Lífið

Sjáðu kjólana

Glamúrinn var í hávegum hafður á CMA kántrítónlistarhátíðinni í gær. Stórstjörnur á borð við Taylor Swift og Carrie Underwood stálu senunni í glitrandli kjólum og með útgeislunina í botni.

Tíska og hönnun

Glæsilegar í Bláa Lóninu

Fjölmenni mætti á vetrarfagnað Bláa Lónsins í síðustu viku. Dagskráin var þétt og gestir nutu stundarinnar eins og sjá má á myndunum.

Lífið

Metal og dimmir tónar

Veturkonungur er mættur í öllu sínu veldi með vindum og vettlingum. Tískan verður dularfyllri og dekkri í kjölfarið en dásamleg engu að síður.

Tónlist

Fantafjörugt teiti

Mikil gleði ríktí í útgáfuteiti Eyrúnar Ingadóttur sem fagnaði útkomu skáldsögunnar Ljósmóðurinnar.

Lífið

Íslensk stúlka gerir góða hluti í módelbransanum

"Ég er að vinna hjá spænskri módelskrifstofu hérna á Spáni. Áður starfaði ég hjá Elite á Íslandi en ég ákvað að taka starfið skrefinu lengra í módelbransanum og sækja í meiri vinnu sem ég hef fengið," segir Birgitta Ósk Pétursdóttir sem ákvað að taka sér árs frí eftir stúdentsprófið til að freista gæfunnar í fyrirsætubransanum úti í heimi áður en hún fer í háskóla.

Tíska og hönnun

250 þúsund seld í Frakklandi

Glæpasagan Myrká eftir Arnald Indriðason hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi frá því hún kom út í vasabroti síðastliðið vor og hefur selst í 250 þúsund eintökum á fáeinum mánuðum.

Menning

Rikka kynnti nýja tískulínu frá Gunna og Kollu

Hjónin Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, kölluð Kolla, frumsýndu stórglæsilega hönnun sína sem ber heitið Freebird í kvöld í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Fjölmennt var á tískusýningunni en mikil fagnaðarlæti brutust út í lok sýningarinnar.

Tíska og hönnun

Frægir á frumsýningu

Fjölmenni var á frumsýningu leikverksins Bastarðar í Borgarleikhúsinu. Leikstjóri sýningarinnar er Gísli Örn Garðarsson og leikmyndahönnuður er Börkur Jónsson en þeir hlutu ásamt Vesturporti ein virtustu leikhúsverðlaun heims; The European Theatre Prize árið 2011.

Lífið

Kallarðu þetta hrekkjavökubúning?

Efnisminnsti hrekkjavökubúningurinn þetta árið er fundinn! Fyrirsætan Adrianne Curry mætti í partí í Playboy-höllinni klædd sem LeeLoo Dallas úr kvikmyndinni The Fifth Element og sýndi sínar bestu hliðar - bókstaflega.

Lífið

Bomba í Brasilíu

Leikkonan Monica Bellucci er 48 ára gömul en hún hefur sjaldan, eða aldrei, litið betur út.

Lífið

Ég var aldrei með anorexíu

Fyrirsætan Kate Moss prýðir forsíðu desemberheftis tímaritsins Vanity Fair. Kate er ber að ofan á myndum inn í blaðinu og er afar einlæg í viðtali við tímaritið.

Lífið

Fertug og foxý

Leikkonan og fyrirsætan Jenny McCarthy hélt hressilega upp á fertugsafmælið sitt í vikunni og það að sjálfsögðu í hrekkjavökubúning.

Lífið

Sundur, saman, sundur, gift

Nýgiftu Evan Rachel Wood og Jamie Bell kynntust við tökur á tónlistarmyndbandi Green Day við lagið Wake Me Up When September Ends fyrir sjö árum. Síðan þá hafa þau verið saman og sundur. Þau eru með húðflúraða upphafsstafi hvors annars á líkama sína sem er frekar rómantískt að margra mati. Þau giftu sig 30. október síðastliðinn.

Lífið

Þarna var svakalega mikið fjör

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar bók um hógværasta bókstaf íslenskra stafrófsins: ð-ið sem aldrei tranar sér fremst kom út. Þrír af fjórum höfundum bókarinnar, þeir Anton Kaldal Ágústsson, Steinar Ingi Farestveit og hinn góðkunni sagfræðingur Stefán Pálsson, voru á staðnum.

Lífið

Krúttlegra gerist það ekki

Leikkonan Sandra Bullock, 48 ára, og sonur hennar, Louis, stigu út úr kvikmyndinni Toy story ljóslifandi á hrekkjavöku í gær. Eins og sjá má var drengurinn Bósi Ljósár og Sandra kúrekastelpan Jessie. Það gerist varla krúttlegra!

Lífið

Guðrún Bergmann gefur út bók

Það var góðmennt í útgáfuhófi Guðrúnar Bergmann í Heilsuhúsinu en hún gefur út bókina Ung á öllum aldri fyrir þessi jól. Þar veitir Guðrún lesandanum innsýn í hvað hann getur gert með hækkandi lífaldri til að auka eigin lífsgæði og fá meira út úr lífinu.

Menning

Fyrsta sýnishorn úr Fölskum fugli

Vísir frumsýnir hér glænýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Falskur fugl. Myndin er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 en Jón Atli Jónasson skrifar handritið. Þór Ómar Jónsson leikstýrir myndinni. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen.

Menning

Setti barnið í kalkúna galla

Jessica Simpson hefur unnið hörðum höndum að því að koma sér í betra form eftir fæðingu dóttur sinnar og það með góðum árangri en hún birti skemmtilega mynd af sér og fjölskyldunni sinni á Twitter í gær þar sem sjá mátti flottar línur söngkonunnar.

Lífið

Sjáðu þessa magavöðva

Leik- og söngkonan Jennifer Lopez og Casper Smart skemmtu sér vel saman á hrekkjarvökunni í hippafíling eins og sjá má. Parið skemmti sér í Þýskalandi. Jennifer var með blóm í hárinu og Casper sýndi vel tónaðan kroppinn.

Lífið

Bókadómur: Kortið og landið

Kortið og landið er þriðja skáldsaga Michel Houellebecq sem kemur út í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar. Tvær hinnar fyrri, Öreindirnar og Áform, vöktu heilmikla athygli, enda voru þær sláandi róttækar, bæði í greiningu sinni á samtímanum og í lýsingum á ofbeldi og kynlífi sem

Menning

Skartgripir fyrir vandláta

Nox er nýtt merki sem gullsmiðurinn og skartgripahönnuðurinn Jóhannes Ottósson hefur unnið að í að verða þrjú ár. Fyrstu tvær skartgripalínurnar hans eru komnar í sölu en hann lýsir þeim sem “alvöru skarti fyrir alvöru fólk”.

Tíska og hönnun

Alls ekki missa af þessu

Eins og Lífið greindi frá í vikunni frumsýna hönnuðurnir og hjónin þau Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir stórglæsilega hönnun sína,,Freebird“ í dag 1. nóvember kl. 17:00 í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.

Lífið

Óþekkjanleg í þetta líka svona þröngu

Þau Kim Kardashian og Kanye West kunna að skemmta sér ef marka má myndirnar sem teknar voru af þeim í gær. Eins og sjá má tók Kardashian klanið "The Dark Knight Rises og Batman Returns" á hrekkjarvökustemninginuna. Kim tók sig vel út sem kattarkonan og Kanye sem Batman. Fjölskyldan fagnaði afmæli Kim þetta kvöld með stæl. Meira að segja bíllinn, gylltur Lamborghini, smellpassaði við búningana.

Lífið

Sæl Sarah Jessica Parker

Leikkonan Sarah Jessica Parker, 47 ára, var klædd í hlýja græna peysu með hárið tekið upp og gleraugu þegar hún yfirgaf heimili sitt í gær í New York í gær. Eftir storminn og allt sem á hefur gengið í borginni var ekki að sjá annað en að leikkonan væri sæl á svip.

Lífið

Hrollvekjur í gamni og alvöru

Í teiknimyndinni Hótel Transylvania býður Drakúla öllum helstu skrímslum heimsins í 118 ára afmæli dóttur sinnar, Mavis. Veislan er haldin á hóteli hans sem er sérstaklega fyrir skrímsli.

Menning

Raðirnar í símann

Miðbær Reykjavíkur er undirlagður Airwaves-tónleikahátíðinni þessa dagana, en hún hófst í gær og stendur yfir fram á sunnudagskvöld. Snjallsímaeigendur sem ætla sér að sækja hátíðina hafa á síðustu dögum margir sótt sér Airwaves-appið í símann sinn. Í appinu er meðal annars að finna svokallaða biðraðamyndavél þar sem streymt er í beinni útsendingu myndbandsupptökum á röðunum fyrir utan helstu tónleikastaðina. Þannig geta hátíðargestir fylgst með stöðu mála á öðrum stöðum og hagað málum sínum þannig að þeir losni við að eyða kvöldinu í að standa í röðum.

Lífið

Freebird frumsýnt

Vorlína fatamerkisins Freebird verður frumsýnd í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Línan er hönnuð af hjónunum Gunnari Hilmarssyni og Kolbrúnu Gunnarsdóttur í samstarfi við bandarískt fyrirtæki.

Lífið