Lífið

Keyptu vespu fyrir útréttingar starfsfólks

Fyrirtækið VSÓ ráðgjöf í Borgartúni hefur brugðið á það ráð að kaupa vespu og reiðhjól sem starfsmenn fyrirtækisins geta notað til alls kyns útréttinga. Eru kaupin bæði hugsuð með umhverfismál og þægindi starfsmanna að leiðarljósi.

Lífið

Hleypur um borgina hálfnakinn - myndband

Vinir mínir mönuðu mig í þetta, segir Rökkvi Vésteinsson forritari sem á það til að klæðast sundbol einum fata hlaupandi um götur borgarinnar. Ég varð háður athyglinni. Athyglissýki er fíkn og maður húkkast.

Lífið

Hvað varð um Stjörnustríðsdverginn?

Margir hafa velt því fyrir sér hvað orðið hafi um dverginn Kenny Baker sem er rétt rúmur metri á hæð og fór með hlutverk vélmennisins R2-D2 í Stjörnustríðsmyndunum góðkunnu. Baker og félagi hans Anthony Daniels, sem lék hinn gulli slegna C3PO, eru einu leikararnir sem komu fram í öllum sex Stjörnustríðsmyndunum.

Lífið

Hamingjuleit í fjármálaheiminum

Ilmur Kristjánsdóttir leikur Ástríði í sjónvarpsþáttaröðinni Ástríður. Tökur hefjast í lok mánaðarins og Silja Hauksdóttur leikstýrir. Þetta verða tólf framhaldsþættir sem Stöð 2 sýnir, líklega skömmu eftir áramót.

Lífið

Ef eldhúsið er skítugt get ég ekki sofnað, segir Geir Ólafs

Ef ég veit að eldhúsið er skítugt þá get ég ekki sofnað. Ég verð að hafa hreint í eldhúsinu, segir Geir Ólafsson söngvari meðal annars í þættinum Mér finnst sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni ÍNN þar sem hann spjallar við Sigríði Klingenberg, Ásdísi Olsen og Kolfinnu Baldvins.

Lífið

Listamenn til sýnis í Húsdýragarðinum

Hópur ungra listamanna vöktu athygli í Húsdýragarðinum í liðinni viku. Þau hreiðruðu um sig innan girðingar og settu upp skilti líkt og þau væru líka eitt af húsdýrunum - og til sýnis.

Lífið

Ramsey á Vegamótum

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsey sem staddur er hér á landi brá undir sig betri fætinum í gærkvöldi. Hann sat á efri hæðinni á Vegamótum í góðra vinahópi með drykk við hönd.

Lífið

Michael Jackson verslar barnabækur í hjólastól

Myndir af Michael Jackson þar sem honum er ýtt um Las Vegas í náttfötum og hjólastól hafa vakið upp spurningar um heilsu poppgoðsins. Sérfræðingar efast um að konungur poppsins muni einhverntíman dansa "moonwalk" á ný.

Lífið

Ævintýri skálds og maríjúanasala á netið

Skrapp út, nýjasta mynd Sólveigar Anspach verður frumsýnd þann áttunda ágúst næstkomandi. Fyrsta stiklan fyrir myndina var birt á kvikmyndasíðunni Topp 5 í dag. Myndin fjallar um skáldið, uppvaskarann og maríjúanasalann Önnu Hallgrímsdóttur, og skartar skáldkonunni Diddu í aðalhlutverki. Didda hlaut Edduverðlaunin fyrir leik sinn í Stormviðri, mynd Sólveigar frá 2003.

Lífið