Lífið

Sienna leitar huggunar hjá mömmu

Leikkonan Sienna Miller, sem er 26 ára, leitar huggunar hjá mömmu sinni, Jo, og hundunum þeirra samkvæmt bresku pressunni sem hefur lagt Siennu í einelti eftir að hún byrjaði með gifta Balthazar Getty.

Lífið

Mýrin valin ein af tíu bestu glæpamyndum sögunnar

Mýrin, mynd Baltasar Kormáks frá árinu 2006 sem gerð var eftir metsölubók Arnalds Indriðasonar, má finna á lista yfir tíu bestu glæpamyndir sögunnar hjá Times Online. Þar er hún í hópi með ekki ómerkari myndum en Silence of the Lambs, The Usual Suspects, Fargo og Reservoir Dogs.

Lífið

Hver kenndi Óla Stef að kasta bolta?

Ólafur Stefánsson handboltamaður og heimspekingur hélt fjölskyldu- og kveðjuhóf heima hjá ömmu sinni Jakobínu Finnabogadóttur í dag. Heldur Óli til Spánar í fyrramálið til að spila með liði sínu Ciudad Real. Var bæði silfurmedalían og fálkaorðan til sýnis og fengu spenntir fjölskyldumeðlimir að prófa silfurgripinn.

Lífið

Svitakirtlar Jennifer Lopez áhyggjuefni - myndir

Þegar leik- og söngkonan Jennifer Lopez mætti til góðgerðarsamkomu í gærkvöldi í Colorado í Bandaríkjunum til að vekja athygli á mikilvægi barnaverndar þar í landi sem sjóður hennar, The Jennifer Lopez Found, styrkir veglega lögðu ljósmyndarar sig fram við að mynda líkamsástand söngkonunnar.

Lífið

Karlmenn eru óþokkar, segir berbrjósta Kate Moss

Ásamt því að afklæðast ræðir Kate Moss opinskátt um karlmenn í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Interview. Myndirnar af Kate þykja mjög djarfar þrátt fyrir þá staðreynd að hún er alvön að fækka fötum fyrir heimsbyggðina.

Lífið

Lost-stjarna mætt á djammið á ný - myndir

Til Michelle Rodriguez, sem er ein af fyrrverandi stjörnum Lost þáttanna, hefur ekki sést lengi. Hún er stödd á Hawaii þar sem hún er elt af ljósmyndurum sem keppast við að mynda hana í annarlegu ástandi því Michelle, sem afplánaði 18 daga af 180 daga dómi sem hún hlaut fyrir að brjóta skilorð fyrir ári, er tíður gestur á næturklúbbum.

Lífið

Strákarnir fengu höfðinglegar móttökur - myndir

Silfurdrengirnir í íslenska landsliðinu í handbolta fengu höfðinglegar móttökur þegar þeir komu til landsins í gær eftir frækna framgöngu á Ólympíuleikunum í Peking. Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins fylgdi strákunum eftir í gær og tók myndirnar sem sjá má hér að neðan.

Lífið

Mr. Big pabbi í hjáverkum - myndir

Leikarinn Chris Noth sem fer með hlutverk Mr. Big í kvikmyndinni Sex and the City tekur föðurhlutverkið alvarlega eins og myndirnar sýna sem teknar voru af honum með 7 mánaða dóttur hans, Orion, í fanginu á rölti um götur Hollywood.

Lífið

Michael Jackson nær 50 árunum

Ein af þekktari poppstjörnum samtímans, blökkumaður sem hefur beinlínis hvítnað upp og skartar nefi úr plasti, fagnar tímamótum um helgina.

Lífið

Sonur Dr. Dre finnst látinn

Sonur rapparans Dr. Dre fannst látinn á heimili sínu um helgina, einungis tvítugur að aldri. Móðir drengsins, sem nefndist Andre R. Young Jr, fann hann í herbergi sínu að morgni laugardagsins.

Lífið

Svið sett upp við Arnarhól fyrir „Strákana okkar"

Undirbúningur stendur nú yfir fyrir þjóðhátíðina í miðborginni í dag vegna komu „Strákanna okkar" sem haldin verður á Arnarhóli kl. 18.30. Er verið að setja upp svið þar sem landsliðsmennirnir geta tekið við hyllingu landsmanna.

Lífið

Segir að kærastan helli Lindsay fulla

Pabbi Lindsay Lohan hefur þungar áhyggjur af dóttur sinni. Fjölmiðlar vestanhafs hafa það eftir Michael Lohan að hann er sannfærður um að sé byrjuð að drekka aftur. Hann hafi ákveðið að setjast niður og ræða málin við kærustu Lindsay, Samönthu Ronson, sem hann telur bera alla ábyrgð á drykkju dóttur sinnar.

Lífið

Kóngurinn með tónleika í Köben

Bubbi Morthens ætlar að hafa tónleika í hinum eina sanna Falconer Salen í Kaupmannahöfn. Tónleikarnir verða þann 18. Október næstkomandi og Bubbi segist eiga von á frábærri skemmtun.

Lífið

Silfurvélin á leiðinni með landsliðið

Silfurvélin svokallaða er nú á leið til landsins með landsliðið íslands í handbolta innanborðs. Áhöfnin um borð í vélinni sem flytur handboltahetjurnar okkar til landsins síðar í dag er ekki í sínum hefðbundnu einkennisbúningum flugfreyja og flugþjóna, heldur í gömlum landsliðsbúningum. Flugstjórinn er Bjarni Frostason, en hann er fyrrverandi landsliðsmarkvörður. Liðið kemur frá Frankfurt og er áætluð lending í Keflavík klukkan hálf fjögur.

Lífið

Semja frið við berrassaða Þjóðverja

Þýskir og pólskir sóldýrkendur hafa samið um vopnahlé eftir harðvítugar deilur um Usedom strönd á mörkum landanna. Þýska hliðin er nektarströnd, og fannst gestum hennar Pólverjarnir glápa full mikið á sig þar sem þeir viðruðu það allra heilagasta.

Lífið

Anita Briem setti met í áheyrnarprufum

Það þurfti hvorki fleiri né færri en 25 áheyrnarprufur til að sannfæra framleiðendur kvikmyndarinnar Journey to the Center of the Earth að ráða Anitu Briem í eitt aðalhlutverkanna. Þetta upplýsir hún í viðtali við dagblaðið The New Paper í Singapore. Blaðið segir hana þar með hafa slegið met Cameron Diaz, sem þurfti að fara í tólf áheyrnarprufur áður en hún fékk sitt fyrsta bitastæða hlutverk í The Mask.

Lífið

Lífverðir drottningar dópaðir

Fimm af lífvörðum Elísabetar Bretlandsdrottningar hafa verið reknir úr hernum fyrir að standast ekki lyfjapróf. Hermenn úr heiðursvarðasveitinni konunglegu sinna meðal annars skyldum á borð við það að skjóta úr byssum sínum á afmæli drottningar og við aðrar hátíðlegar athafnir.

Lífið

Vilja banna stóra bíla

Svissneskur stjórnmálaflokkur vill að jeppar, pallbílar og eyðslufrekar lúxuskerrur og sportbílar verði bannaðir. Þeir hafa safnað nægum undirskriftum til að kjósa þurfi um málið.

Lífið

Útvarpskona á hlaupum

„Ég hef verið að jafna mig á hnémeiðslum undanfarna mánuði, en tók bara ákvörðun um að hlaupa og sjá hvað ég gæti í engu keppnisformi," segir Ragnhildur Magnúsdóttir útvarpskona á Bylgjunni. Hún hljóp tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis á dögunum og var sú þrítugasta og sjöunda hraðskreiðasta í flokki kvenna.

Lífið

Nýr dómari í American Idol

Fjórða dómaranum verður bætt við í American Idol í næstu seríu þáttarins. Sú heitir Kara DioGuardi og er lítið þekkt utan tónlistarbransans. Hún starfar sem sönghöfundur og á og rekur útgáfufyrirtækið Arthouse Entertainment, sem meðal annars er með Idol-keppandann David Archuleta á sínum snærum.

Lífið