Lífið Nú fáum við stelpurnar heim! „Við erum ofboðslega þakklátir og hamingjusamir. Það fyrsta sem kom upp í hugann á okkur var að nú fengjum við stelpurnar heim," segir Guðbergur Garðarsson betur þekktur sem Beggi á Hæðinni. Þeir Beggi og Pacas voru sigurvegarar Hæðarinnar í kvöld og fengu þar 2 milljónir króna í verðlaunarfé. Lífið 8.5.2008 22:06 Garðar Cortes vann ekki! Garðar Thor Cortes var tilnefndur fyrir plötu sína, Cortes, til bresku klassísku tónlistarverðlaunanna. Verðlaunin voru afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Royal Albert Hall. Það var sveitin Blake með samnefnda plötu sem bar sigur úr bítum. Lífið 8.5.2008 21:15 Beggi og Pacas sigurvegarar Hæðarinnar Beggi og Pacas voru sigurvegarar í símakosningu um fallegustu hönnun á Hæðinni. Gulli Helga stjórnandi þáttanna tilklynnti úrslitin í lokaþættinum í kvöld. Fjörtíu þúsund manns kusu í símakosningunni sem staðið hefur í eina viku. Lífið 8.5.2008 21:14 Vill að fyrrverandi borgi lögfræðikostnað Ofursjarmörinn og fyrrum strandvörðurinn David Hassolhoff vill að fyrrum eiginkona sín, Pamela Bach, borgi rúmlega 650.000 króna reikning sem hann skuldar í lögfræðikostnað eftir skilnað við konuna. Lífið 8.5.2008 20:52 Íslendingur í miðjum stríðsátökum í Líbanon Einar Örn Einarsson er þrítugur hagfræðingur. Hann starfar sem framkvæmdarstjóri á veitingastaðnum Serranos sem hann á með vini sínum. Einar er nú staddur í Líbanon að ferðast og fór yfir til Sýrlands í morgun. Hezbollah hafa lýst yfir stríði og bloggar Einar um ástandið eins og hann upplifir það. Lífið 8.5.2008 20:15 Flestir horfðu á Hlustendaverðlaun FM 957 Hlustendaverðlaun FM 957 sem voru send út í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardaginn eru vinsælasti dagskrárliður stöðvarinnar í aldursflokknum 12-49 ára þessa vikuna. Þetta kemur fram í vikulegri könnun sem Capacent Gallup gerir. Hæðin kom rétt á eftir. Lífið 8.5.2008 17:38 Kosningavökur um víðan völl í kvöld Aðstandendur og áhangendur paranna á Hæðinni safnast saman á hinum ýmsu stöðum í kvöld til að styðja sitt fólk. Lífið 8.5.2008 17:25 Ekki tantrað á Hæðinni Ég hef nú ekki komist nær þeim en að horfa á þá í sjónvarpi,“ segir Elísabet á Hæðinni, aðspurð um þær sögur sem ganga um að hún hafi verið þáttakandi í Tantraþáttunum sem sýndir voru á Skjá einum fyrir nokkrum árum. Hún segir að hún og Hreiðar hafi heyrt þær sögur frá fyrsta þætti að hann hafi verið í þáttunum, en það sé jafn mikið bull. Lífið 8.5.2008 17:13 Annar drengur fyrir Friðriku "Já við fengum yndislegan dreng 1.maí síðastliðinn. Það skemmtilega vildi til að íþróttarfélagið Fram átti 100 ára afmæli sama dag og Stefán, maðurinn minn, er mikill Framari og hefur verið í stjórn félagsins undanfarin ár. Annars er hann eins og hugur manns og voða ljúfur og góður, ekki er verra að hann sefur líka vel á næturnar," segir Friðrika.Hjördís Geirsdóttir sem eignaðist sinn annan dreng með Stefáni Hilmarssyni fjármálastjóra Baugs Group. . Lífið 8.5.2008 16:28 Kosningavaka fyrir Elísabetu og Hreiðar Kosningavaka verður haldin fyrir þau Elísabetu og Hreiðar á Hæðinni á Ásláki í Mosfellsbæ í kvöld. „Það eru bara allir velkomnir. Það verður mikið stuð og stemning,“ segir Elísabet. Lífið 8.5.2008 16:21 „Dó næstum þegar Eiríkur Hauksson tók utan um mig" Það er greinilegt að rokkarinn Eiríkur Hauksson hefur brætt ófá hjörtun með frammistöðu sinni á Eurovision í Helsinki í fyrra. Í kjölfar keppninnar voru stofnaðir aðdáendaklúbbar um hann í bæði Finnlandi og Rússlandi, sem sameinuðust seinna í einn. Lífið 8.5.2008 15:49 Paris vill börn innan árs Paris Hilton er að ærast úr eggjahljóðum, eftir að besta vinkona hennar, Nicole Richie, eignaðist dóttur í vetur. Hótelerfinginn, sem er tuttugu og sjö ára, vill endilega eignast barn sem fyrst. Skiptir þá litlu þó að hún hafi bara verið með Benji sínum Madden í nokkra mánuði. Paris sagði í bandarískum fjölmiðlum að hún yrði frábær mamma, enda væri hún þaulvön að sjá um öll gæludýrin sín. Lífið 8.5.2008 14:01 Beggi og Pacas vilja dæturnar heim „Við erum eins og lítil börn að bíða eftir nammideginum," segir Beggi á Hæðinni. Hann og Pacas eru orðnir spenntir fyrir lokaþættinum í kvöld. Lífið 8.5.2008 13:16 Ólafur F. fékk loksins að syngja - myndband Ólafi F Magnússyni borgarstjóra er margt til lista lagt. Þetta sýndi hann og sannaði á tónleikum í Seljakirkju á dögunum þar sem söng Vorkvöld í Reykjavík með Eddu Borg. Frammistöðuna má sjá á YouTube. Lífið 8.5.2008 12:55 Í góðu lagi með lifrina „Hún er bara aldeilis ljómandi, en ég get náttúrulega bara talað fyrir mig," segir Ævar Örn Jósepsson, rithöfundur og spyrill í spurningakeppninni Drekktu betur, aðspurður hvernig lifrin hefur það nú þegar líður að fimm ára afmæli keppninnar. „Þetta er ekki drekktu meira, þetta er drekktu betur." Lífið 8.5.2008 12:32 Tekur íbúð Friðriks Ómars í gegn „Við erum að vinna síðustu tvo Innlit-útlit þættina sem verða sýndir 13. og 20. maí á Skjánum en svo fara þættirnir í sumarfrí. Það eru nýjir og spennandi tímar framundan hjá mér en breytingar í þessum geira breytast liggur við á korters fresti. Við förum í breytingar heima hjá Friðrik Ómari í síðasta þættinum þar sem við hressum upp á hjá honum en þessa dagana erum við að klára þetta áður en hann fer til Serbíu. Það er brjálað að gera hjá honum. Við breytum smá í stofunni og eldhúsinu. Já hann er tvímælalaust smekkmaður. Þeir eiga mjög fallegt heimili,“ segir Þórunn Högnadóttir ritstjóri Innlits-útlits. Lífið 8.5.2008 12:15 Regína tekur með sér heillagrip til Serbíu „Ég ætla að taka með heillagrip. Það er útklippt rautt pappírshjarta sem dóttir mín gaf mér og á stendur „Ég elska þig mamma, þín Aníta.“ Já ég held að ég sé nú smá örlagatrúar þótt ég samt segi að maður geti búið þau til fyrir sjálfan sig með eljusemi og vinnu,“ svarar Regína Ósk söngkona. Lífið 8.5.2008 11:41 Hlýtur Óskarinn í hársnyrtigeiranum „Þetta er eins og Óskarinn í þessum geira. Það gerist ekki betra en þetta,“ segir Sigrún Ægisdóttir hársnyrtir og eigandi Hársögu. Hún er á leið til Hollywood að taka á móti hinum virtu Global Salon Business Award verðlaunum. Lífið 8.5.2008 11:20 Fær tilboð frá eldri konum Elísabet Brekkan fer fögrum orðum um Þóri Sæmundsson aðalleikara söngleiksins Ástin er diskó - lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason sem sýndur er í Þjóðleikhúsinu. Visir hringdi í leikarann sem virðist halda kvenkynsáhorfendum sýningarinnar í heljargreipum frá upphafi til enda. Lífið 8.5.2008 11:08 Úr poppinu í pressuna Söngkonan Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma í Nylon hefur ráðið sig til starfa hjá Fréttablaðinu. Bókin Postulín um Freyju Haraldsdóttir var hennar fyrsta ritverk. Það leikur enginn vafi á að í sönkonunni Ölmu, sem var stuðningsfulltrúi Freyju um tíma, blundar rithöfundur. Lífið 8.5.2008 10:30 Heigl vill hætta í Gray's Anatomy Einungis eru liðnir nokkrir þættir af nýjustu þáttaröð Gray's Anatomy, en ein aðalstjarna þáttanna, Katherine Heigl, getur ekki beðið eftir að þeir klárist. Vinur leikkonunnar sagði í viðtali við Us Weekly að hún vinni eins og skepna, og finnist kominn tími á að skipta um starfsumhverfi. Lífið 8.5.2008 10:20 Hæðin kostaði næstum kirkjubrúðkaup Annirnar á Hæðinni urðu til þess að Elísabet og Hreiðar Örn misstu næstum óstaðfestan tíma fyrir brúðkaup sitt í Lágafellskirkju. Hreiðar gleymdi að staðfesta tímann sem þau höfðu pantað 7. júní næstkomandi. Í gær kom í ljós að þau voru ekki með bókaðan tíma í kirkjunni, en greint var frá fyrirhuguðu brúðkaupi á Vísi við upphaf þáttanna. Með hjálp kirkjuvarðarins, sem heitir líka Hreiðar Örn, tókst að hliðra til og leysa málið og tími þeirra Hreiðars og Elísabetar stendur því klukkan 16 um daginn. Lífið 8.5.2008 00:01 Brynjar og Steinunn til Indlands Brynjar og Steinunn á Hæðinni fara til Indlands stuttu eftir lok þáttanna annað kvöld. Þangað fara þau í leit að viðskiptasamböndum og til að finna framleiðendur af eigin hönnun og annarra á þeirra vegum. Skartgripir og kjólar eru meðal þess sem framleitt verður á þeirra vegum. Lífið 7.5.2008 22:55 Öllum sjómönnum landsins boðið í partý! „Virðing okkar fyrir þessum mönnum sem eru fjarri fjölskyldum sínum lengst úti í ballarhafi dögunum saman er gríðarleg. Það voru einnig forréttindi að fá að kynnast þessum mönnum,“ segir Gústaf Hannibal Ólafsson sem býður öllum sjómönnum landsins í partý á Sægreifanum annað kvöld. Lífið 7.5.2008 21:42 Jakob Frímann er framhandleggur borgarstjóra „Framkvæmdastjóra miðborgarmála er samkvæmt orðum borgarstjórans sjálfs ætlað að vera eins konar framhandleggur hans í miðborgarmálum og fylgja eftir ákvörðunum hans og ásetningi um að stórbæta ástand hennar frá því sem nú er,“ svarar Jakob Frímann Magnússon aðspurður hvort hann sé nýskipaður umboðsmaður Ólafs F. Magnússonar. Lífið 7.5.2008 17:22 Amy Winehouse handtekin aftur Amy Winehouse hefur verið handtekin fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum. Talsmaður hennar staðfesti þetta við breska fjölmiðla í dag, og sagði verið væri að yfirheyra hana á lögreglustöð í London. Lífið 7.5.2008 17:19 Stofnaði aðdáendaklúbb fyrir Begga og Pacas Þeir Beggi og Pakas hafa hlotið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á Hæðinni, en fáir hafa þó líklega heillast jafn mikið af þeim og Íris Jónsdóttir. Hún kolféll fyrir þeim eftir fyrsta þátt, stofnaði aðdáendaklúbb og hefur eytt fúlgum fjár í að tryggja sínum mönnum brautargengi í símakosningunni. Lífið 7.5.2008 16:48 Beggi og Pacas trúlofuðu sig í dag „Ég var í heilsuferð í Orlando og ákvað að breyta fluginu og koma heim degi fyrr en til stóð því það er stór dagur hjá strákunum mínum Begga og Pacasi bæði í dag og ekki síður á morgun þegar kosið verður um vinningshafana um fallegustu íbúðina. Þeir hafa lagt hjarta og sál sína í þáttinn og nú er kominn tími til að uppskera,“ segir Sigríður Klingenberg spákona. Lífið 7.5.2008 16:30 Kenna fólki að þekkja ilmvötn Alliance française og Forval standa nú í maí fyrir ilmvatnsnámskeiði sem ber yfirskriftina "Lærðu að þekkja sumarilmvötnin". Þetta er annað ilmvatnsnámskeiðið af þessu tagi sem Forval og Alliance francaise skipuleggja saman, og nú er áherslan lögð að að kenna fólki að meta og velja þau ilmvötn sem henta á þeim árstíma sem nú fer í hönd. Lífið 7.5.2008 15:23 Madonna í sleik við kvenkyns dansara Madonna endurnýtti gamalt og gott kynningartrix á útgáfutónleikum sínum í Frakklandi um helgina. Með kampavínsflösku í hendi jós poppdrottningi lofi yfir Frakkland og Frakka, og klykkti út með því að smella rennblautum kossi á kvenkyns dansara á sviðinu. Lífið 7.5.2008 14:42 « ‹ ›
Nú fáum við stelpurnar heim! „Við erum ofboðslega þakklátir og hamingjusamir. Það fyrsta sem kom upp í hugann á okkur var að nú fengjum við stelpurnar heim," segir Guðbergur Garðarsson betur þekktur sem Beggi á Hæðinni. Þeir Beggi og Pacas voru sigurvegarar Hæðarinnar í kvöld og fengu þar 2 milljónir króna í verðlaunarfé. Lífið 8.5.2008 22:06
Garðar Cortes vann ekki! Garðar Thor Cortes var tilnefndur fyrir plötu sína, Cortes, til bresku klassísku tónlistarverðlaunanna. Verðlaunin voru afhent í kvöld við hátíðlega athöfn í Royal Albert Hall. Það var sveitin Blake með samnefnda plötu sem bar sigur úr bítum. Lífið 8.5.2008 21:15
Beggi og Pacas sigurvegarar Hæðarinnar Beggi og Pacas voru sigurvegarar í símakosningu um fallegustu hönnun á Hæðinni. Gulli Helga stjórnandi þáttanna tilklynnti úrslitin í lokaþættinum í kvöld. Fjörtíu þúsund manns kusu í símakosningunni sem staðið hefur í eina viku. Lífið 8.5.2008 21:14
Vill að fyrrverandi borgi lögfræðikostnað Ofursjarmörinn og fyrrum strandvörðurinn David Hassolhoff vill að fyrrum eiginkona sín, Pamela Bach, borgi rúmlega 650.000 króna reikning sem hann skuldar í lögfræðikostnað eftir skilnað við konuna. Lífið 8.5.2008 20:52
Íslendingur í miðjum stríðsátökum í Líbanon Einar Örn Einarsson er þrítugur hagfræðingur. Hann starfar sem framkvæmdarstjóri á veitingastaðnum Serranos sem hann á með vini sínum. Einar er nú staddur í Líbanon að ferðast og fór yfir til Sýrlands í morgun. Hezbollah hafa lýst yfir stríði og bloggar Einar um ástandið eins og hann upplifir það. Lífið 8.5.2008 20:15
Flestir horfðu á Hlustendaverðlaun FM 957 Hlustendaverðlaun FM 957 sem voru send út í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardaginn eru vinsælasti dagskrárliður stöðvarinnar í aldursflokknum 12-49 ára þessa vikuna. Þetta kemur fram í vikulegri könnun sem Capacent Gallup gerir. Hæðin kom rétt á eftir. Lífið 8.5.2008 17:38
Kosningavökur um víðan völl í kvöld Aðstandendur og áhangendur paranna á Hæðinni safnast saman á hinum ýmsu stöðum í kvöld til að styðja sitt fólk. Lífið 8.5.2008 17:25
Ekki tantrað á Hæðinni Ég hef nú ekki komist nær þeim en að horfa á þá í sjónvarpi,“ segir Elísabet á Hæðinni, aðspurð um þær sögur sem ganga um að hún hafi verið þáttakandi í Tantraþáttunum sem sýndir voru á Skjá einum fyrir nokkrum árum. Hún segir að hún og Hreiðar hafi heyrt þær sögur frá fyrsta þætti að hann hafi verið í þáttunum, en það sé jafn mikið bull. Lífið 8.5.2008 17:13
Annar drengur fyrir Friðriku "Já við fengum yndislegan dreng 1.maí síðastliðinn. Það skemmtilega vildi til að íþróttarfélagið Fram átti 100 ára afmæli sama dag og Stefán, maðurinn minn, er mikill Framari og hefur verið í stjórn félagsins undanfarin ár. Annars er hann eins og hugur manns og voða ljúfur og góður, ekki er verra að hann sefur líka vel á næturnar," segir Friðrika.Hjördís Geirsdóttir sem eignaðist sinn annan dreng með Stefáni Hilmarssyni fjármálastjóra Baugs Group. . Lífið 8.5.2008 16:28
Kosningavaka fyrir Elísabetu og Hreiðar Kosningavaka verður haldin fyrir þau Elísabetu og Hreiðar á Hæðinni á Ásláki í Mosfellsbæ í kvöld. „Það eru bara allir velkomnir. Það verður mikið stuð og stemning,“ segir Elísabet. Lífið 8.5.2008 16:21
„Dó næstum þegar Eiríkur Hauksson tók utan um mig" Það er greinilegt að rokkarinn Eiríkur Hauksson hefur brætt ófá hjörtun með frammistöðu sinni á Eurovision í Helsinki í fyrra. Í kjölfar keppninnar voru stofnaðir aðdáendaklúbbar um hann í bæði Finnlandi og Rússlandi, sem sameinuðust seinna í einn. Lífið 8.5.2008 15:49
Paris vill börn innan árs Paris Hilton er að ærast úr eggjahljóðum, eftir að besta vinkona hennar, Nicole Richie, eignaðist dóttur í vetur. Hótelerfinginn, sem er tuttugu og sjö ára, vill endilega eignast barn sem fyrst. Skiptir þá litlu þó að hún hafi bara verið með Benji sínum Madden í nokkra mánuði. Paris sagði í bandarískum fjölmiðlum að hún yrði frábær mamma, enda væri hún þaulvön að sjá um öll gæludýrin sín. Lífið 8.5.2008 14:01
Beggi og Pacas vilja dæturnar heim „Við erum eins og lítil börn að bíða eftir nammideginum," segir Beggi á Hæðinni. Hann og Pacas eru orðnir spenntir fyrir lokaþættinum í kvöld. Lífið 8.5.2008 13:16
Ólafur F. fékk loksins að syngja - myndband Ólafi F Magnússyni borgarstjóra er margt til lista lagt. Þetta sýndi hann og sannaði á tónleikum í Seljakirkju á dögunum þar sem söng Vorkvöld í Reykjavík með Eddu Borg. Frammistöðuna má sjá á YouTube. Lífið 8.5.2008 12:55
Í góðu lagi með lifrina „Hún er bara aldeilis ljómandi, en ég get náttúrulega bara talað fyrir mig," segir Ævar Örn Jósepsson, rithöfundur og spyrill í spurningakeppninni Drekktu betur, aðspurður hvernig lifrin hefur það nú þegar líður að fimm ára afmæli keppninnar. „Þetta er ekki drekktu meira, þetta er drekktu betur." Lífið 8.5.2008 12:32
Tekur íbúð Friðriks Ómars í gegn „Við erum að vinna síðustu tvo Innlit-útlit þættina sem verða sýndir 13. og 20. maí á Skjánum en svo fara þættirnir í sumarfrí. Það eru nýjir og spennandi tímar framundan hjá mér en breytingar í þessum geira breytast liggur við á korters fresti. Við förum í breytingar heima hjá Friðrik Ómari í síðasta þættinum þar sem við hressum upp á hjá honum en þessa dagana erum við að klára þetta áður en hann fer til Serbíu. Það er brjálað að gera hjá honum. Við breytum smá í stofunni og eldhúsinu. Já hann er tvímælalaust smekkmaður. Þeir eiga mjög fallegt heimili,“ segir Þórunn Högnadóttir ritstjóri Innlits-útlits. Lífið 8.5.2008 12:15
Regína tekur með sér heillagrip til Serbíu „Ég ætla að taka með heillagrip. Það er útklippt rautt pappírshjarta sem dóttir mín gaf mér og á stendur „Ég elska þig mamma, þín Aníta.“ Já ég held að ég sé nú smá örlagatrúar þótt ég samt segi að maður geti búið þau til fyrir sjálfan sig með eljusemi og vinnu,“ svarar Regína Ósk söngkona. Lífið 8.5.2008 11:41
Hlýtur Óskarinn í hársnyrtigeiranum „Þetta er eins og Óskarinn í þessum geira. Það gerist ekki betra en þetta,“ segir Sigrún Ægisdóttir hársnyrtir og eigandi Hársögu. Hún er á leið til Hollywood að taka á móti hinum virtu Global Salon Business Award verðlaunum. Lífið 8.5.2008 11:20
Fær tilboð frá eldri konum Elísabet Brekkan fer fögrum orðum um Þóri Sæmundsson aðalleikara söngleiksins Ástin er diskó - lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason sem sýndur er í Þjóðleikhúsinu. Visir hringdi í leikarann sem virðist halda kvenkynsáhorfendum sýningarinnar í heljargreipum frá upphafi til enda. Lífið 8.5.2008 11:08
Úr poppinu í pressuna Söngkonan Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma í Nylon hefur ráðið sig til starfa hjá Fréttablaðinu. Bókin Postulín um Freyju Haraldsdóttir var hennar fyrsta ritverk. Það leikur enginn vafi á að í sönkonunni Ölmu, sem var stuðningsfulltrúi Freyju um tíma, blundar rithöfundur. Lífið 8.5.2008 10:30
Heigl vill hætta í Gray's Anatomy Einungis eru liðnir nokkrir þættir af nýjustu þáttaröð Gray's Anatomy, en ein aðalstjarna þáttanna, Katherine Heigl, getur ekki beðið eftir að þeir klárist. Vinur leikkonunnar sagði í viðtali við Us Weekly að hún vinni eins og skepna, og finnist kominn tími á að skipta um starfsumhverfi. Lífið 8.5.2008 10:20
Hæðin kostaði næstum kirkjubrúðkaup Annirnar á Hæðinni urðu til þess að Elísabet og Hreiðar Örn misstu næstum óstaðfestan tíma fyrir brúðkaup sitt í Lágafellskirkju. Hreiðar gleymdi að staðfesta tímann sem þau höfðu pantað 7. júní næstkomandi. Í gær kom í ljós að þau voru ekki með bókaðan tíma í kirkjunni, en greint var frá fyrirhuguðu brúðkaupi á Vísi við upphaf þáttanna. Með hjálp kirkjuvarðarins, sem heitir líka Hreiðar Örn, tókst að hliðra til og leysa málið og tími þeirra Hreiðars og Elísabetar stendur því klukkan 16 um daginn. Lífið 8.5.2008 00:01
Brynjar og Steinunn til Indlands Brynjar og Steinunn á Hæðinni fara til Indlands stuttu eftir lok þáttanna annað kvöld. Þangað fara þau í leit að viðskiptasamböndum og til að finna framleiðendur af eigin hönnun og annarra á þeirra vegum. Skartgripir og kjólar eru meðal þess sem framleitt verður á þeirra vegum. Lífið 7.5.2008 22:55
Öllum sjómönnum landsins boðið í partý! „Virðing okkar fyrir þessum mönnum sem eru fjarri fjölskyldum sínum lengst úti í ballarhafi dögunum saman er gríðarleg. Það voru einnig forréttindi að fá að kynnast þessum mönnum,“ segir Gústaf Hannibal Ólafsson sem býður öllum sjómönnum landsins í partý á Sægreifanum annað kvöld. Lífið 7.5.2008 21:42
Jakob Frímann er framhandleggur borgarstjóra „Framkvæmdastjóra miðborgarmála er samkvæmt orðum borgarstjórans sjálfs ætlað að vera eins konar framhandleggur hans í miðborgarmálum og fylgja eftir ákvörðunum hans og ásetningi um að stórbæta ástand hennar frá því sem nú er,“ svarar Jakob Frímann Magnússon aðspurður hvort hann sé nýskipaður umboðsmaður Ólafs F. Magnússonar. Lífið 7.5.2008 17:22
Amy Winehouse handtekin aftur Amy Winehouse hefur verið handtekin fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum. Talsmaður hennar staðfesti þetta við breska fjölmiðla í dag, og sagði verið væri að yfirheyra hana á lögreglustöð í London. Lífið 7.5.2008 17:19
Stofnaði aðdáendaklúbb fyrir Begga og Pacas Þeir Beggi og Pakas hafa hlotið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á Hæðinni, en fáir hafa þó líklega heillast jafn mikið af þeim og Íris Jónsdóttir. Hún kolféll fyrir þeim eftir fyrsta þátt, stofnaði aðdáendaklúbb og hefur eytt fúlgum fjár í að tryggja sínum mönnum brautargengi í símakosningunni. Lífið 7.5.2008 16:48
Beggi og Pacas trúlofuðu sig í dag „Ég var í heilsuferð í Orlando og ákvað að breyta fluginu og koma heim degi fyrr en til stóð því það er stór dagur hjá strákunum mínum Begga og Pacasi bæði í dag og ekki síður á morgun þegar kosið verður um vinningshafana um fallegustu íbúðina. Þeir hafa lagt hjarta og sál sína í þáttinn og nú er kominn tími til að uppskera,“ segir Sigríður Klingenberg spákona. Lífið 7.5.2008 16:30
Kenna fólki að þekkja ilmvötn Alliance française og Forval standa nú í maí fyrir ilmvatnsnámskeiði sem ber yfirskriftina "Lærðu að þekkja sumarilmvötnin". Þetta er annað ilmvatnsnámskeiðið af þessu tagi sem Forval og Alliance francaise skipuleggja saman, og nú er áherslan lögð að að kenna fólki að meta og velja þau ilmvötn sem henta á þeim árstíma sem nú fer í hönd. Lífið 7.5.2008 15:23
Madonna í sleik við kvenkyns dansara Madonna endurnýtti gamalt og gott kynningartrix á útgáfutónleikum sínum í Frakklandi um helgina. Með kampavínsflösku í hendi jós poppdrottningi lofi yfir Frakkland og Frakka, og klykkti út með því að smella rennblautum kossi á kvenkyns dansara á sviðinu. Lífið 7.5.2008 14:42