Lífið

Neita að fjalla um sleipiefni og smokka í sjónvarpinu

Það var auglýsingasölukona sem barðist fyrir því að við værum með smokka og sleipiefni í þættinum en ég tók það ekki í mál, svarar Ásdís Olsen sem hefur umsjá með kvennaþættinum Mér finnst sem sýndur er á sjónvarpsstöð Ingva Hrafns ÍNN þegar Vísir spyr hvort hún og meðstjórnandi hennar Kolfinna Baldvinsdóttir ætli að stíga skrefið enn lengra í umfjöllun um kynlíf í fjölmiðlum.

Lífið

Russert látinn

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Tim Russert er látinn. Russert hefur verið einn virtasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna um árabil en hann er þekktastur fyrir að stýra þáttunum Meet the Press.

Lífið

Brjóstin tengdust skilnaðinum ekkert

George Clooney heldur því víst fram að hann hafi hætt með kærustunni, hinni íturvöxnu Söruh Larson, því hún hafi verið svo málglöð. Þetta getur hún ekki tekið undir, og segir að skilnaðurinn hafi verið vegna þess hve mikla þörf hún hefur fyrir frelsi.

Lífið

Ashlee Simpson á von á tvíburum

Það er greinlega eitthvað í vatninu í Hollywood. Ashlee Simpson er víst nýjasta stjarnan sem á von á tvíburum. Eiginmaður hennar, Pete Wentz, missti þetta út úr sér í viðtali á dögunum, þegar hann talaði um ófætt afkvæmi þeirra í fleirtölu. „Við höldum einskonar dagbók sem þau fá þegar þau fæðast,“ sagði leikarinn, og varð umsvifalaust afar vandræðalegur þegar hann áttaði sig á mistökunum.

Lífið

Benni Hemm Hemm fagnar útgáfu

Fyrsta stórplata sumarsins lítur við í verslunum í dag, föstudaginn þrettánda, þegar Benni Hemm Hemm landar Murta St. Calunga upp á Frónið.

Lífið

Uppruni föstudagsins-þrettánda-hjátrúar

Paraskevidekatriaphobia nefnist sá ótti sem tengist tölunni 13. Sú hjátrú sem tengd er föstudeginum 13. er ein sú útbreiddasta í heiminum. Sævar Helgi Bragason rekur sögu og hugsanlegar skýringar þessarar hjátrúar í pistli á Vísindavef Háskóla Íslands.

Lífið

Enginn iPhone fyrir Íslendinga - skýringin fundin

Tækninerðir landsins hafa líklega margir grátið sig í svefn þegar fréttist að ofurgræjan iPhone 3G muni ekki fást á Íslandi í bráð. Miklar vangaveltur spunnust um málið, og voru ímyndaðar ástæður iPone leysisins allt frá litlu markaðssvæði til hámarksverðs á græjunni sem rímaði illa við íslensk tollalög. Skýringin gæti mögulega verið einfaldari. Landafræðiþekking eða -skortur, þeirra Apple manna.

Lífið

Með djarft dansatriði á Grímunni

„Við Jói ætlum að halda utan um þetta og erum með nokkur atriði sjálfir líka. Við erum búnir að skrifa handrit og reyna að læra það utan að. Við höfum verið á stífum dansæfingum og svona. Þetta er búið að taka vel á."

Lífið

Óléttan er frábær fyrir kynlíf Brangelinu

Það er engin þörf á því að hætta að vera kynbomba þó maður sé óléttur að tveimur grislingum. Ofurbomban Angelina Jolie segir að minnsta kosti að það að ganga með tvíbura hafi stórbætt kynlíf hennar og kærastans Brads Pitt.

Lífið

James Blunt vissi ekkert um afdrif bangsa

Söngvarinn og hermaðurinn fyrrverandi James Blunt hefur lítið vit á íslenskri tónlist, en ein af fyrstu plötunum sem hann eignaðist var þó með Björk. Hann hafði ekki fyrr en í dag heyrt um sviplegt fráfall ísbjarnarins fyrir norðan, og segir raunar að hann hefði ekki verið stórræðanna hefði hann hitt hann sjálfur. Þetta er meðal þess sem hann sagði Svanhildi Hólm í viðtali sem birtist í Íslandi í dag í kvöld.

Lífið

Bjórinn hjá Arnari var örugglega volgur

Mörgum tónlistarspekingum brá heldur betur í brún þegar þeir opnuðu Fréttablaðið í morgun og sáu einkunnargjöf blaðsins vegna tónleika Whitesnake í Höllinni, síðastliðinn þriðjudag.

Lífið

Amy syngur fyrir Abramovich í Moskvu

Söngkonan Amy Winehouse treður í næstu viku upp í í Moskvu, við opnun listagallerís sem rekið er af Dariu hukovu, kærustu rússneska milljarðamæringsins Romans Abramovich.

Lífið

Oprah Winfrey áhrifamesta stjarnan að mati Forbes

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey situr efst á lista Forbest tímaritsins yfir hundrað áhrifamestu stjörnurnar í Hollywood þetta árið. Tímaritið lagði mat á tekjur og frægð viðkomandi stjarna við gerð listans, en Winfrey þénaði sem samsvarar rúmum tuttugu milljörðum króna síðastliðið ár.

Lífið

Áföllin dynja á Hulk Hogan

Leikarinn Hulk Hogan á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Fyrir nokkru klessukeyrði sonur hans, Nick Hogan, bíl sinn með þeim afleyðingum að vinur hans liggur í dái, og skömmu síðar skildi eiginkona Hulk og barnsmóðir við hann. Ekki skánar það nú.

Lífið

Airwaves aldrei glæsilegri á afmælisári

CSS, Yelle, Crystal Castles og Simian Mobile Disco eru á meðal hljómsveita sem troða munu upp á Iceland Airwaves hátíðinni í ár. Rétt í þessu var að ljúka blaðamannafundi á veitingastaðnum Panoroma þar sem Þorsteinn Stephensen, eigandi Hr. Örlygs sem á og rekur Iceland Airwaves tónlistarhátíðina, fór yfir þann styr sem staðið hefur um hátíðina að undanförnu.

Lífið