Lífið

Hollendingar taka upp þrívíddarmynd á Íslandi

Tökulið frá hollenska kvikmyndafyrirtækinu Eyeworks er statt hér á landi til að taka upp fyrstu hollensku þrívíddar-kvikmyndina, Nova Zembla. Um níutíu íslenskir og hollenskir kvikmyndagerðarmenn koma að tökunum en það er framleiðslufyrirtækið Saga Film sem hefur veg og vanda af íslenska hlutanum. Verkefni af þessari stærðargráðu skila yfirleitt tugum milljóna inn til landsins og getur þar að auki haft veruleg áhrif á ferðamannastraum frá viðkomandi landi, ekki síst ef myndin slær í gegn heima fyrir.

Lífið

Í fötum af dóttur sinni

Steven Tyler, dómari í American Idol og söngvari Aerosmith, er óhræddur við að klæðast fötum af dóttur sinni, leikkonunni Liv Tyler. "Pabbi klæðist kvenmannsfötum. Það er ótrúlega fyndið,“ sagði Liv. "Stundum sé ég hann og hugsa: "En falleg skyrta – vegna þess að hún er úr fataskápnum mínum.“ Hún er engu að síður ánægð með pabba gamla. "Mér finnst hann mjög myndarlegur og ég er stolt af honum. Ég skil hann mjög vel og veit hvernig hann hugsar.“

Lífið

Þú ert að verða að engu stelpa

Óskarsverðlaunahafinn, söngkonan Jennifer Hudson, 29 ára, sem hefur nú þegar misst 30 kíló með breyttu mataræði og markvissri hreyfingu stillti sér upp á rauða dreglinum á tónleikum Mary J. Blige í New York í gærkvöldi. Jennifer sem er í dag talsmaður WeightWatchers er stórglæsileg eins og sjá má á myndunum. Jennifer er hinsvegar harðlega gagnrýnd fyrir að minnka áberandi hratt með hverjum deginum en hún heldur því statt og stöðugt fram að hún sé ekki að fara fram úr sér í öfgafullu megrunarátaki heldur með áherslum á heilsusamlegra líferni og að hennar sögn fær hún fleiri spennandi tilboð eftir því sem hún lítur betur út.

Lífið

Karl Berndsen á tímamótum

„Ég ætla ekki að fara leka einu eða neinu en get þó staðfest að ég á í viðræðum við Stöð 2,“ segir hárgreiðslumaðurinn Karl Berndsen sem er hættur að stjórna þættinum Nýtt útlit á Skjá einum.

Lífið

Glænýr háralitur

Leikkonan Scarlett Johansson, 26 ára, er rauðhærð eins og sjá má á myndunum sem teknar voru af henni í gær. Leikkonan er alltaf stórglæsileg sama hvaða háralit hún er með. Með Scarlett var tvíburabróðir hennar Hunter Johansson og leikarinn Bradley Cooper sem leikur á móti henni í rómantísku gamanmyndinni He´s Just Not That Into You.

Lífið

Gallastuttbuxur slá í gegn

Sálarsérfræðingurinn Tobias Fünke er ein af eftirminnilegri persónunum úr sjónvarpsþáttunum Arrested Development. Í þáttunum klæddist hann gjarnan gallastuttbuxum, eða "cutoffs“. Þær verða það heitasta í strákatískunni í sumar. Gallastuttbuxur hafa verið vinsælar meðal karlpeningsins bæði í Svíþjóð og Danmörku undanfarin sumur. Nú hefur þessi tíska náð hingað til lands og að sögn Sindra Snæs Jenssonar, verslunarstjóra í Gallerí Sautján, hafa stuttbuxurnar rokið út.

Lífið

Elskar spínat

Fyrirsætan Miranda Kerr eignaðist soninn Flynn í byrjun janúar á þessu ári. Kerr er komin aftur til vinnu og segist þakka grannan vöxt sinn heilsusamlegu líferni.

Lífið

Ekki lögð í einelti í skóla

Leikkonan Emma Watson úr Harry Potter-myndunum hefur vísað á bug fregnum um að hún hafi hætt í Brown-háskólanum á Rhode Island í Bandaríkjunum vegna þess að hún hafi verið lögð í einelti. Watson ákvað fyrir skömmu að taka sér frí frá námi í eina önn. Í yfirlýsingunni sagðist hún aldrei hafa lent í einelti, hvorki í Brown né annars staðar. Hún er ekki viss um hvað tekur við í haust þegar þriðja námsárið hefst. Hugsanlega fer hún í nám í öðru landi.

Lífið

Húðflúrari Tyson bálreiður

Ef kynningarmyndband væntanlegrar kvikmyndar Hangover 2 er skoðað má greinilega sjá að Ed Helms vaknar upp með nákvæmlega eins húðflúr og Mike Tyson lét setja á andlitið á sér árið 2003. Húðflúrarinn, S. Victor Whitmill, sem bæði teiknaði og húðflúraði listaverkið í andlitið á Tyson er brjálaður út í Warner Bros, framleiðanda kvikmyndarinnar því hann telur sig eiga höfundarréttinn á listaverkinu. S. Victor hefur kært Warner Bros og fer fram á stjarnfræðilega háar fjárhæðir.

Lífið

Prinsessan greinilega sátt við brúðkaupsnóttina

Ef meðfylgjandi myndir, sem teknar voru af Vilhjálmi Bretaprins, 28 ára, og Katrínu Middelton, 29 ára, í dag, laugardag, eru skoðaðar líta þau út fyrir að vera í sjöunda himni eftir brúðkaupið þeirra sem fram fór í Westminster Abbey í gær að viðstöddu fjölmenni. Þá má einnig sjá þyrluna sem flaug með hjónakornin burt frá Bretlandi á ónefndan stað þar sem þau ætla að eyða helginni saman. Opinberu brúðkaupsmyndirnar sem teknar voru af þeim eftir athöfnina má einnig skoða í meðfylgjandi myndasafni.

Lífið

Eignuðust tvíbura í dag

Söngkonan Mariah Carey, 41 árs, og eiginmaður hennar, Nick Cannon, 30 ára, eignuðust tvíbura í dag, dreng og stúlku, á fjögurra ára brúðkaupsafmælinu þeirra, klukkan 12:07, á Los Angeles spítalanum. Eiginkona mín gaf mér ótrúlegustu gjöf sem hægt er að hugsa sér á brúðkaupsafmælinu okkar. Ég á aldrei eftir að toppa hana, skrifaði Nick á Twitter síðuna sína í dag. Hjónin hafa ekki gefið tvíburunum nöfn en þau hlustuðu saman á vinsælt lag Mariuh We Belong Together strax eftir að börnin fæddust.

Lífið

Cut Copy til Íslands í sumar

"Ég held að þetta eigi eftir að verða besta partí sumarsins, jafnvel þótt það sé á miðvikudegi. Bestu partí sumarsins eru alltaf á virkum dögum,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson tónleikahaldari.

Lífið

Óþekkjanleg Jennifer Lopez

Söngkonan og American Idol dómarinn Jennifer Lopez, 41 árs, var nánast óþekkjanleg með risastór sólgleraugu á nefinu, ómáluð í andliti, með hárið tekið upp í snúð, klædd í bleikar joggingbuxur og svartan síðerma rúllukragabol eins og sjá má á myndunum sem voru teknar í fyrradag. Það var hinsvegar allt annað að sjá söngkonuna klædda í gylltan glamúrgalla eftir Zuhair Murad og Christian Louboutin skó. Þetta kvöld var Jennifer stórglæsileg eins og sjá má í myndasafni. Um var að ræða heljarinnar partý sem hún hélt í Los Angeles tilefni af nýju plötunnar hennar Love?. Burtséð frá nýju plötunni er nóg að gera hjá Jennifer. Hún og eiginmaður hennar Marc Anthony ásamt Simon Fuller, sem er hugmyndasmiðurinn á bak við Idol, skipuleggja nú nýjan sjónvarpsraunveruleikaþátt sem ber heitið Que Viva. Þátturinn gengur út á að uppgötva nýja hæfileikaríka söngvara sem eiga ættir sínar að rekja til suður ameríku. Þá hefur Jennifer einnig tekið að sér að taka þátt í að talsetja væntanlega teiknimynd Ice Age: Continental Drift.

Lífið

Ítalskur dagskrárstjóri ráðinn til RIFF

Ítalinn Giorgio Gosetti hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF. „Ég get fullyrt það að hann er tvímælalaust einn af bestu dagskrárstjórum í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF.

Lífið

Lifði af tímann með Mínus

Storme Withy-Grubb frá Englandi tekur þátt í fræðslukvöldi Útóns á þriðjudaginn. Hún hefur skipulagt tónleikaferðir með frægum hljómsveitum á borð við Bloc Party, Kaiser Chiefs, CSS og hina íslensku Mínus.

Lífið

Vinsælir á Tribeca

Leikstjórinn Gaukur Úlfarsson er ánægður með viðtökurnar sem heimildarmynd hans Gnarr fékk á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York.

Lífið

Katy Perry leiðir listann

Breska tónlistartímaritið NME kannar um þessar mundir hvaða listamaður er magnaðasti popptónlistarmaður allra tíma. Hvorki meira né minna.

Lífið

Brjálaður út í sjálfan sig

Rapparinn Ja Rule hefur tjáð sig í fyrsta sinn um yfirvofandi fangelsisvist sína. Hann byrjar í júní afplánun á tveggja ára dómi sem hann fékk fyrir vopnaburð árið 2007. Ja Rule, sem heitir réttu nafni Jeffrey Atkins, er reiðubúinn að fara í steininn en finnur til með eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra. „Ég er brjálaður út í sjálfan mig. Dóttir mín er fimmtán ára og er á leiðinni í menntaskóla. Hún þarf á föður sínum að halda. Strákarnir mínir þurfa líka á mér að halda, rétt eins og konan mín. Pabbi klúðraði sínum málum,“ sagði hann.

Lífið

Big Boi með Modest Mouse

Isaac Brock og félagar í hljómsveitinni Modest Mouse vinna nú að fimmtu breiðskífu sinni. Á meðal þeirra sem hafa unnið með hljómsveitinni í hljóðverinu er rapparinn Big Boi úr OutKast-dúettinum, en ekki liggur fyrir hvað hann hefur fram að færa. Big Boi greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni og bætti við að meðlimir Modest Mouse væru svölustu kettir allra tíma (e. coolest cats ever).

Lífið

Sjáðu hattana og kjólana

Hattanir og kjólarnir voru misfallegir eins og þeir voru margir í brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton í Westminster Abbey í London í dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hattur Victoriu stal senunni. Hún var stórglæsileg með svartan Phillip Treacy hatt og hárið tekið í tagl. Þá var hún klædd í kjól eftir sjálfa sig og sérsniðnum Christian Louboutin hælaskóm. Eiginmaður hennar, David var klæddur í Ralph Lauren smóking. Sjáðu brúðarkjól prinsessunnar hér og skvísuna sem skyggði á prinsessuna þennan dag.

Lífið

Fer aftur í meðferð

Richie Sambora, gítarleikari rokksveitarinnar Bon Jovi, hefur ákveðið að fara í meðferð vegna vímuefnavandamála sinna. Sambora, sem hefur lengi barist við fíkniefnadjöfulinn, fór síðast í meðferð fyrir fjórum árum. Ári síðar var hann handtekinn fyrir að aka undir áhrifum og lýkur hann afplánun þriggja ára skilorðsbundins dóms síðar á þessu ári. Næstu tónleikar Bon Jovi eru fyrirhugaðir á morgun en óvíst er hvort af þeim verður vegna vandamála gítarleikarans.

Lífið

Gettu hver skyggði á prinsessuna í dag?

Pippa Middleton, 27 ára, systir prinsessunnar, skyggði heldur betur á systur sína í dag. Pippa fangaði athygli heimspressunnar þegar hún mætti fantaflott í aðsniðnum kjól hugsandi um það eitt að kjóll brúðarinnar liti sem best út. Getur verið að sæta ólofaða systirin hafi verið sætari en prinsessan á sjálfan brúðkaupsdaginn? Kíktu á myndirnar af Pippu hér.

Lífið

Kaloríulausar kræsingar

Erla Ósk Arnardóttir er hugmyndasmiðurinn á bak við kræsingarnar sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði en sætindin eru gerð úr sápu sem hún býr til sjálf frá grunni. Við heimsóttum Erlu Ósk í dag, fengum að skoða sápurnar hennar og spurðum hana hvernig hugmyndin að Sápubakaríinu sem hún rekur varð til og hvernig viðtökurnar við afurðinni hafa verið. Sápubakaríið hennar Erlu á Facebook.

Lífið

Blúndubrúðarkjólar ekki vinsælir á Íslandi

Sigurdís Ólafsdóttir eigandi brúðarkjólaleigunnar Tvö Hjörtu í Bæjarlind fylgist vel með hvað íslenskar brúður vilja þegar brúðarkjólar eru annars vegar. Við litum við hjá henni í dag til að forvitnast um brúðarkjóla og slör í tilefni af brúðkaupi Vilhjálms bretaprins og Katrínar.

Lífið

Konunglegur koss

Meðfylgjandi má sjá fyrsta opinbera koss Vilhjálms og Katrínar á svölum Buckingham hallar í dag. Eins og heyra má brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á meðal fjöldans þegar prinsinn kyssti prinsessuna sína.

Lífið

Dansinn sem allir eiga að geta lært

Alþjóða dansdagurinn er í dag. Hátíðarhöld verða á Ísafirði, Akureyri og í höfuðborginni en dagskrá hefst í Smáralind klukkan 17. Í tilefni dagsins var saminn hip hop dans sem ætlunin er að dansa á öllum hátíðunum. Ísland í dag kíkti á krakka í Dans Center sem fluttu lengri útgáfu af dansinum eins og sjá má hér fyrir ofan. Aðstandendur dagsins segja að allir eigi að geta lært dansinn. Þeir sem vilja negla sporin geta einnig kíkt á kennslumyndband sem sett var á YouTube.

Lífið