Lífið

Larry David í The Stooges

Larry David úr þáttunum Curb Your Enthusiasm mun að öllum líkindum bætast við leikaralið gamanmyndarinnar The Three Stooges. David mun þá leika nunnuna Mengele sem rekur munaðarleysingjahæli þar sem vitleysingjarnir The Stooges vaxa úr grasi. Framleiðsla á myndinni hefst síðar í þessum mánuði.

Lífið

Hreinsar viðbjóðinn úr hústökuhúsinu

Sandra Hlíf Ocares keypti nýverið 100 fermetra hús í Vesturbænum, nánar tiltekið húsið á horni Bræðraborgarstígs og Hávallagötu þar sem hústökufólk hafðist við nokkuð lengi. Eins og meðfylgjandi myndband sýnir hefur Sandra nú þegar hafist handa við að hreinsa innan úr húsinu, brjóta niður veggi og gólf en útgangurinn var vægast sagt ævintýralegur þegar hún fékk það afhent eins og sjá má hér. Sandra er staðráðin í að gera húsið upp og flytja inn í það með stelpunum sínum tveimur eftir þrjár vikur.

Lífið

Patti Smith fær Polar

Söngkonan Patti Smith og bandaríski strengjakvartettinn Kronos Quartet fá sænsku Polar-tónlistarverðlaunin í ár. Tónlistarfólkið tekur á móti verðlaununum, sem nema um átján milljónum króna, í Stokkhólmi síðar á þessu ári. Í yfirlýsingu dómnefndarinnar segir að Patti Smith hafi sýnt hve mikið rokk og ról er í ljóðlistinni og hversu mikil ljóðlist er í rokkinu. Þar segir einnig að Smith hafi „breytt því hvernig heil kynslóð lítur út, hugsar og dreymir“. Á síðasta ári hlutu Björk og ítalska tónskáldið Ennio Morricone Polar-verðlaunin.

Lífið

Hamborgarar handa tökuliðinu

Eva Longoria og mótleikarar hennar í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives, þau Tuc Watkins, Kevin Rahm og Vanessa Williams, fengu hamborgarabíl frá fyrirtækinu Fatburgers til að mæta á tökustað þáttanna fyrir skömmu. Tilefnið var síðasti tökudagur nýju þáttaraðarinnar.

Lífið

Fær 56 þúsund frá Sheen

Skilnaður Brooke Mueller og Charlie Sheen hefur endanlega verið lögfestur. Leikaranum er nú gert skylt að greiða Mueller 56 þúsund dollara eða sex milljónir íslenskra króna á mánuði í meðlag. Mueller og Sheen eignuðust tvíburasyni saman en samband þeirra var stormasamt í meira lagi. Dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu að ekki mætti mismuna börnum Sheen og Denise Richards en leikkonan fær sömu upphæð frá Sheen um hver mánaðarmót. Sheen þarf því að greiða tólf milljónir íslenskra króna í meðlög þann fyrsta í hverjum mánuði.

Lífið

Fyrrum rappari fær uppreisn æru

"Ég er ánægður með þetta. Lengi lifi grínið,“ segir grínistinn Steindi Jr. sem er á meðal þeirra sem tilnefndir eru til hlustendaverðlauna FM 957.

Lífið

Fengu ekki hlutverkið

Leikararnir Jake Gyllenhaal og hinn sálugi Heath Ledger fóru báðir í áheyrnarprufur fyrir aðalkarlhlutverkið í söngvamyndinni Moulin Rouge! sem kom út 2001. Skotinn Ewan McGregor hreppti hlutverkið á endanum og stóð sig með mikilli prýði. Að sögn leikstjórans Baz Luhrmann tók það marga mánuði að finna rétta leikarann í hlutverkið.

Lífið

Depp lofaði kvikmynd

Leikarinn Johnny Depp lofaði rithöfundinum sáluga, Hunter S. Thompson, að gera kvikmynd eftir kvikmyndahandriti sem Thompson skrifaði byggt á bók hans The Rum Diary. Myndin er væntanleg á hvíta tjaldið 28. október og þar fer Depp með hlutverk rithöfundarins drykkfellda Paul Kemp. „Við lásum handritið saman klukkan þrjú um nóttina og okkur langaði að gera eitthvað með það en Hunter virti ekki beint sinn hluta samkomulagsins. Hann hafði víst eitthvað annað að gera,“ sagði Depp, sem fann handritið í geymslu heima hjá Thompson.

Lífið

Mikil óvissa um framtíð Slipknot

Meðlimir ný-þungarokkhljómsveitarinnar Slipknot eru ekki á sömu skoðun um framtíð hljómsveitarinnar. Söngvarinn Corey Taylor er neikvæður á meðan trommarinn Joey Jordison segir hljómsveitina eilífa.

Lífið

Kasólétt með klikkaða útgeislun

Leikkonan Kate Hudson, 32 ára, sem á von á barni með Matt Bellamy, var gullfalleg í gulum Versace síðkjól, með Ferragamo tösku í stíl, á frumsýningu kvikmyndarinnar Something Borrowed í gær. Með Kate á myndunum má sjá Hilary Swank, John Krasinski, Ginnifer Goodwin og Colin Egglesfield sem fara einnig með hlutverk í myndinni. Lífið býður tíu heppnum lesendum á fyrrnefnda mynd, Something Borrowed, á mæðradaginn. Sjá hér.

Lífið

Áttu notalegan dag á golfvellinum

„Þetta var bara geggjað, algjörlega frábær völlur og aðstæðurnar allar hinar bestu,“ segir Hreimur Örn Heimisson, einn af Vinum Sjonna. Eftir annasama tvo daga gafst félögunum loks að slaka aðeins á. Hreimur, Benedikt Brynleifsson, Matthías Matthíasson og Pálmi Sigurhjartarson skelltu sér í golf á golfvellinum Gravenberg og áttu þar notalega stund. Gunnar Ólason forfallaðist hins vegar vegna kvefs sem hann krækti sér í og litlum sögum fer af golfhæfileikum Vignis Snæs.

Lífið

Aldrei þurft að skilja

Cameron Diaz segir að eini munurinn á henni og mótleikkonum hennar í Hollywood sé sá að hún hafi aldrei gifst neinum, sem hún hefur síðan þurft að skilja við. Diaz, sem er 38 ára, hefur átt í ástarsamböndum með stjörnum á borð við Justin Timberlake, Jared Leto og Matt Dillon en aldrei gengið upp að altarinu. Núna er hún að hitta hafnarboltakappann Alex Rodriguez og er ánægð með lífið og tilveruna.

Lífið

Sumir voru skrautlegri en aðrir

Meðfylgjandi myndir tók Sveinbi ljósmyndari Superman.is síðustu helgi á veitingahúsunum Prikið, Hrressó og Hvíta Perlan. Eins og sjá má í myndasafni voru sumir skrautlegri en aðrir.

Lífið

Aðdáendasíður til heiðurs Pippu

Breska þjóðin heldur varla vatni yfir yngri systur Katrínar hertogaynju af Cambridge, Pippu Middleton, en hún lék lykilhlutverk sem fyrsta brúðarmær í konunglega brúðkaupinu og stóð sig með prýði. Partýljónið Pippa getur orðið næsta stjarna Bretlandseyja ef hún vill.

Lífið

Útlitið rautt í Hollywood

Rauðhærðir þurfa ekki lengur að fara í felur með hárlit sinn því rauður virðist vera liturinn í ár. Fjölmiðlar vestanhafs ráku upp stór augu þegar leikkonan úr sjónvarpsþáttunum Gossip girl, Blake Livlely mætti á rauða dregilinn með hár í stíl. Lively hefur skipt út ljósu lokkunum fyrir rauðleita en hún er ekki sú eina í Hollywood sem hefur ákveðið að breyta um háralit. Rautt hár er greinilega í tísku því fleiri leikkonur hafa fetað í hennar fótspor nýverið.

Lífið

Gerir heimildarmynd um of feit börn á Íslandi

"Þetta er orðið að vandamáli fyrir löngu síðan,“ segir fyrrum sjónvarpskonan Inga Lind Karlsdóttir en hún er byrjuð að undirbúa heimildarmynd um of feit börn á Íslandi. Að sögn Ingu er undirbúningur myndarinnar þó skammt á veg komin. "En ef Guð lofar þá gæti þetta gengið, þetta er nokkuð sem mig langar til að gera og ég er byrjuð að vinna í þessu,“ útskýrir Inga en henni til halds og trausts verður að öllum líkindum Einar Árnarson, tökumaður.

Lífið

Konan á bak við kynningarefni Eurovisionhópsins

Ólöf Erla Einarsdóttir grafískur hönnuður sá um að hanna og útfæra svokallað press kit eða kynningarpakkann sem Eurovisionhópurinn, Vinir Sjonna, dreifir til fjölmiðlafólks í Dusseldorf. Ólöf sýnir hvað um ræðir og svo má ekki gleyma þeirri staðreynd að bókarkápa sem hún hannaði er efst á lista í þessari keppni. Lesendur Visis eru hvattir til að kjósa Ólöfu Erlu en hún er komin í úrslit í alþjóðlegri bókarkápukeppni sem ber heitið Gemmell Award eins og sjá má hér.

Lífið

Hvítabjörninn hvetur Jón til dáða

"Þetta hvetur okkur til dáða, að drífa í því að koma þessari aðstöðu upp. Við höfum verið að undirbúa alþjóðlega söfnunarsíðu sem er unnin af meðlimum Besta flokksins í sjálfboðavinnu, án nokkurra fjárframlaga og algerlega óháð borginni. Og þar hyggjumst safna fé fyrir svona aðstöðu og þekkingu til að fanga og hlúa að svona dýrum,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík.

Lífið

Vinirnir negldu fyrstu æfinguna í Düsseldorf

"Núna er verið að skoða tæknilegar aðfinnslur og sviðsmyndina, hvaða litir og hvaða myndir eigi að birtast á meðan við spilum en fyrsta æfingin gekk vel og við negldum hana bara,“ segir Hreimur Örn Heimisson, einn meðlima Vina Sjonna. Þeir eru búnir að taka sína fyrstu æfingu í höllinni í Dusseldorf og líst ákaflega vel á alla umgjörð. Félagarnir voru í gráum vestum og gallabuxum en hægt er að sjá myndband frá æfingunni á vefsíðu esctoday.com.

Lífið

Bieber er prakkari

Kanadíska ofurstirnið Justin Bieber hefur augljóslega gaman af prakkarastrikum. Hann setti nýlega símanúmerið sitt, að því er virtist, inná twitter-síðu sína nýlega og hvatti aðdáendur sína til að hringja í sig og spjalla. "Leyfið mér að heyra frá ykkur,“ voru skilaboðin frá táningsstjörnunni.

Lífið

Besti taktkjaftur Breta á Nasa

Taktkjafturinn Beardyman kemur fram á tónleikum á Nasa næsta laugardag 7. maí. Beardyman vakti fyrst athygli þegar hann vann keppnina UK Beatbox Champion árin 2006 og 2007. Árið 2008 sat hann í dómnefnd. Hann hefur verið í fararbroddi taktkjafta og blandar saman nýjustu tækni og hæfileikum sínum til að skapa heilu tónverkin á sviði.

Lífið

Bannar meiri megrun

Unnusti söng-og leikkonunnar Jennifer Hudson, David Otunga, hefur bannað henni að grennast meira en fjölmiðlar vestanhafs hafa einnig deilt áhyggjum hans af ört minnkandi líkama Óskarverðlaunahafans.

Lífið

Gefur ekki upp faðerni barnsins

Leikkonan January Jones, sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Mad Men, á von á sínu fyrsta barni. Leikkonan vill þó ekki gefa upp faðerni barnsins. „January á von á sínu fyrsta barni nú í haust. Hún hlakkar mikið til þessa nýja kafla í lífi sínu og að takast á við móðurhlutverkið,“ stóð í tilkynningu frá talsmanni hennar.

Lífið

Reið út í Andre

Glamúrfyrirsætan Katie Price er stödd í Argentínu þar sem hún nýtur lífsins með nýjum kærasta. Price er þó dugleg að fylgjast með gangi mála heima á Englandi og gagnrýndi fyrrverandi eiginmann sinn, Peter Andre, fyrir að leyfa börnum þeirra að koma fram í sjónvarpsþætti hans.Price tjáði óánægju sína á Twitter-síðu sinni.

Lífið

Logi Geirsson: Allt hrundi á einni nóttu

Afreksmaðurinn Logi Geirsson sem er byrjaður í nýju starfi ásamt því að vera nýfluttur til Njarðvíkur með fjölskylduna sína, unnustu og 10 mánaða drenginn þeirra, var aðalgestur Siggu Lund og Ellýar Ármanns í þættinum þeirra á sunnudagskvöldið 1. maí á Bylgjunni. Það var rosalega mikil gleði. Við vorum búin að plana allt og allt klárt. Ég var búinn að fjárfesta mikið úti í Þýskalandi og átti mikið af eignum og mikið af pening og það bara hrundi á einni nóttu..." sagði Logi spurður hvernig honum leið þegar hann varð pabbi.

Lífið

Þessar erótísku myndir bæta ekki ímyndina

Lindsay Lohan er byrjuð að búa sig undir samfélagsþjónustu sem hún telur vera gott tækifæri til að bæta ímynd sína og á sama tíma situr hún fyrir í erótískum stellingum í tímariti sem ber heitið Blank. Dómari í Los Angeles skikkaði leikkonuna nýverið til að sinna samfélagsþjónustu en meðfylgjandi myndir voru einnig teknar sama dag og hún mætti í dómsalinn. Þá var hún einnig dæmd í 120 daga fangelsisvist og 480 klukkustunda vinnu í þágu samfélagsins og hyggst eyða þeim í að kenna heimilislausum konum að leika. Lohan var dæmd fyrir að rjúfa skilorð þegar skartgripasali sakaði hana um að stela hálsmeni frá sér.

Lífið

Greinilega ástfangin

Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson og unnusti hennar leikarinn Sean Penn leiddust hönd í hönd um helgina eins og sjá má á myndunum.

Lífið