einmitt fyrsta smáskífulag plötunnar og kemur út í dag.

Lífið

Lifir á te og horast niður

Það er varla að maður þekki leikarann Matthew McConaughey þessa dagana. Hann er búinn að léttast um tæp fimmtán kíló fyrir nýjustu mynd sína The Dallas Buyer's Club.

Lífið

Garðar í Búlgaríu hjá Ásdísi Rán

Garðar Gunnlaugsson fótboltamaður er staddur í Búlgaríu hjá Ásdísi Rán Gunnarsdóttur fyrirsætu og dóttur þeirra en þær búa þar í landi. Lífið hafði samband við Ásdísi og forvitnaðist um heimsókn Garðars út. "Hann kom hingað í smá frí til að hitta Viktoríu og fá sér nýja Tattoo-sleave. Hann fer svo aftur á laugardaginn. Það er náttúrulega voða gott að hafa hann þar sem við mæðgurnar sjáum hann ekki oft og Viktoría Rán voða happy að hafa pabba hjá sér," svarar Ásdís.

Lífið

Vigdís gaf aðdáendum Gaga góðan tíma

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hörpu í gær þegar Yoko Ono afhenti fimm alþjóðlegum friðarsinnum viðurkenningu úr LENNONONO-friðarsjóðnum. Fyrir utan Norðurljósarsalinn þar sem verðlaunin voru afhent beið hópur stúlkna í von um að fá að sjá söngkonuna.

Lífið

Vinátta eða rómantík?

X-Factor dómararnir Nicole Scherzinger og Louis Walsh sjást nú æ oftar saman fyrir utan vinnuna en þau sáust yfirgefa klúbb saman seint í gær. Það lá einstaklega vel á vinunum þegar ljósmyndari fékk að smella nokkrum myndum af þeim. Veltir pressan því nú fyrir sér hvort það sé eitthvað meira á milli þeirra en vinátta en Scherzinger hefur átt í brösóttu ástarsambandi við formúlukappann Lewis Hamilton lengi. Eflaust eru þau bara góðir vinir!

Lífið

Styður Obama með naglalakki

Sjörnurnar keppast nú við að lýsa yfir opinberum stuðningi við þann forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna sem það vill sjá sem forseta og það með ýmsum hætti. Söngkonan Katy Perry fer þó líklega með vinninginn þegar kemur að óhefðbundum leiðum en hún lét naglalakka andlit Obama á neglurnar á sér og birti á netinu.

Lífið

Stórstjörnur æfa fyrir Ellý Vilhjálms

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var fjör á æfingunni sem fram fór í gær fyrir stórtónleika Ellýjar Vilhjálms á laugardaginn. Stórstjörnurnar skemmtu sér vel - það sést svo sannarlega á myndunum. Allar helstu söngkonur landsins koma fram á tónleikunum. Allar helstu söngkonur landsins koma fram á tónleikunum. Meðal þeirra stjarna sem stíga á svið eru: Andrea Gylfadóttir, Diddú, Eivör, Ellen Kristjánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Lay Low, Ragga Gísla og Sigga Beinteins.

Lífið

Ljúfmeti úr lækningajurtum

"Meðhöfundur minn er Albert Eiríksson, betri helmingur Bergþórs Pálssonar sem þekktur er fyrir einstaklega ljúffengar mataruppskriftir, segir Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir og annar höfundur bókarinnar Ljúfmeti úr lækningajurtum sem kom í verslanir á dögunum.

Lífið

Íslendingar gera þetta mögulegt

Rauði krossinn á Íslandi var með söfnun um síðustu helgi fyrir börn og ungt fólk á átakasvæðum í heiminum. Marianne Nganda er ein þeirra ungmenna sem hefur fengið nýtt líf með hjálp Rauða krossins.

Lífið

Í dýrð haustlita

Náttúran skartar sínum fegursta haustskrúða en brátt bíður vetrarkjóllinn. Haustlitaferð til Þingvalla endurnærir líkama og sál.

Lífið

Stórstjörnur á frumsýningu

Það var ekki amarlegur gestalistinn á frumsýningu kvikmyndarinnar Argo sem fram fór New York í gær en þar komu saman þau Michael Douglas, Glenn Close, Brian Cranston, Martha Stewart, Sting og eiginkona hans Trudie Styler . Leikararnir Tate Donovan, George Clooney, Bryan Cranston, Grant Heslov Scoot McNairy og Ben Affleck létu einnig sjá sig en Affleck fer með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar.

Lífið

Magnaðir myrkraheimar

Vel skrifuð og spennandi saga um hinn frábæra lögreglumann Joona Linna. Þriðja sagan eftir Kepler sem kemur út á íslensku, en sænsku hjónin Alexander og Alexandra Coelho Ahndroil, skrifa undir þessu dulnefni.

Gagnrýni

Handverkið njóti sín

Keramik hönnuður sem opnar sýningu á morgunn í Herberginu, sýningarrými Kirsuberjatrésins að Vesturgötu 4.

Menning