Lífið

Fjölmargir lýsa yfir stuðningi við Jóhann R.

Jóhann R. Benediktsson.
Jóhann R. Benediktsson.

478 manns hafa skráð sig á í hóp á samskiptasíðunni Facebook sem ætlaður er til stuðnings Jóhanni R. Benediktssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Vísir sagði frá því í gær að hópnum hefði verið komið á laggirnar og undirtektirnar hafa ekki látið á sér standa.

Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að auglýsa embætti Jóhanns laust til umsóknar á næsta ári og hefur sú ákvörðun vakið nokkurt umtal enda tíðkast ekki að auglýsa embætti með þessum hætti nema embættismaðurinn sækist ekki eftir starfinu áfram. Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, sagði á Stöð 2 í gær að auglýsingin jafngilti brottrekstri.

Facebook síðuna má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.