Lífið Rífast vegna Siennu Samband leikaranna Roberts Pattinson og Kristen Stewart stendur völtum fótum um þessar mundir og á það rætur sínar að rekja til ágangs Siennu Miller. Tímaritið Star heldur því fram að Miller sé stöðugt að senda Pattinson smáskilaboð og að það fari fyrir brjóstið á Stewart. Lífið 21.5.2011 14:00 Ljúka við plötu á árinu Rokkararnir í Queens of the Stone Age ætla að ljúka við sína sjöttu plötu síðar á þessu ári. Hljómsveitin hefur verið í hljóðveri að undanförnu en tekur sér pásu til að spila á Glastonbury-hátíðinni á Englandi sem verður haldin í júní. Eftir það er ætlunin að fara beint aftur í hljóðverið. „Platan okkar verður tilbúin í lok ársins. Við eigum til nóg af lögum,“ sagði forsprakkinn Josh Homme. Hann býst ekki við miklum breytingum á plötunni. „Það er skrítið en okkur líður eins og við höfum ekki lengur neitt að sanna fyrir fólki.“ Lífið 21.5.2011 12:00 Ungfrú Ísland er ólofuð (ótrúlegt en satt) Fegurðardrottning Íslands 2011, Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára, viðurkenndi fúslega, eins og sjá má í myndskeiðinu, að hún er ólofuð þegar hún fagnaði sigrinum á Broadway ásamt stoltum foreldrum sínum, Ármanni Haukssyni og Margréti Snorradóttur, í gærkvöldi. Gestir á Broadway (myndir). Sigrún Eva felldi tár þegar titillinn var í höfn (myndband). Lífið 21.5.2011 10:08 Fjölmenni á Ungfrú Ísland Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var húsfyllir á veitingahúsinu Broadway í gærkvöldi þegar Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára, var valin Ungfrú Ísland. Sigrún Eva, sem er nemi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, felldi tár þegar titillinn var í höfn eins og greinilega má sjá hér. Guðlaug Dagmar Jónsdóttir varð í 2. sæti og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir landaði 3. sætinu. Lífið 21.5.2011 09:46 Magnað hjá Gusgus Sjöunda hljóðversplata Gusgus, Arabian Horse, kemur út á mánudaginn. Erlendir dómar um plötuna eru byrjaðir að detta inn og á bresku tónlistarsíðunni Suckinglemons fær hún 9 af 10 mögulegum í einkunn. Þar segir gagnrýnandinn plötuna vera magnaða og að lögin Deep Inside, Over og Arabian Horse séu framúrskarandi góð. Lífið 21.5.2011 09:00 Nýtt Hollywood-par Stórleikarinn Leonardo DiCaprio sleit nýverið sambandi sínu við fyrirsætuna Bar Refaeli. Svo virðist sem DiCaprio hafi verið fljótur að finna ástina á ný því hann er orðaður við Gossip Girl stjörnuna Blake Lively. Lífið 21.5.2011 06:00 Vildi ekki barn Kimberly Stewart á von á barni með leikaranum Benicio del Toro seinna á árinu. Stewart ætlar að ala barnið upp ein og herma heimildir að del Toro sé alls ekki ánægður með fréttirnar. Lífið 21.5.2011 06:00 Laus og liðug Söngkonan Cheryl Cole á að hafa hætt með kærasta sínum, dansaranum Derek Hough. Cole flutti nýverið til Los Angeles, þar sem hún sest í eitt dómarasætið í bandarísku X Factor þáttunum. Lífið 21.5.2011 04:00 Skagamær Ungfrú Ísland 2011 Í meðfylgjandi myndasafni og myndskeiði má sjá þegar Ungfrú Vesturland, Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára, fór með sigur af hólmi í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland sem fram fór á Broadway í kvöld. Sigrún Eva, sem er nemi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, felldi tár þegar titillinn var í höfn. Guðlaug Dagmar Jónsdóttir varð í 2. sæti og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir landaði 3. sætinu. Lífið 21.5.2011 01:40 Kann að láta manneskju svífa Einar Aron Fjalarsson, fimmtán ára, æfir töfrabrögð í þrjá til fjóra tíma á dag. Sviðsnafn hans er Einar einstaki og sýnir hann töfrabrögð við ýmis tækifæri. Hann segir alla geta lært að töfra. Lífið 21.5.2011 00:00 Varð ástfanginn af apa Bradley Cooper viðurkennir að hann hafi orðið ástfanginn af apanum Chrystal sem lék með honum í The Hangover II. Chrystal leikur dópsöluapa sem þremenningarnir komast í kynni við í Bangkok og Cooper segist hafa hrifist af apanum við fyrstu sýn. Lífið 20.5.2011 21:00 Blanda af því besta Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson hefur gefið út plötuna Selected Film & Theater Works of Barði Jóhannsson, sem verður eingöngu fáanleg á síðunni Tonlist.is. Þar er að finna blöndu af því besta sem Barði hefur unnið fyrir leikhús og myndmiðla. Lífið 20.5.2011 20:00 Sena nælir í ævisögu Hemma Gunn „Já, ég get staðfest að við höfum náð munnlegu samkomulagi við Hemma Gunn um að gefa út ævisöguna hans. Hvort það verður fyrir þetta ár eða það næsta kemur síðan bara í ljós. Nú erum við bara að reyna að finna rétta manninn til að skrásetja söguna,“ segir Jón Þór Eyþórsson, deildarstjóri bókadeildar útgáfufélagsins Senu. Það hefur nú bundist fastmælum við einn ástsælasta sjónvarps- og útvarpsmann landsins um að gefa út ævisögu hans. Jón Þór gat ekki gefið upp neinar aðrar upplýsingar og sagði þetta eiga eftir að skýrast á næstunni. Lífið 20.5.2011 18:00 Tvær bækur til Bandaríkjanna Forlagið Macmillan sem er meðal annars með bækistöðvar í Bandaríkjunum hefur tryggt sér útgáfuréttinn á tveimur bókum Yrsu Sigurðardóttur, Auðninni og Ég man þig þar í landi. Áður hafði forlagið fest kaup á Ösku, sem er væntanleg á markað á þessu ári. Lífið 20.5.2011 18:00 Kílóin hafa ekkert með kynþokka að gera Fyrirsætan Ósk Norðfjörð, Lilja Hrönn Hauksdóttir eigandi fataverslunarinnar Cosmo og íslenskar konur á aldrinum 20 - 50 ára sem sýna fatnað úr versluninni á keppninni Goð og Gyðjur í kvöld spjölluðu um kynþokka meðal annars þegar við hittum þær í Kringlunni í gær. Lífið 20.5.2011 17:24 Í hverju ertu eiginlega? Meðfylgjandi myndir voru teknar af söngkonunni Courtney Love á góðgerðarsamkomu í Cannes í gær. Kjóllinn sem hún klæddist fór ekki fram hjá nokkrum einasta kjafti en hann má skoða betur í myndasafni. Lífið 20.5.2011 15:20 Vísar á bug kynlífssögu Michael Stipe, söngvari bandarísku hljómsveitarinnar R.E.M., vísar því á bug að hann hafi átt ástarfund með Kurt Cobain, látnum söngvara Nirvana. Þeir félagar áttu í nánu vinasambandi í kringum tíunda áratug síðustu aldar og sá orðrómur gekk fjöllum hærra að þeir ættu í ástarsambandi. Lífið 20.5.2011 15:00 Við erum að tala um almennilegt partý Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar hljómsveitin Pollapönk fór óvenjuleg leið við upptökur á myndbandi við nýja lagið þeirra Ættarmót í samstarfi við Goða... Lífið 20.5.2011 13:10 Myndar auglýsingu fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Lífið 20.5.2011 13:00 Fáklæddar fegurðardrottningar Mefðylgjandi myndir tók Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari af keppendum í fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland 2011. Stúlkurnar æfðu sig að koma fram á bað- og undirfötum fyrir stóru stundina sem verður í kvöld á Broadway. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum. Lífið 20.5.2011 12:06 Atkvæðin hrynja inn í lagakeppni fyrir strákana Landslið Íslands í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Fjögur stuðningsmannalög hafa verið samin fyrir liðið og eru þau komin í keppni á Rás 2. Lífið 20.5.2011 11:00 Prófa kennslu á netinu með Skype „Þetta er bara tilraun til að sjá hvaða viðbrögð við fáum,“ segir Jóhann Ásmundsson, bassaleikari Mezzoforte. Hljómsveitin býður nú aðdáendum sínum upp á tónlistarkennslu í gegnum samskiptaforritið Skype á netinu. Lífið 20.5.2011 10:30 Halda dómsdagsdansleik í kvöld Hljómsveitirnar FM Belfast og Prinspóló segjast vilja tryggja það að sem flestir séu í góðra vina hópi ef dómsdagsspár ganga yfir í nótt og halda því dómsdagsdansleik í kvöld. Lífið 20.5.2011 09:15 Ósk Norðfjörð með keppni í útgeislun Erum í leit af goði og gyðju Íslands þar sem hæð, þyngd og skóstærð skipta engu máli. Erum aðeins í leit af glæsilegu fólki með frábæra útgeislun," stóð í auglýsingu fyrirsætunnar Ósk Norðfjörð þegar hún hóf leit sína að keppendum fyrir viðburð sem nefnist Goð og Gyðjur. Um er að ræða keppni í útgeislun þar sem innri manneskjan skiptir máli sem verður haldin á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi í kvöld. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Ósk frá keppninni og kynnir til leiks nokkra af keppendunum. Goð og gyðjur á Facebook. Lífið 20.5.2011 09:12 Klovn gaurar með Íslendingunum í Cannes Nú fer að styttast í annan endann á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Íslenska kvikmyndin Eldfjall í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar hefur hlotið góðar viðtökur og hafa dómar helstu kvikmyndatímarita heims um myndina verið afar jákvæðir. Lífið 20.5.2011 08:22 Trier málar sig út í horn í Cannes Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur komið sér í rækileg vandræði með yfirlýsingum sínum um gyðinga, helförina og Adolf Hitler á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hann var rekinn af hátíðinni í hádeginu í gær. Lífið 20.5.2011 08:00 Íslenski dansflokkurinn fær lof í Austurríki Íslenski dansflokkurinn hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína á danshátíð í Linz í Austurríki í síðastliðnum mánuði. ÍD sýndi tvö ólík verk á hátíðinni; Grossstadtsafari eftir Norðmanninn Jo Strömgren og Endastöð eftir Svíann Alexander Ekman. Lífið 20.5.2011 07:00 Forréttindi fyrir listamann Út er komin bókin Undir rós, yfirlitsrit yfir feril Kristínar Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu. Kristín segir það hafa verið endurnýjandi að vinna bókina og segist sjá höfundarverk sitt í öðru ljósi. Lífið 20.5.2011 06:00 Fincher orðaður við Angelinu og Kleópötru Bandaríski leikstjórinn David Fincher er sagður vera í viðræðum við framleiðandann Scott Rudin um að leikstýra stórmyndinni Kleópötru. Rudin og Fincher unnu saman að gerð The Social Network og Rudin hefur þegar tryggt sér þjónustu Angelinu Jolie í titilhlutverkið. Leikkonan ku vera mjög áhugasöm um að fá Fincher, sem hefur auðvitað haldið sambýlismanni hennar, Brad Pitt, á floti með kvikmyndum á borð við Seven, Fight Club og The Curious Case of Benjamin Button. Lífið 19.5.2011 21:00 Mel Gibson að ranka við sér á ný Ástralski leikarinn Mel Gibson virðist smám saman vera að ranka við sér á ný. Kvikmynd hans The Beaver eftir Jodie Foster hefur fengið ágætis dóma á kvikmyndahátíðinni í Cannes og Gibson hefur að mestu leyti náð að halda sig frá vandræðum við Miðjarðarhafsströndina. Myndin hefur reyndar fengið afleita aðsókn í Bandaríkjunum en það er alltaf von, því nú er loks farið að orða leikarann við ný hlutverk og nýjar myndir. Slíkt hefur ekki gerst í nokkurn tíma og var hann meira að segja rekinn úr feluhlutverkinu í The Hangover II. Lífið 19.5.2011 20:00 « ‹ ›
Rífast vegna Siennu Samband leikaranna Roberts Pattinson og Kristen Stewart stendur völtum fótum um þessar mundir og á það rætur sínar að rekja til ágangs Siennu Miller. Tímaritið Star heldur því fram að Miller sé stöðugt að senda Pattinson smáskilaboð og að það fari fyrir brjóstið á Stewart. Lífið 21.5.2011 14:00
Ljúka við plötu á árinu Rokkararnir í Queens of the Stone Age ætla að ljúka við sína sjöttu plötu síðar á þessu ári. Hljómsveitin hefur verið í hljóðveri að undanförnu en tekur sér pásu til að spila á Glastonbury-hátíðinni á Englandi sem verður haldin í júní. Eftir það er ætlunin að fara beint aftur í hljóðverið. „Platan okkar verður tilbúin í lok ársins. Við eigum til nóg af lögum,“ sagði forsprakkinn Josh Homme. Hann býst ekki við miklum breytingum á plötunni. „Það er skrítið en okkur líður eins og við höfum ekki lengur neitt að sanna fyrir fólki.“ Lífið 21.5.2011 12:00
Ungfrú Ísland er ólofuð (ótrúlegt en satt) Fegurðardrottning Íslands 2011, Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára, viðurkenndi fúslega, eins og sjá má í myndskeiðinu, að hún er ólofuð þegar hún fagnaði sigrinum á Broadway ásamt stoltum foreldrum sínum, Ármanni Haukssyni og Margréti Snorradóttur, í gærkvöldi. Gestir á Broadway (myndir). Sigrún Eva felldi tár þegar titillinn var í höfn (myndband). Lífið 21.5.2011 10:08
Fjölmenni á Ungfrú Ísland Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var húsfyllir á veitingahúsinu Broadway í gærkvöldi þegar Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára, var valin Ungfrú Ísland. Sigrún Eva, sem er nemi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, felldi tár þegar titillinn var í höfn eins og greinilega má sjá hér. Guðlaug Dagmar Jónsdóttir varð í 2. sæti og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir landaði 3. sætinu. Lífið 21.5.2011 09:46
Magnað hjá Gusgus Sjöunda hljóðversplata Gusgus, Arabian Horse, kemur út á mánudaginn. Erlendir dómar um plötuna eru byrjaðir að detta inn og á bresku tónlistarsíðunni Suckinglemons fær hún 9 af 10 mögulegum í einkunn. Þar segir gagnrýnandinn plötuna vera magnaða og að lögin Deep Inside, Over og Arabian Horse séu framúrskarandi góð. Lífið 21.5.2011 09:00
Nýtt Hollywood-par Stórleikarinn Leonardo DiCaprio sleit nýverið sambandi sínu við fyrirsætuna Bar Refaeli. Svo virðist sem DiCaprio hafi verið fljótur að finna ástina á ný því hann er orðaður við Gossip Girl stjörnuna Blake Lively. Lífið 21.5.2011 06:00
Vildi ekki barn Kimberly Stewart á von á barni með leikaranum Benicio del Toro seinna á árinu. Stewart ætlar að ala barnið upp ein og herma heimildir að del Toro sé alls ekki ánægður með fréttirnar. Lífið 21.5.2011 06:00
Laus og liðug Söngkonan Cheryl Cole á að hafa hætt með kærasta sínum, dansaranum Derek Hough. Cole flutti nýverið til Los Angeles, þar sem hún sest í eitt dómarasætið í bandarísku X Factor þáttunum. Lífið 21.5.2011 04:00
Skagamær Ungfrú Ísland 2011 Í meðfylgjandi myndasafni og myndskeiði má sjá þegar Ungfrú Vesturland, Sigrún Eva Ármannsdóttir, 18 ára, fór með sigur af hólmi í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland sem fram fór á Broadway í kvöld. Sigrún Eva, sem er nemi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, felldi tár þegar titillinn var í höfn. Guðlaug Dagmar Jónsdóttir varð í 2. sæti og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir landaði 3. sætinu. Lífið 21.5.2011 01:40
Kann að láta manneskju svífa Einar Aron Fjalarsson, fimmtán ára, æfir töfrabrögð í þrjá til fjóra tíma á dag. Sviðsnafn hans er Einar einstaki og sýnir hann töfrabrögð við ýmis tækifæri. Hann segir alla geta lært að töfra. Lífið 21.5.2011 00:00
Varð ástfanginn af apa Bradley Cooper viðurkennir að hann hafi orðið ástfanginn af apanum Chrystal sem lék með honum í The Hangover II. Chrystal leikur dópsöluapa sem þremenningarnir komast í kynni við í Bangkok og Cooper segist hafa hrifist af apanum við fyrstu sýn. Lífið 20.5.2011 21:00
Blanda af því besta Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson hefur gefið út plötuna Selected Film & Theater Works of Barði Jóhannsson, sem verður eingöngu fáanleg á síðunni Tonlist.is. Þar er að finna blöndu af því besta sem Barði hefur unnið fyrir leikhús og myndmiðla. Lífið 20.5.2011 20:00
Sena nælir í ævisögu Hemma Gunn „Já, ég get staðfest að við höfum náð munnlegu samkomulagi við Hemma Gunn um að gefa út ævisöguna hans. Hvort það verður fyrir þetta ár eða það næsta kemur síðan bara í ljós. Nú erum við bara að reyna að finna rétta manninn til að skrásetja söguna,“ segir Jón Þór Eyþórsson, deildarstjóri bókadeildar útgáfufélagsins Senu. Það hefur nú bundist fastmælum við einn ástsælasta sjónvarps- og útvarpsmann landsins um að gefa út ævisögu hans. Jón Þór gat ekki gefið upp neinar aðrar upplýsingar og sagði þetta eiga eftir að skýrast á næstunni. Lífið 20.5.2011 18:00
Tvær bækur til Bandaríkjanna Forlagið Macmillan sem er meðal annars með bækistöðvar í Bandaríkjunum hefur tryggt sér útgáfuréttinn á tveimur bókum Yrsu Sigurðardóttur, Auðninni og Ég man þig þar í landi. Áður hafði forlagið fest kaup á Ösku, sem er væntanleg á markað á þessu ári. Lífið 20.5.2011 18:00
Kílóin hafa ekkert með kynþokka að gera Fyrirsætan Ósk Norðfjörð, Lilja Hrönn Hauksdóttir eigandi fataverslunarinnar Cosmo og íslenskar konur á aldrinum 20 - 50 ára sem sýna fatnað úr versluninni á keppninni Goð og Gyðjur í kvöld spjölluðu um kynþokka meðal annars þegar við hittum þær í Kringlunni í gær. Lífið 20.5.2011 17:24
Í hverju ertu eiginlega? Meðfylgjandi myndir voru teknar af söngkonunni Courtney Love á góðgerðarsamkomu í Cannes í gær. Kjóllinn sem hún klæddist fór ekki fram hjá nokkrum einasta kjafti en hann má skoða betur í myndasafni. Lífið 20.5.2011 15:20
Vísar á bug kynlífssögu Michael Stipe, söngvari bandarísku hljómsveitarinnar R.E.M., vísar því á bug að hann hafi átt ástarfund með Kurt Cobain, látnum söngvara Nirvana. Þeir félagar áttu í nánu vinasambandi í kringum tíunda áratug síðustu aldar og sá orðrómur gekk fjöllum hærra að þeir ættu í ástarsambandi. Lífið 20.5.2011 15:00
Við erum að tala um almennilegt partý Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar hljómsveitin Pollapönk fór óvenjuleg leið við upptökur á myndbandi við nýja lagið þeirra Ættarmót í samstarfi við Goða... Lífið 20.5.2011 13:10
Fáklæddar fegurðardrottningar Mefðylgjandi myndir tók Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari af keppendum í fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland 2011. Stúlkurnar æfðu sig að koma fram á bað- og undirfötum fyrir stóru stundina sem verður í kvöld á Broadway. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum. Lífið 20.5.2011 12:06
Atkvæðin hrynja inn í lagakeppni fyrir strákana Landslið Íslands í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Fjögur stuðningsmannalög hafa verið samin fyrir liðið og eru þau komin í keppni á Rás 2. Lífið 20.5.2011 11:00
Prófa kennslu á netinu með Skype „Þetta er bara tilraun til að sjá hvaða viðbrögð við fáum,“ segir Jóhann Ásmundsson, bassaleikari Mezzoforte. Hljómsveitin býður nú aðdáendum sínum upp á tónlistarkennslu í gegnum samskiptaforritið Skype á netinu. Lífið 20.5.2011 10:30
Halda dómsdagsdansleik í kvöld Hljómsveitirnar FM Belfast og Prinspóló segjast vilja tryggja það að sem flestir séu í góðra vina hópi ef dómsdagsspár ganga yfir í nótt og halda því dómsdagsdansleik í kvöld. Lífið 20.5.2011 09:15
Ósk Norðfjörð með keppni í útgeislun Erum í leit af goði og gyðju Íslands þar sem hæð, þyngd og skóstærð skipta engu máli. Erum aðeins í leit af glæsilegu fólki með frábæra útgeislun," stóð í auglýsingu fyrirsætunnar Ósk Norðfjörð þegar hún hóf leit sína að keppendum fyrir viðburð sem nefnist Goð og Gyðjur. Um er að ræða keppni í útgeislun þar sem innri manneskjan skiptir máli sem verður haldin á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi í kvöld. Í meðfylgjandi myndskeiði segir Ósk frá keppninni og kynnir til leiks nokkra af keppendunum. Goð og gyðjur á Facebook. Lífið 20.5.2011 09:12
Klovn gaurar með Íslendingunum í Cannes Nú fer að styttast í annan endann á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Íslenska kvikmyndin Eldfjall í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar hefur hlotið góðar viðtökur og hafa dómar helstu kvikmyndatímarita heims um myndina verið afar jákvæðir. Lífið 20.5.2011 08:22
Trier málar sig út í horn í Cannes Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur komið sér í rækileg vandræði með yfirlýsingum sínum um gyðinga, helförina og Adolf Hitler á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hann var rekinn af hátíðinni í hádeginu í gær. Lífið 20.5.2011 08:00
Íslenski dansflokkurinn fær lof í Austurríki Íslenski dansflokkurinn hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir frammistöðu sína á danshátíð í Linz í Austurríki í síðastliðnum mánuði. ÍD sýndi tvö ólík verk á hátíðinni; Grossstadtsafari eftir Norðmanninn Jo Strömgren og Endastöð eftir Svíann Alexander Ekman. Lífið 20.5.2011 07:00
Forréttindi fyrir listamann Út er komin bókin Undir rós, yfirlitsrit yfir feril Kristínar Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu. Kristín segir það hafa verið endurnýjandi að vinna bókina og segist sjá höfundarverk sitt í öðru ljósi. Lífið 20.5.2011 06:00
Fincher orðaður við Angelinu og Kleópötru Bandaríski leikstjórinn David Fincher er sagður vera í viðræðum við framleiðandann Scott Rudin um að leikstýra stórmyndinni Kleópötru. Rudin og Fincher unnu saman að gerð The Social Network og Rudin hefur þegar tryggt sér þjónustu Angelinu Jolie í titilhlutverkið. Leikkonan ku vera mjög áhugasöm um að fá Fincher, sem hefur auðvitað haldið sambýlismanni hennar, Brad Pitt, á floti með kvikmyndum á borð við Seven, Fight Club og The Curious Case of Benjamin Button. Lífið 19.5.2011 21:00
Mel Gibson að ranka við sér á ný Ástralski leikarinn Mel Gibson virðist smám saman vera að ranka við sér á ný. Kvikmynd hans The Beaver eftir Jodie Foster hefur fengið ágætis dóma á kvikmyndahátíðinni í Cannes og Gibson hefur að mestu leyti náð að halda sig frá vandræðum við Miðjarðarhafsströndina. Myndin hefur reyndar fengið afleita aðsókn í Bandaríkjunum en það er alltaf von, því nú er loks farið að orða leikarann við ný hlutverk og nýjar myndir. Slíkt hefur ekki gerst í nokkurn tíma og var hann meira að segja rekinn úr feluhlutverkinu í The Hangover II. Lífið 19.5.2011 20:00