Lífið

Mariah Carey vill næði á klósettinu

Söngkonan Mariah Carey fer aldrei út á meðal almennings nema í fylgd fjölda lífvarða. Þegar Mariah þarf nauðsynlega að nota almenningsklósett skipar öryggissveit söngkonunnar öllum konum að yfirgefa kvennasalernið í tíu mínútur á meðan Mariah lýkur sér af.

Lífið

Stjörnurnar í Litla Bretlandi ætla í bíó

Matt Lucas sem undanfarin ár hefur varið á kostum í hinum ýmsu hlutverkum í bresku gamanþáttunum Little Britain segir að hann og félagi hans úr þáttunum David Walliams vinni nú að kvikmyndahandriti.

Lífið

Biðst afsökunar á klósettferðinni

Breski söngvarinn George Michael hefur beðist afsökunar á framferði sínu en síðastliðinn föstudag var hann handtekinn á almenningssalerni í kjölfarið að lögreglan fann í fórum hans krakk og kannabis.

Lífið

Nektarsenur í Svörtum englum erfiðar

Vísir hafði samband við Davíð Guðbrandsson leikara sem fer með hlutverk Árna í sjónvarpsþáttaröðinni Svartir englar sem hóf göngu sína í Sjónvarpinu í gær. „Ég ligg bara í flensu en annars hef ég það ágætt fyrir utan að það er leiðinlegt að liggja heima. Þetta gæti verið spennufall vegna þáttanna eða þessi blessaða haustbaktería," svarar Davíð aðspurður hvernig hann hafi það.

Lífið

Hefðin og arfleifðin - Arnaldur í viðtali hjá The Times

„Bækur Arnalds veita innsýn í hið sérstaka hugarfar Íslendinga og það virðast lesendur um gervallan heiminn kunna að meta,“ skrifar Doug Johnstone, blaðamaður hjá The Times og rithöfundur að auki, í viðtali sem hann tók við Arnald Indriðason og birtist í blaðinu á föstudaginn.

Lífið

Mynd af flugvélarflaki poppgoðs

Fyrrverandi trommari hljómsveitarinnar Blink 182, Travis Barker, liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að Lear þota sem hann var farþegi í hrapaði í Suður Karólínu í Bandaríkjunum.

Lífið

Fjölmargir lýsa yfir stuðningi við Jóhann R.

478 manns hafa skráð sig á í hóp á samskiptasíðunni Facebook sem ætlaður er til stuðnings Jóhanni R. Benediktssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Vísir sagði frá því í gær að hópnum hefði verið komið á laggirnar og undirtektirnar hafa ekki látið á sér standa.

Lífið

Afkomendur Brasilíufara færðir til bókar

Búið er að skrá tæplega fjögur þúsund afkomendur þeirra Íslendinga sem fluttu til Brasilíu á 19. öld. Ættfræðiþjónustan hefur unnið að verkinu ásamt ungum brasilíumanni og hefur málið vakið nokkra athygli í Brasilíu.

Lífið

George Foreman elskar íslenska hestinn

Hnefaleikakappinn George Foreman er mikill aðdáandi íslenska hestsins. Á heimasíðu Foremans, sem er sennilega betur þekktur í dag fyrir grillin sín frægu, segist hann safna íslenskum og arabískum gæðingum.

Lífið

George Michael enn í vandræðum á almenningssalerni

Poppsöngvarinn George Michael ætti að reyna að forðast almenningssalerni ef hann mögulega getur. Frægt varð þegar hann var handtekinn fyrir ósiðlegt athæfi á einu slíku í Los Angeles um árið og á föstudaginn var hann enn handtekinn á klóinu.

Lífið

Hver drap rafmagnsbílinn?

Samband íslendinga við bílinn sinn, allt frá rafmagnsbílum til fjallajeppa, er þessa dagana undir smásjá leikstjóra heimildamyndarinnar Hver drap rafmagnsbílinn? - Who Killed the Electric Car? en hann vinnur nú að næstu mynd sinni, sem nefnist Hefnd rafmagnsbílsins, hér á landi.

Lífið

Góðir gestir hjá Sigurjóni á Sprengisandi

Sigurjón M. Egilsson fór í loftið á Byljgunni í morgun í Sprengisandi, nýjum þætti þar sem SME myn kryfja pólitíkina og efnahagsmálin til mergjar. Þátturinn verður á hverjum Sunnudegi og hefst hann klukkan hálfellefu og stendur til tólf.

Lífið

Eiður Smári og félagar fá Audi Q7

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Barcelona tóku á dögunum á móti glænýjum Audi Q7 jeppum á Circuit Catalunua brautinni í Katalóníu. Héðan í frá munu Eiður, Henry og Eto'o ásamt restinni af liðinu því mæta á alveg eins bíl á æfingar hjá liðinu.

Lífið

Stuðningshópur fyrir Jóhann R. á Facebook

Á samskiptasíðunni Facebook hefur verið stofnaður hópur undir fyrirsögninni. „Stuðningshópur Jóhanns R. Benediktssonar.“ Síðan var stofnuð í dag en hún er fyrir þá sem vilja sýna Jóhanni, lögreglustjóra á Suðurnesjum stuðning. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa stöðu lögreglustjórans lausa til umsóknar og líta gagnrýnendur svo á að verið sé að bola Jóhanni úr starfi.

Lífið

Trommarinn í Blink 182 í flugslysi

Travis Barker, fyrrverandi trommari Blink 182 og sjónvarpsstjarna í raunveruleikaþættinum "Meet the Barkers", liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir að Lear þota sem hann var farþegi í hrapaði í Suður Karólínu í Bandaríkjunum. Fjórir létust í flugslysinu en Barker og plötusnúðurinn DJ AM, Adam Goldstein komust lífs af en eru báðir alvarlega slasaðir og með slæm brunasár.

Lífið

65 milljónir söfnuðust í landssöfnun

Landssöfnun mænuskaðastofnunar íslands náði hápunkti með sjónvarpsþætti á stöð 2 í gærkvöldi. Margir listamenn komu fram, m.a. Stefán Hilmarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Bergþór Pálsson og Páll Óskar Hjálmtýsson. Leikarar spiluðu mennskan tetris leik og handboltahetjur söfnuðu fé á hvern kílómeter sem þeir hlupu. Alls söfnuðust um 65 milljónir í gær en söfnunarféð rennur óskert til tilrauna á skurðaðgerðum sem verða framkvæmdar í Berlín. Söfnunin stendur ennþá yfir og eru söfnunarsímar opnir fyrir framlögum.

Lífið

Ný SATC kvikmynd væntanleg

Æstir aðdáendur Sex and the City ættu að geta tekið gleði sína því Candace Bushnell hefur staðfest að hún sé að skrifa framhald að Sex and the City kvikmyndinni sem frumsýnd var á þessu ári.

Lífið

South River Band í stúdíó Grand rokk

Hljómsveitin South River Band efnir til tónleika á Grand rokk í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir verða teknir upp, bæði hljóð og mynd, og er síðan ætlunin að gefa þá út bæði sem CD og DVD.

Lífið

Verða Jóhannes og Roman nágrannar?

Sveitarstjórinn á Svalbarðsströnd kannast ekkert við að Roman Abramovitsj, eigandi Chelsea hyggist byggja sér glæsivillu í héraðinu. Jóhannes í Bónus yrði nágranni rússneska auðmannsins.

Lífið

Nicole Ritchie flutt út

Nicole Ritchie er flutt frá eiginmanni sínum og barnsföður ef marka má nýjustu slúðurfréttirnar frá Hollywood.

Lífið