Lífið

Twilight stjarna lögð í einelti

Twilight stjarnan og hjartaknúsarinn Robert Pattinson segir að hann hafi verið lagður í einelti þegar hann var unglingur. Ástæðan fyrir eineltinu mun vera sú að hann hafi sagt öllum að hann ætlaði sér að verða leikari og fór það eitthvað í taugarnar á samnemendum hans.

Lífið

Vinir Haim segja að hann hafi ekki tekið of stóran skammt

Fyrrverandi unglingastjarnan Corey Haim sem lést í gær tók ekki inn of stóran skammt lyfja að því er vinir hans fullyrða. Þeir segja að Haim hafi verið með flensu dagana áður en hann lést og umboðsmaður hans segir að hann hafi verið hættur að ofnota lyf, en Haim hafði barist við fíkniefnadjöfulinn í fjöldamörg ár.

Lífið

Feldberg í útrás

Feldberg-lagið „Dreamin‘„ verður á safnplötunni Kitsuné Maison Compilation 9 sem kemur út í apríl. Þetta er mikill heiður því franska fyrirtækið Kitsune Music, sem gefur plötuna út, er leiðandi í útgáfu á rafvæddri popptónlist, e

Lífið

Barnahátíð í undirbúningi

Í gær afhenti borgarstjórinn í Reykjavík ungri stúlku verðlaun í Foldaskóla fyrir merki hátíðar sem haldin verður í borginni í apríl og helguð verður menningu krakka. Nefnist hún Barnamenningarhátíðin og verður haldin

Lífið

Sömdu fyrir leikrit

Skagahljómsveitin Cosmic Call, sem gaf út sína fyrstu EP-plötu í fyrra, semur stóran hluta tónlistarinnar í leikverkinu Karíókí sem var frumsýnt í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á dögunum.

Lífið

Mikill metnaður í Kimono

Kimono heldur útgáfutónleika sína í Íslensku óperunni í kvöld. „Þetta eru „stærstu“ tónleikar okkar miðað við hvað við erum að leggja í þetta,“ segir Gylfi Blöndal, einn meðlima sveitarinnar. „Óperan er stórt hús, einstaklega falleg í sinni upprunalegu mynd og þessir tónleikar verða mikið sjónarspil. Aukaleikarar stíga á svið, gríðarlegt ljósasjó verður sett upp og vi

Lífið

Auðunn keppir um 400 milljónir

Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal tekur þátt í einu stærsta pókermóti heims þegar hann sest við eitt af spilaborðunum í spilavítinu Monte Carlo við Grace-götuna í Mónakó og keppir á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í póker

Lífið

Frægasti kokkur Íra er íslenskur

Frægasti sjónvarpskokkur Írlands, Rachel Allen, er íslensk í móðurættina. Þetta kemur fram í viðtali við hana í bandaríska veftímaritinu San Gabriel Valley Tribune. „Ég eldaði ekki mikið heima, mamma sá aðallega um það,“ segir Rachel í viðtalinu.

Lífið

Veðja á Lapidus í stað Larsson

Sena hefur tryggt sér sýningarréttinn á sænsku spennumyndinni Snabba Cash, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda í heimalandi sínu. Myndin er byggð á samnefndri bók Jens Lapidus og vonast forsvarsmenn Senu til að hún fylgi eftir vinsældum myndanna sem eru byggðar á metsölubókum Stiegs Larsson.

Lífið

GusGus í Fellunum

Nýjasta myndband GusGus, við lagið „Thin Ice“, er komið á Netið. Þetta er annað smáskífulag sjöundu breiðskífu sveitarinnar, 24/7, sem kom út í fyrra.

Lífið

Jökullinn stal yfirleitt senunni

Halldór Lárusson hefur haldið úti vefsíðunni trommari.is í meira en eitt ár. Nú hefur umfjöllun um Gunnar Jökul Hákonarson dregið dilk á eftir sér og stefnt er á minningartónleika í haust.

Lífið

Leikur Lombardi

Stórleikarinn Robert De Niro hefur tekið að sér aðalhlutverkið í nýrri mynd um hinn þekkta bandaríska ruðningsþjálfara Vince Lombardi. Myndin fjallar um það góða starf sem Lombardi vann hjá Green Bay Packers þegar hann gerði liðið að meisturum. „Það eru fáir leikarar sem geta sýnt jafn vel e

Lífið

Jesus vill eldri konur

Jesus Luz, kærasti hinnar sívinsælu Madonnu, játar að vera sérstaklega gefinn fyrir eldri konu. Það þarf kannski ekki að koma á óvart því að 28 ára aldursmunur er á þeim turtildúfunum.

Lífið

Nýtt Aniston ilmvatn væntanlegt á markað

Vinsældum Jennifer Aniston, sem má segja að hafi heillað alla heimsbyggðina með þokkafullri hárgreiðslu sinni, virðast engin takmörk sett. Nú er rætt um að setja á markað ilmvatn í hennar nafni. Aniston hefur meira að segja skrifað undir samning við Falic Group, sem setti á markað ilmvatn í nafni Evu Longoriu Parker. Búist er við því að ilmvatnið muni seljast vel.

Lífið

Unglingastjarnan Corey Haim er látinn

Ein skærasta unglingastjarnan í Hollywood á níunda áratug síðustu aldar, Corey Haim, lést í morgun 38 ára að aldri. Að sögn lögreglunnar í Los Angeles er talið líklegast að ofneysla eiturlyfja hafi riðið honum að fullu.

Lífið

Ekkert minnst á Förruh Fawcett á Óskarnum

Aðstandendur leikkonunnar Förruh Fawcett eru miður sín eftir óskarsverðlaunahátíðina sem haldin var um helgina. Venja er að minnast þeirra leikara sem látist hafa á árinu á hátíðinni og var engin undantekning á því í ár.

Lífið

Demi kennir dóttur sinni súludans

Demi Moore sýndi á dögunum að hún hefur engu gleymt í súlufimi frá því hún lék í Stiptease hérna um árið. Á dögunum mætti hún í partí ásamt 21 árs gamalli dóttur sinni, Rumer Willis, sem fram fór á hinu alræmda Chateu Marmont hóteli í Hollywood.

Lífið

Amy og Blake aftur upp að altarinu

Amy Winehouse er að plana að giftast gamla kærastanum Blake Fielder-Civil á ný í Las Vegas. Turtildúfurnar voru gefnar saman í Miami árið 2007 en stuttu seinna var Blake handtekinn fyrir líkamsárás og dæmdur í 27 mánaða fangelsi.

Lífið

Tekur sér hlé frá rokkinu vegna gigtarvandamála

„Maður er búinn að reyna að spara sig svolítið,“ segir Arnar Geir Ómarsson, einn færasti trommari landsins sem hefur lamið húðir með hljómsveitum á borð við Ham, Egó og Apparati Organ Quartet við góðan orðstír.

Lífið

Nýjasta myndband Gus Gus komið á netið

Nýjasta myndband Gus Gus við Thin Ice er komið til sýninga á netinu. Thin Ice er önnur smáskífa hinnar rómuðu sjöundu breiðskífu sveitarinnar, "24/7". Í tilkynningu frá sveitinni segir að myndbandið hafi verið sýnt sérstökum velunnurum sveitarinnar á kósíkvöldi á Kaffibarnum seint í fyrra og voru undirtektir þá mjög hlýlegar.

Lífið

Cowell kallar Sting fábjána

Simon Cowell, sem þekktastur er fyrir raunveruleikaþættina American Idol og X Factor kallaði söngvarann Sting fábjána í sjónvarpsþætti vestanhafs um helgina.

Lífið